Fleiri fréttir Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun barnabóta og breyta á vaxtabótakerfinu í samræmi við fasteignamarkaðinn. Fráfarandi forsætisráðherra segir að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. 16.6.2006 07:45 Ahmadinejad segist vera að skoða tilboð fastra meðlima Öryggisráðsins Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var spurður um tilboð fastra meðlima Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í opinberri heimsókn í Kína í morgun. Hann sagðist hafa beðið samstarfsfólk sitt að fara yfir tilboðið sem gengur út á hvata og refsiaðgerðir til að fá Íran til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Spurður um helförina og Ísraelsríki sagði Ahmadinejad enga misklíð vera á milli gyðinga, kristinna og múslima. 16.6.2006 07:45 Tveggja og hálfs árs fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.6.2006 07:30 Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf Aðeins fjögur apótek buðu í verðkönnun ASÍ upp á ódýrara samheitalyf eins og reglur kveða á um. Munur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 69 prósent. Lyfsalar standa sig ekki nógu vel segir aðstoðarlandlæknir. 16.6.2006 07:30 Bóluefni vegna heimsfaraldurs Norrænir heilbrigðisráðherrar eru sammála um að vinna áfram að því að framleitt verði sameiginlegt bóluefni vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Þessi niðurstaða kom fram á ráðherrafundi í Noregi sem stóð dagana 11. til 13. júní. 16.6.2006 07:30 Allir bátarnir enn í höfn Hvalveiðitímabilið þetta árið hófst í fyrradag en vegna talsverðrar brælu á miðunum, hélt enginn hvalveiðibátanna út til veiða á miðin. 16.6.2006 07:30 Eitt karlavígi á eftir að falla Valgerður Sverrisdóttir tók við utanríkisráðuneytinu í gær af Geir H. Haarde og er því fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún lét þau orð falla að nú væri forsætisráðuneytið eina ósigraða karlavígið. 16.6.2006 07:30 Vísitala íbúðaverðs lækkar í fyrsta sinn síðan í desember Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum. 16.6.2006 07:30 Áætlanir sagðar hafa staðist Samdráttur í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnarliðsins á Miðnesheiði gengur samkvæmt áætlun, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Lokanir stofnana hófust í byrjun maí og hefur meðal annars háskólaútibúi, sérverslunum og miðbylgjuútvarpi verið lokað. 16.6.2006 07:15 Brunar á Akranesi og í Húsavík Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði. 16.6.2006 07:15 Ofsaakstur á sæbraut Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 16.6.2006 07:15 Fótboltabullur til vandræða Þýska lögreglan stendur í ströngu þessa dagana vegna óláta í fótboltabullum. Hefur hún fengið aðstoð frá pólskum og breskum lögreglumönnum. 16.6.2006 07:00 Stóriðjustefnan heldur áfram Nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, segir komu sína í ráðuneytið ekki marka stefnubreytingu í málefnum stóriðju. "Það er unnið af mikilli varúð. Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir. Við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma." 16.6.2006 07:00 Braut nef eftir rifrildi á Dalvík Tæplega nítján ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á Dalvík í október síðastliðnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í fyrradag. 16.6.2006 07:00 Köttur sveltur í nokkrar vikur Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir brot á dýraverndunarlögum í febrúar á síðasta ári. 16.6.2006 07:00 Bill Gates að hætta Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta að sjá um almennan rekstur fyrirtækisins en hann er einn af stofnendum þess. Í staðinn ætlar Gates að nýta tíma sinn í baráttu fyrir bættri heilsu fólks og eflingu menntunar á vegum stofnunar Bill og Melindu Gates. Fyrirtækið tilkynnti að tveggja ára ferli, sem á að tryggja að breytingarnar myndu ganga vel fyrir sig, væri farið í gang. 16.6.2006 07:00 Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. 