Fleiri fréttir Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis. 17.6.2006 11:00 Pétur Gautur hlaut flest verðlaun á Grímunni Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. 17.6.2006 10:45 Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. 17.6.2006 10:30 Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 17.6.2006 10:15 Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. 17.6.2006 10:00 17. júní undirbúinn í kvöld Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól. 16.6.2006 23:30 Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur. 16.6.2006 23:15 Komst út úr logandi húsi sínu við illan Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar. 16.6.2006 23:02 Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. 16.6.2006 23:00 Forseti Írans efast enn um helförina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista. 16.6.2006 22:02 Smyglaði sprengiefni hugsanlega í skóm sínum Maður er grunaður um að hafa borið sprengiefni í skóm sínum inn til föstudagsbæna í Buratha-moskunni í Norður-Bagdad í dag. Í það minnsta 11 létust og 25 særðust þegar hann sprengdi sig í loft upp. 16.6.2006 21:49 Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum. 16.6.2006 21:46 Hafró varar við kræklingatínslu víða um land Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. 16.6.2006 21:39 Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar. 16.6.2006 21:00 Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni. 16.6.2006 20:00 Stjórnarskrársáttmálinn saltaður Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. 16.6.2006 20:00 Arabi gabbaði Kaupþing Noregi Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta. 16.6.2006 19:21 Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð. 16.6.2006 19:00 ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum. 16.6.2006 19:00 Hættumerki um offituvanda Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti. 16.6.2006 18:45 Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að andstöðu við aðskilnaðarstefnuna sem síðan leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:41 94% nýútskrifaðra 10. bekkinga ætlar beint í framhaldsskóla Framhaldsskólarnir eru nú hættir að taka við umsóknum fyrir komandi skólaár, alls bárust rúmlega 6.600 umsóknir nýnema, þar af 4.528 frá nýútskrifuðum tíundu-bekkingum. Það eru því rúm 94% árgangsins sem nú er að yfirgefa grunnskólana sem ætlar beint í framhaldsskóla. 16.6.2006 17:21 Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður-Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að almennri uppreisn gegn aðskilnaðarstefnunni sem leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:17 Nítján börn í lífshættu á hverjum degi Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. 16.6.2006 17:03 Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. 16.6.2006 16:02 Varað við skelfiski úr Hvalfirði Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki. 16.6.2006 15:56 Alelda rúta Rúta á leið um Sandskeið varð alelda um þrjúleytið í dag. Nokkrir farþegar voru í rútunni og sakaði engan þeirra. Slysið átti sér stað rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna og þurfti að loka fyrir umferð meðan lögreglan og slökkviliðið athafnaði sig á vettvangi. Búið er að opna aftur fyrir umferð. 16.6.2006 15:40 Hefur strax misst sætið sitt Einn sveitarstjórnarmanna N-listans í Djúpavogshreppi hefur misst nýfengið sæti sitt. Í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí voru fjórði maður N-lista og annar maður L-lista jafnir. Hlutkesti var kastað um sætið og fékk þá N-listinn sætið. L-listinn kærði úrslitin og komst kærunefnd að þeirri niðurstöðu í fyrradag, að eitt ógilt atkvæði hefði í raun og veru verið gilt og það atkvæði tilheyrði L-listanum. Sem þýðir að L-listinn fékk sinn annan mann inn. 16.6.2006 15:02 Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu. 16.6.2006 14:15 Leiðbeinandi reglur um netnotkun barna á leið inn á heimilin Síminn og SAFT ætla að aðstoða foreldra við að setja börnum reglur um net- og símanotkun. Leiðbeiningaspjald er á leið inn á heimili grunnskólabarna á aldrinum 6-14 ára. SAFT, eða Samtök, fjölskylda og tækni, er verkefni á vegum Heimilis og skóla til að stuðla að vakningu hvað varðar örugga notkun barna og unglinga á Netinu og öðrum miðlum. SAFT varð til í þeim tilgangi að stuðla til öruggrar notkunar barna á miðlunum sem eru allt í kring um þau. 16.6.2006 14:15 Heilbrigðisráðherra tók á móti tugum undirskrifta Siv Friðsleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók á móti tugum undirskrifta frá starfsmönnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Starfsmennirnir eru mótfallnir því að starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar verði flutt í nýtt húsnæði í Mjódd. 