Fleiri fréttir Blásýra lak í Saxelfi. Vélabilun í efnaverksmiðju í Tékklandi er sögð hafa valdið því að töluvert af blásýru lak í ánna Saxelfi fyrir rúmri viku. Tékkar hafa varað Þjóðverja við mögulegri hættu af völdum blásýrunnar. 19.1.2006 12:42 Allt á uppleið í Kauphöllinni Lækkun á úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í gær, þegar nær öll skráð fyrirtæki þar lækkuðu, virðist hafa verið skot út í loftið, því allt hefur verið aftur á uppleið í morgun. 19.1.2006 12:37 24 hafa látist úr kulda í frosthörkum í Rússlandi Að minnsta kosti 24 hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um 30 stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frost fer allt niður í 50 stig í Síberíu. 19.1.2006 12:32 Ekki jafn kalt í Kína í þrjá áratugi Miklar vetrarhörkur ógna búfé og villtum dýrum í Norðurvestur-Kína. Frost hefur farið alveg niður í 43 gráður og hefur ekki verið jafn kalt í Kína í þrjá áratugi. 19.1.2006 12:26 Stjórnvöld bregðast við hruni rækjuveiða Stjórnvöld reyna nú að draga úr því áfalli að rækjuveiði í íslenskri lögsögu er hrunin og sú litla rækjuvinnsla, sem enn er stunduð í landi, byggir á erlendu hráefni og ber sig varla lengur. 19.1.2006 12:19 Átök um réttmæti Núpsvirkjunar Innansveitarátök eru hafin í Gnúpverjahreppi um réttmæti Núpsvirkjunar. Oddvitinn segir að slík virkjun í sveitinni sé ekkert meira en stór fjósbygging meðan aðrir segja virkjunina óverjandi ósóma. 19.1.2006 12:12 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Kjaradómslög Straumur álitsgjafa hefur legið inn á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í allan morgun, þar sem reynt er að komast til botns í því hvort lagasetning til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi, stangist á við stjórnarskrána. 19.1.2006 12:02 Handteknir á Spáni fyrir að kaupa barnaklám Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra 33 manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC er talið að fólkið hafi greitt fyrir efni á heimasíðum í Hvíta-Rússlandi og Bandaríkjunum, en lögregla hóf rannsókn á málinu eftir ábendingu frá bandarískum yfirvöldum. 19.1.2006 10:30 Hvalshræ fyrir utan Japanska sendiráðið í Berlín Grænfriðungar mótmæltu vísindahvalveiðum Japana með sérstökum hætti í gærkvöld. Þeir lögðu dauðan hval fyrir utan japanska sendiráðið í Berlín. Sendiráðsstarfsmenn reyndu að koma í veg fyrir mótmælin en gátu það ekki þar sem þau brutu ekki gegn þýskum lögum. 19.1.2006 09:46 Sex konum sleppt úr fangelsi í Írak Yfirvöld í Írak hafa ákveðið að láta sex íraskar konur lausar úr fangelsi þar í landi. Talsmaður íraska dómsmálaráðuneytisins segir þetta ekki tengjast máli bandarískrar blaðakonu sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hafa krafist þess að allar konur sem hafi verið fangelsaðar í Írak verði látnar lausar ellegar myrði þeir blaðkonuna. 19.1.2006 09:45 Sigrún Elsa gefur kost á sér í 2.-4. sætið Sigrún Elsa Smáradóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað til fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. og 12. febrúar næstkomandi. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans síðast liðin tvö kjörtímabil og á sæti í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Ennfremur er Sigrún formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Sigrún Elsa er matvælafræðingur að mennt. 