16.6.2006 06:45 Rokka upp Evrópulagið Finnskir embættismenn mættu með bunka af dreifimiðum á leiðtogafund Evrópusambandsins og réttu hverjum sem vildi. 16.6.2006 06:45 Sjö menn dæmdir fyrir skattalagabrot Þrír dómar vegna vangoldins virðisaukaskatts og brota á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda féllu í Héraðsdómum Reykjavíkur og Suðurlands á miðvikudag og á mánudag. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 25 milljónum fyrir stórfellt skattalagabrot í fyrradag. 16.6.2006 06:45 Niðurgangspest á skipum Landlæknisembættinu hafa verið að berast fregnir af svokölluðum nóróveirusýkingum um borð í skemmtiferðaskipum í Norður-Atlantshafi að undanförnu. Í júníbyrjun þessa árs geisaði magakveisa um borð í skemmtiferðaskipi sem kom til hafnar á Akureyri. Skipslæknirinn sendi saursýni úr tveimur sjúklingum um borð við komu til hafnar. 16.6.2006 06:45 Sátu fyrir framan loftpúða Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa birt niðurstöður úr árlegri könnun sinni á öryggi barna í bílum. 16.6.2006 06:45 Kaupa finnska Pizza Hut Pizza Hut á Íslandi, sem er í eigu Péturs Jónssonar og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, gekk í gær frá samningum um kaup á Pizza Hut-vörumerkinu í Finnlandi af fjölmiðlafyrirtækinu Rautakirja. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. 16.6.2006 06:45 Bætt þekking er lykilatriði Sænski lýðheilsuprófessorinn Stig Wall við Háskólann í Umeå hlaut norrænu lýðheilsuverðlaunin þetta árið. 16.6.2006 06:45 Læknir kvað brotið ólíklegt Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað dóttur sinni fyrir tæpum tveimur árum, þá tíu ára gamalli. 16.6.2006 06:45 Kona hætt komin í eldsvoða Kona var hætt komin þegar nágrannar hennar komu henni til hjálpar í brennandi íbúðarhúsi að bænum Hólmaseli í Villingaholtshreppi, fyrir austan Selfoss laust fyrir miðnætti. Þegar nágrannanrir komu á vettvang heyrðist kallað á hjálp og brutu þeir glugga og hjálpuðu konunni út. Hana sakaði ekki. Þegar slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar var húsið alelda og brann allt sem brunnið gat. Eldsupptök eru ókunn, en ekki er útilokað að kviknað hafi í út frá kerti. 16.6.2006 06:45 Hamas-samtökin tilbúin að endurnýja vopnahléssamkomulag við Ísrael Hamas-samtökin hafa lýst yfir vilja Palestínumanna til að endurnýja vopnahléssamkomulag sitt við Ísrael. Talsmaður samtakanna sagði í gær að heimastjórn Hamas vildi sem fyrst sjá vopnahlé á öllu heimastjórnarsvæðinu. Fyrst þyrfti þó Ísraelsher að hætta hernaðaraðgerðum sínum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Hamas lýstu því yfir í síðustu viku að sextán mánaða vopnahlé væri fallið úr gildi eftir að átta Palestínumenn létu lífið í sprengingu á baðströnd. 16.6.2006 06:45 Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. 16.6.2006 06:30 Flóttamenn vegna bágrar stöðu sjónskertra á Íslandi Móðir flúði land til Svíþjóðar vegna bágrar stöðu í skólamálum sjónskertra á Íslandi. Hún segir ótrúlegan mun á stöðu sjónskertra hér og í Svíþjóð og að Íslendinga vanti helst af öllu þekkingarmiðstöð. 16.6.2006 06:30 Kríuna skortir æti Krían hefur ekki enn hafið varp sunnan- og vestanlands en það er venjulega hafið á þessum tíma árs. Austanlands hefur þó eitthvað verið um varp, að sögn Kristins Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. 