16.6.2006 14:15 Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í dag Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins,sem hófst í dag, ræðst væntanlega hvort tillaga Japana um að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni, hlýtur meirihluta stuðning, eða ekki. 16.6.2006 14:00 Stjórnarskrá ESB bíður til 2008 Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins. 16.6.2006 13:45 Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði. 16.6.2006 13:09 Gudjohnsen signed to Barcelona 16.6.2006 12:46 NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. 16.6.2006 12:41 Mannskæð gassprenging í Moskvu Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja. 16.6.2006 10:15 Svikahrappar safna fé Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska. 16.6.2006 10:00 5 útlendingar festu jeppa sinn Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp. 16.6.2006 09:45 Hjólað í kringum Ísland Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 16.6.2006 09:30 Phoenix selur dótturfyrirtæki Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði. 16.6.2006 09:15 Batamerki síamstvíburastúlkna Síamstvíburastúlkurnar sem aðskildar voru á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum eru farnar að sýna merki um bata. Læknar eru bjartsýnir á að bati stúlknanna muni ganga að óskum. Stúlkurnar gengust undir tólf tíma aðgerð í fyrradag og í gær og þótti aðgerðin heppanst vel. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. 16.6.2006 09:00 Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu. 16.6.2006 08:45 Bíl ekið inn í búð Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um það í nótt að bíl hefði verið ekið inn í búð. Við nánari athugun kom í ljós að famendi bíls var kominn inn í húsgagnaverslun við Hafnargötu og höfðu tvær stórar rúður brotnað. Ökumaður, sem hafði misst stjórn á bílnum þegar hann ók út úr hringtorgi, slapp ómeiddur og sömuleiðis farþegar hans. 16.6.2006 08:15 Tveir menn finnast látnir við Merapi-fjall Tveir menn fundust látnir við rætur eldfjallsins Merapi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Mennirnir höfðu leitað skjóls í hálfniðurgröfnu skýli sem hafði grafist undir möl, grjóti og hrauni. Mennirnir létust af völdum hita og var annar mannanna illa brunninn af völdum gufu. Skýlið sjálft var fullt af ösku. Merapi-fjallið hefur gosið öðru hverju í nokkrar vikur en á miðvikudaginn var stórt gos. Björgunarmenn höfðu reynt að komast til mannanna síðan í gær, en annar þeirra var þorpsbúi en hinn meðlimur björgunarsveita. 16.6.2006 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis. 17.6.2006 11:00
Pétur Gautur hlaut flest verðlaun á Grímunni Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. 17.6.2006 10:45
Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. 17.6.2006 10:30
Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 17.6.2006 10:15
Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. 17.6.2006 10:00
17. júní undirbúinn í kvöld Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól. 16.6.2006 23:30
Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur. 16.6.2006 23:15
Komst út úr logandi húsi sínu við illan Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar. 16.6.2006 23:02
Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. 16.6.2006 23:00
Forseti Írans efast enn um helförina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista. 16.6.2006 22:02
Smyglaði sprengiefni hugsanlega í skóm sínum Maður er grunaður um að hafa borið sprengiefni í skóm sínum inn til föstudagsbæna í Buratha-moskunni í Norður-Bagdad í dag. Í það minnsta 11 létust og 25 særðust þegar hann sprengdi sig í loft upp. 16.6.2006 21:49
Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum. 16.6.2006 21:46
Hafró varar við kræklingatínslu víða um land Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. 16.6.2006 21:39
Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar. 16.6.2006 21:00
Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni. 16.6.2006 20:00
Stjórnarskrársáttmálinn saltaður Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. 16.6.2006 20:00
Arabi gabbaði Kaupþing Noregi Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta. 16.6.2006 19:21
Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð. 16.6.2006 19:00
ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum. 16.6.2006 19:00
Hættumerki um offituvanda Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti. 16.6.2006 18:45
Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að andstöðu við aðskilnaðarstefnuna sem síðan leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:41
94% nýútskrifaðra 10. bekkinga ætlar beint í framhaldsskóla Framhaldsskólarnir eru nú hættir að taka við umsóknum fyrir komandi skólaár, alls bárust rúmlega 6.600 umsóknir nýnema, þar af 4.528 frá nýútskrifuðum tíundu-bekkingum. Það eru því rúm 94% árgangsins sem nú er að yfirgefa grunnskólana sem ætlar beint í framhaldsskóla. 16.6.2006 17:21
Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður-Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að almennri uppreisn gegn aðskilnaðarstefnunni sem leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:17
Nítján börn í lífshættu á hverjum degi Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. 16.6.2006 17:03
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. 16.6.2006 16:02
Varað við skelfiski úr Hvalfirði Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki. 16.6.2006 15:56
Alelda rúta Rúta á leið um Sandskeið varð alelda um þrjúleytið í dag. Nokkrir farþegar voru í rútunni og sakaði engan þeirra. Slysið átti sér stað rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna og þurfti að loka fyrir umferð meðan lögreglan og slökkviliðið athafnaði sig á vettvangi. Búið er að opna aftur fyrir umferð. 16.6.2006 15:40
Hefur strax misst sætið sitt Einn sveitarstjórnarmanna N-listans í Djúpavogshreppi hefur misst nýfengið sæti sitt. Í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí voru fjórði maður N-lista og annar maður L-lista jafnir. Hlutkesti var kastað um sætið og fékk þá N-listinn sætið. L-listinn kærði úrslitin og komst kærunefnd að þeirri niðurstöðu í fyrradag, að eitt ógilt atkvæði hefði í raun og veru verið gilt og það atkvæði tilheyrði L-listanum. Sem þýðir að L-listinn fékk sinn annan mann inn. 16.6.2006 15:02
Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu. 16.6.2006 14:15
Leiðbeinandi reglur um netnotkun barna á leið inn á heimilin Síminn og SAFT ætla að aðstoða foreldra við að setja börnum reglur um net- og símanotkun. Leiðbeiningaspjald er á leið inn á heimili grunnskólabarna á aldrinum 6-14 ára. SAFT, eða Samtök, fjölskylda og tækni, er verkefni á vegum Heimilis og skóla til að stuðla að vakningu hvað varðar örugga notkun barna og unglinga á Netinu og öðrum miðlum. SAFT varð til í þeim tilgangi að stuðla til öruggrar notkunar barna á miðlunum sem eru allt í kring um þau. 16.6.2006 14:15
Heilbrigðisráðherra tók á móti tugum undirskrifta Siv Friðsleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók á móti tugum undirskrifta frá starfsmönnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Starfsmennirnir eru mótfallnir því að starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar verði flutt í nýtt húsnæði í Mjódd. 16.6.2006 14:15
Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í dag Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins,sem hófst í dag, ræðst væntanlega hvort tillaga Japana um að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni, hlýtur meirihluta stuðning, eða ekki. 16.6.2006 14:00
Stjórnarskrá ESB bíður til 2008 Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins. 16.6.2006 13:45
Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði. 16.6.2006 13:09
NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. 16.6.2006 12:41
Mannskæð gassprenging í Moskvu Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja. 16.6.2006 10:15
Svikahrappar safna fé Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska. 16.6.2006 10:00
5 útlendingar festu jeppa sinn Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp. 16.6.2006 09:45
Hjólað í kringum Ísland Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 16.6.2006 09:30
Phoenix selur dótturfyrirtæki Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði. 16.6.2006 09:15
Batamerki síamstvíburastúlkna Síamstvíburastúlkurnar sem aðskildar voru á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum eru farnar að sýna merki um bata. Læknar eru bjartsýnir á að bati stúlknanna muni ganga að óskum. Stúlkurnar gengust undir tólf tíma aðgerð í fyrradag og í gær og þótti aðgerðin heppanst vel. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. 16.6.2006 09:00
Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu. 16.6.2006 08:45
Bíl ekið inn í búð Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um það í nótt að bíl hefði verið ekið inn í búð. Við nánari athugun kom í ljós að famendi bíls var kominn inn í húsgagnaverslun við Hafnargötu og höfðu tvær stórar rúður brotnað. Ökumaður, sem hafði misst stjórn á bílnum þegar hann ók út úr hringtorgi, slapp ómeiddur og sömuleiðis farþegar hans. 16.6.2006 08:15
Tveir menn finnast látnir við Merapi-fjall Tveir menn fundust látnir við rætur eldfjallsins Merapi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Mennirnir höfðu leitað skjóls í hálfniðurgröfnu skýli sem hafði grafist undir möl, grjóti og hrauni. Mennirnir létust af völdum hita og var annar mannanna illa brunninn af völdum gufu. Skýlið sjálft var fullt af ösku. Merapi-fjallið hefur gosið öðru hverju í nokkrar vikur en á miðvikudaginn var stórt gos. Björgunarmenn höfðu reynt að komast til mannanna síðan í gær, en annar þeirra var þorpsbúi en hinn meðlimur björgunarsveita. 16.6.2006 08:15