19.1.2006 09:45 Barnaklámsmál á Spáni Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra þrjátíu og þriggja manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu. 19.1.2006 09:38 Vilja leyfa lítil vændishús í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hyggst leyfa rekstur lítilla vændishúsa í þeirri viðleitni að tryggja betur öryggi þeirra áttatíu þúsund vændiskvenna sem starfa í landinu. Samkvæmt fyrirætlan stjórnarinnar mun tvær til þrjár vændiskonur geta fengið leyfi til að starfrækja vændishús. Samhliða þessu verður ráðist harðar gegn vændi á götum úti þar sem viðskiptavinir vændiskvenna eiga yfir höfði sér sektir. 19.1.2006 09:30 Nemendur í framhalds- og háskólum aldrei fleiri 42.200 nemar voru skráðir í framhalds- og háskólalandsins í haust samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla. 19.1.2006 09:13 Reyndu að féfletta skyndibitastað Hjón sem lögðu á ráðin um að féfletta skyndibitastað í Bandaríkjunum, með afskornum fingri í skál af chili, hafa verið dæmd í 9 og 12 ára fangelsi fyrir athæfið. Það var fyrir tæpu ári sem Anna Ayala sagðist hafa bitið í fingurinn þegar hún fékk sér af chilinu á skyndibitastaðnum Wendy´s. 19.1.2006 09:00 Fangelsisvist fyrir að selja boli? Forráðamenn dansks fataframleiðslufyrirtækis gætu átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að setja á markað boli með merkjum tveggja skæruliðahreyfinga, en tæpur fjórðungur söluandvirðis bolanna rennur til hreyfinganna. 19.1.2006 09:00 Miklar vetrarhörkur í Rússlandi Að minnsta kosti tuttugu og fjórir hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um þrjátíu stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frostið fer allt niður í fimmtíu stig í Síberíu. 19.1.2006 08:45 Blásýra lak út í Saxelfi Vélabilun í efnaverksmiðju í borginni Kolin í Tékklandi olli því að töluvert af blásýru lak í ána Saxelfi. Mörg tonn af fiski hafa drepist í ánni en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað tjónið er mikið fyrir fiskimenn á svæðinu. 19.1.2006 08:30 Á miklum hraða innanbæjar á Akureyri Ungur ökumaður með aðeins þriggja vikna gamalt ökuskírteini mældist á tæplega hundrað kílómetra hraða innan bæjar á Akureyri í nótt, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Auk þess var fljúgandi hálka á vettvangi. Hann heldur þó skírteininu en þarf að greiða háa sekt og fær punkta í ökuferilsskýrslu sína. 19.1.2006 08:15 Tíu sérfræðingar á fund nefndar vegna kjaradómsmáls Að minnsta kosti tíu sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa verið kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um kjaradómsfrumvarpið, sem hefst klukkan hálfníu. Hefur Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan ellefu, verið frestað til hálftvö vegna þess. 19.1.2006 08:00 Fjórir bílar ultu í einu Engan sakaði þegar fjórir bílar ultu í einu út af þjóðveginum um Norðurárdal í gær. Það gerðist með þeim hætti að ökumaður bílaflutningabíls, sem var með þrjá bíla á pallinum, sveilgði út í kant til að koma í veg fyrir árekstur við bíl sem kom úir gagnstæðri átt, en missti bílinn út af og hann valt, með hina þrjá með sér. Mikið eignatjón varð og tók nokkurn tíma að tína alla bíla upp á veginn aftur. 19.1.2006 07:45 Útvegsmenn halda rækjukvótanum Útvegsmenn, sem eiga rækjukvóta, munu ekki missa hann þótt þeir nýti hann ekki, jafnvel svo nokkrum árum skipti, og ekki verður innheimt veiðigjald af rækjukvótanum. Þeta er gert í ljósi þess að rækjuveiðarnar hafa hrunið á skömmum tíma og engar vísbendingar eru um hvenær rækjustofninn nær sér á ný. 19.1.2006 07:30 Georgía herðir á aðgerðum gegn fuglaflensu Yfirvöld í Georgíu hafa hert á aðgerðum sínum til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu þar í landi. Ákveðið hefur verið að setja á stofn miðstöð þaðan sem reynt verður að hefta útbreiðslu hins hættulega H5N1 afbrigðis sjúkdómsins í öllum héruðum landsins 19.1.2006 07:30 Enn eitt dauðsfallið af völdum fuglaflensu Óttast er að ellefu ára gömul stelpa hafi látist af völdum fuglaflensu í Austur-Tyrklandi í gær. Talið er að stúlkan hafi sýkst af hinu hættulega H5N1 afbrigði veirunnar. Sýni voru send til höfuðborgarinnar Ankara til að fá þetta staðfest. Stúlkan var yngst 10 systkina og eina stelpan. 