16.6.2006 06:30 Vilja heildarendurskoðun Stjórnarandstöðuflokkarnir í Reykjavík vilja heildarendurskoðun á hreinsunar- og fegrunarmálum borgarinnar svo að hægt sé að tryggja jafna hreinsun á borginni allt árið um kring. Þetta kemur fram í bókun stjórnarandstöðunnar úr borgarráði í gær. 16.6.2006 06:30 Stórt skref í aðskilnaðarátt Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin. 16.6.2006 06:15 Formlegt samráð sjálfsagt Stjórnarandstaða borgarstjórnar telur sjálfsagt að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara í kjölfar þeirra viðræðna sem átt hefur verið við þau á undanförnum vikum. Ekki sé ástæða til að takmarka samráðið við neina ákveðna þætti enda hafi eldri borgarar lagt áherslu á að geta tekið við hvaða málum sem er sem snúast að hagsmunum þeirra. 16.6.2006 06:15 Viðurkenna Svartfjallaland Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. 16.6.2006 06:00 Umferðarátak heldur áfram Átak lögreglu í umferðarmálum á landsvísu sem hófst í fyrrasumar mun halda áfram í ár með aukinni fjárveitingu. Í sumar fengust áttatíu milljónir króna frá samgöngumálaráðuneytinu til að halda áfram sérstöku eftirliti á þjóðvegunum með hraðakstri og ölvunarakstri. Þetta kemur ofan á öll hefðbundin löggæslustörf. 16.6.2006 06:00 Segist vera saklaus af smygli Þrítugur litháískur karlmaður sagðist fyrir dómi í gær saklaus af því að flytja inn rúma tvo lítra af amfetamínbasa auk tæplega 700 millilítra af brennisteinssýru, til söludreifingar hér á landi. Mál Ríkissaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 16.6.2006 06:00 Mega ekki koma að landi Ráðherra þjóðaröryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni. 16.6.2006 05:45 Frjálslyndir auglýstu oftast Frjálslyndi flokkurinn birti flestar dagblaðaauglýsingar fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar, eða 124, en næst á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 113 auglýsingar. Aðrir flokkar eru með mun færri auglýsingar; á milli fimmtíu og sextíu. 16.6.2006 05:45 Köflótt rigning og hægviðri Helga Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar megi búast við "týpísku íslensku" þjóðhátíðarveðri á 17. júní. 16.6.2006 05:45 Múslimar hertaka aðra borg Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn. 16.6.2006 05:30 Fá sjaldan þyngri dóm en skilorð Þeir sem ráðast á lögreglumenn eru sjaldan dæmdir til þyngri refsingar en skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Það er að segja ef málið fer yfirleitt fyrir dóm, en að sögn talsmanns Landssambands lögreglumanna eru 90-95 prósent þessara mála felld niður áður en þau fara fyrir dóm. 16.6.2006 05:30 Stjórnarskrárdeilu slegið á frest Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25, sem sitja nú á rökstólum á hálfsárslegum fundi sínum í Brussel, ætla að gefa sér minnst eitt ár til viðbótar til að íhuga hvað gera skuli við stjórnarskrársáttmálann strandaða. 16.6.2006 05:30 Jafnréttisgleraugu frá Jóni Jón Kristjánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, afhenti Magnúsi Stefánssyni, eftirmanni sínum, svokölluð jafnréttisgleraugu þegar Magnús tók við lyklum að ráðuneytinu í gær. 16.6.2006 05:15 Ljótur blettur á bænum Þegar ekið er inn í Reyðarfjörð má sjá stóran og mikinn ruslahaug sem samanstendur af brotajárni, gömlum dekkjum og ýmsu öðru drasli. Landið, sem er einn hektari að stærð, er í eign Fjarðabyggðar en endurvinnslufyrirtækið Hringrás leigir það af bænum. 16.6.2006 05:15 Hamas vill vopnahlé Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana. 16.6.2006 05:00 Á þriðja þúsund fallnir 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna. 16.6.2006 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun barnabóta og breyta á vaxtabótakerfinu í samræmi við fasteignamarkaðinn. Fráfarandi forsætisráðherra segir að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. 16.6.2006 07:45
Ahmadinejad segist vera að skoða tilboð fastra meðlima Öryggisráðsins Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var spurður um tilboð fastra meðlima Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í opinberri heimsókn í Kína í morgun. Hann sagðist hafa beðið samstarfsfólk sitt að fara yfir tilboðið sem gengur út á hvata og refsiaðgerðir til að fá Íran til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Spurður um helförina og Ísraelsríki sagði Ahmadinejad enga misklíð vera á milli gyðinga, kristinna og múslima. 16.6.2006 07:45
Tveggja og hálfs árs fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.6.2006 07:30
Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf Aðeins fjögur apótek buðu í verðkönnun ASÍ upp á ódýrara samheitalyf eins og reglur kveða á um. Munur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 69 prósent. Lyfsalar standa sig ekki nógu vel segir aðstoðarlandlæknir. 16.6.2006 07:30
Bóluefni vegna heimsfaraldurs Norrænir heilbrigðisráðherrar eru sammála um að vinna áfram að því að framleitt verði sameiginlegt bóluefni vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Þessi niðurstaða kom fram á ráðherrafundi í Noregi sem stóð dagana 11. til 13. júní. 16.6.2006 07:30
Allir bátarnir enn í höfn Hvalveiðitímabilið þetta árið hófst í fyrradag en vegna talsverðrar brælu á miðunum, hélt enginn hvalveiðibátanna út til veiða á miðin. 16.6.2006 07:30
Eitt karlavígi á eftir að falla Valgerður Sverrisdóttir tók við utanríkisráðuneytinu í gær af Geir H. Haarde og er því fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún lét þau orð falla að nú væri forsætisráðuneytið eina ósigraða karlavígið. 16.6.2006 07:30
Vísitala íbúðaverðs lækkar í fyrsta sinn síðan í desember Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum. 16.6.2006 07:30
Áætlanir sagðar hafa staðist Samdráttur í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnarliðsins á Miðnesheiði gengur samkvæmt áætlun, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Lokanir stofnana hófust í byrjun maí og hefur meðal annars háskólaútibúi, sérverslunum og miðbylgjuútvarpi verið lokað. 16.6.2006 07:15
Brunar á Akranesi og í Húsavík Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði. 16.6.2006 07:15
Ofsaakstur á sæbraut Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 16.6.2006 07:15
Fótboltabullur til vandræða Þýska lögreglan stendur í ströngu þessa dagana vegna óláta í fótboltabullum. Hefur hún fengið aðstoð frá pólskum og breskum lögreglumönnum. 16.6.2006 07:00
Stóriðjustefnan heldur áfram Nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, segir komu sína í ráðuneytið ekki marka stefnubreytingu í málefnum stóriðju. "Það er unnið af mikilli varúð. Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir. Við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma." 16.6.2006 07:00
Braut nef eftir rifrildi á Dalvík Tæplega nítján ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á Dalvík í október síðastliðnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í fyrradag. 16.6.2006 07:00
Köttur sveltur í nokkrar vikur Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir brot á dýraverndunarlögum í febrúar á síðasta ári. 16.6.2006 07:00
Bill Gates að hætta Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta að sjá um almennan rekstur fyrirtækisins en hann er einn af stofnendum þess. Í staðinn ætlar Gates að nýta tíma sinn í baráttu fyrir bættri heilsu fólks og eflingu menntunar á vegum stofnunar Bill og Melindu Gates. Fyrirtækið tilkynnti að tveggja ára ferli, sem á að tryggja að breytingarnar myndu ganga vel fyrir sig, væri farið í gang. 16.6.2006 07:00
Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. 16.6.2006 06:45
Rokka upp Evrópulagið Finnskir embættismenn mættu með bunka af dreifimiðum á leiðtogafund Evrópusambandsins og réttu hverjum sem vildi. 16.6.2006 06:45
Sjö menn dæmdir fyrir skattalagabrot Þrír dómar vegna vangoldins virðisaukaskatts og brota á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda féllu í Héraðsdómum Reykjavíkur og Suðurlands á miðvikudag og á mánudag. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 25 milljónum fyrir stórfellt skattalagabrot í fyrradag. 16.6.2006 06:45
Niðurgangspest á skipum Landlæknisembættinu hafa verið að berast fregnir af svokölluðum nóróveirusýkingum um borð í skemmtiferðaskipum í Norður-Atlantshafi að undanförnu. Í júníbyrjun þessa árs geisaði magakveisa um borð í skemmtiferðaskipi sem kom til hafnar á Akureyri. Skipslæknirinn sendi saursýni úr tveimur sjúklingum um borð við komu til hafnar. 16.6.2006 06:45
Sátu fyrir framan loftpúða Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa birt niðurstöður úr árlegri könnun sinni á öryggi barna í bílum. 16.6.2006 06:45
Kaupa finnska Pizza Hut Pizza Hut á Íslandi, sem er í eigu Péturs Jónssonar og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, gekk í gær frá samningum um kaup á Pizza Hut-vörumerkinu í Finnlandi af fjölmiðlafyrirtækinu Rautakirja. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. 16.6.2006 06:45
Bætt þekking er lykilatriði Sænski lýðheilsuprófessorinn Stig Wall við Háskólann í Umeå hlaut norrænu lýðheilsuverðlaunin þetta árið. 16.6.2006 06:45
Læknir kvað brotið ólíklegt Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað dóttur sinni fyrir tæpum tveimur árum, þá tíu ára gamalli. 16.6.2006 06:45
Kona hætt komin í eldsvoða Kona var hætt komin þegar nágrannar hennar komu henni til hjálpar í brennandi íbúðarhúsi að bænum Hólmaseli í Villingaholtshreppi, fyrir austan Selfoss laust fyrir miðnætti. Þegar nágrannanrir komu á vettvang heyrðist kallað á hjálp og brutu þeir glugga og hjálpuðu konunni út. Hana sakaði ekki. Þegar slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar var húsið alelda og brann allt sem brunnið gat. Eldsupptök eru ókunn, en ekki er útilokað að kviknað hafi í út frá kerti. 16.6.2006 06:45
Hamas-samtökin tilbúin að endurnýja vopnahléssamkomulag við Ísrael Hamas-samtökin hafa lýst yfir vilja Palestínumanna til að endurnýja vopnahléssamkomulag sitt við Ísrael. Talsmaður samtakanna sagði í gær að heimastjórn Hamas vildi sem fyrst sjá vopnahlé á öllu heimastjórnarsvæðinu. Fyrst þyrfti þó Ísraelsher að hætta hernaðaraðgerðum sínum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Hamas lýstu því yfir í síðustu viku að sextán mánaða vopnahlé væri fallið úr gildi eftir að átta Palestínumenn létu lífið í sprengingu á baðströnd. 16.6.2006 06:45
Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. 16.6.2006 06:30
Flóttamenn vegna bágrar stöðu sjónskertra á Íslandi Móðir flúði land til Svíþjóðar vegna bágrar stöðu í skólamálum sjónskertra á Íslandi. Hún segir ótrúlegan mun á stöðu sjónskertra hér og í Svíþjóð og að Íslendinga vanti helst af öllu þekkingarmiðstöð. 16.6.2006 06:30
Kríuna skortir æti Krían hefur ekki enn hafið varp sunnan- og vestanlands en það er venjulega hafið á þessum tíma árs. Austanlands hefur þó eitthvað verið um varp, að sögn Kristins Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. 16.6.2006 06:30
Vilja heildarendurskoðun Stjórnarandstöðuflokkarnir í Reykjavík vilja heildarendurskoðun á hreinsunar- og fegrunarmálum borgarinnar svo að hægt sé að tryggja jafna hreinsun á borginni allt árið um kring. Þetta kemur fram í bókun stjórnarandstöðunnar úr borgarráði í gær. 16.6.2006 06:30
Stórt skref í aðskilnaðarátt Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin. 16.6.2006 06:15
Formlegt samráð sjálfsagt Stjórnarandstaða borgarstjórnar telur sjálfsagt að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara í kjölfar þeirra viðræðna sem átt hefur verið við þau á undanförnum vikum. Ekki sé ástæða til að takmarka samráðið við neina ákveðna þætti enda hafi eldri borgarar lagt áherslu á að geta tekið við hvaða málum sem er sem snúast að hagsmunum þeirra. 16.6.2006 06:15
Viðurkenna Svartfjallaland Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. 16.6.2006 06:00
Umferðarátak heldur áfram Átak lögreglu í umferðarmálum á landsvísu sem hófst í fyrrasumar mun halda áfram í ár með aukinni fjárveitingu. Í sumar fengust áttatíu milljónir króna frá samgöngumálaráðuneytinu til að halda áfram sérstöku eftirliti á þjóðvegunum með hraðakstri og ölvunarakstri. Þetta kemur ofan á öll hefðbundin löggæslustörf. 16.6.2006 06:00
Segist vera saklaus af smygli Þrítugur litháískur karlmaður sagðist fyrir dómi í gær saklaus af því að flytja inn rúma tvo lítra af amfetamínbasa auk tæplega 700 millilítra af brennisteinssýru, til söludreifingar hér á landi. Mál Ríkissaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 16.6.2006 06:00
Mega ekki koma að landi Ráðherra þjóðaröryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni. 16.6.2006 05:45
Frjálslyndir auglýstu oftast Frjálslyndi flokkurinn birti flestar dagblaðaauglýsingar fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar, eða 124, en næst á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 113 auglýsingar. Aðrir flokkar eru með mun færri auglýsingar; á milli fimmtíu og sextíu. 16.6.2006 05:45
Köflótt rigning og hægviðri Helga Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar megi búast við "týpísku íslensku" þjóðhátíðarveðri á 17. júní. 16.6.2006 05:45
Múslimar hertaka aðra borg Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn. 16.6.2006 05:30
Fá sjaldan þyngri dóm en skilorð Þeir sem ráðast á lögreglumenn eru sjaldan dæmdir til þyngri refsingar en skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Það er að segja ef málið fer yfirleitt fyrir dóm, en að sögn talsmanns Landssambands lögreglumanna eru 90-95 prósent þessara mála felld niður áður en þau fara fyrir dóm. 16.6.2006 05:30
Stjórnarskrárdeilu slegið á frest Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25, sem sitja nú á rökstólum á hálfsárslegum fundi sínum í Brussel, ætla að gefa sér minnst eitt ár til viðbótar til að íhuga hvað gera skuli við stjórnarskrársáttmálann strandaða. 16.6.2006 05:30
Jafnréttisgleraugu frá Jóni Jón Kristjánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, afhenti Magnúsi Stefánssyni, eftirmanni sínum, svokölluð jafnréttisgleraugu þegar Magnús tók við lyklum að ráðuneytinu í gær. 16.6.2006 05:15
Ljótur blettur á bænum Þegar ekið er inn í Reyðarfjörð má sjá stóran og mikinn ruslahaug sem samanstendur af brotajárni, gömlum dekkjum og ýmsu öðru drasli. Landið, sem er einn hektari að stærð, er í eign Fjarðabyggðar en endurvinnslufyrirtækið Hringrás leigir það af bænum. 16.6.2006 05:15
Hamas vill vopnahlé Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana. 16.6.2006 05:00
Á þriðja þúsund fallnir 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna. 16.6.2006 05:00