19.1.2006 07:15 Segja leikskólakennarar upp? Búist er við að margir leikskólakennarar í Reykjavík og eftilvill víðar, muni segja upp eftir að nefndin, sem borgarstjóri skipaði fyrir jól til að móta tillögur um kjör þeirra fyrir launamálaráðstefnu Sveitarfélaganna, sem haldin verður á morgun, komst ekki að neinni niðurstöðu. Vonast var til að tillögurnar yrðu stefnumótandi fyrir sveitarfélög almennt, en á ráðstefnunni verður ekki reynt að leiða til lykta deilur einstakra hópa við einstök sveitarfélög. 19.1.2006 07:12 Geir fundaði með utanríkisráðherra Bretlands Utanríkisráðherra Bretlands telur ekkert knýja á um að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Á fundi með Geir Haarde í morgun lýsti hann jafnframt ánægju með aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. 18.1.2006 22:36 Fimm keppendur komust áfram Forkeppni fyrir Matreiðslumann ársins fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í dag. Keppnin var hörð í ár sem endranær og matreiðslumennirnir töfruðu fram hverja kræsinguna á fætur annarri. 18.1.2006 22:30 Sameining SBK og Kynnisferða SKB í Keflavík og Kynnisferðir ehf. hafa sameinast en um síðustu áramóti keyptu Kynnisferðir 60% hlutafjár í SBK en áttu fyrir 40%. Í fréttatilkynningu frá Kynnisferðum segir að með sameiningu þessara tveggja félaga er þess vænst að sú góða þjónusta sem SBK hefur veitt Suðurnesjabúum hingað til verði ekki minni en hún hefur verið. SBK mun áfram sjá um akstur strætisvagna, skólabíla og sérleyfisbifreiða milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 18.1.2006 22:23 Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent. 18.1.2006 21:14 Í gæsluvarðhaldi til 10. mars Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Hérðasdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir 18 ára gömlum pilt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Úrskurðurinn um gæsluvarðhald gildir fram til 10. mars næstkomandi. 18.1.2006 20:05 Kristbjörg Kristinsdóttir staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra Halldór Ásgrímson forsætisráðherra boðaði Kristbjörgu Kristinsdóttur, staðarhaldara á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sinn fund í morgun til að kynna fyrir henni skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum og hugmyndir þeirra um framtíðarstarfsemi. 18.1.2006 20:02 Kjararýrnun hjá 90% þjóðarinnar 90% íslensku þjóðarinnar hafa orðið fyrir kjararýrnun vegna aukinnar skattbyrði á síðustu 10 árum. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands og hann segir að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað hér á landi séu einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga áratugi. 18.1.2006 19:15 Alþingi þarf að fara varlega Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að Alþingi verði að fara varlega í að afgreiða frumvarp um kjaradóm og kjaranefnd sem nú liggur fyrir. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis útilokar ekki að það dragist fram yfir helgi að afgreiða frumvarpið. Rísi dómsmál, ef frumvarpið verður að lögum, verða allir starfandi dómarar vanhæfir til að fjalla um málið. 18.1.2006 19:06 Útlit fyrir að fjölmargir leikskólakennarar segji upp störfum Ekkert samkomulag og engar tillögur koma frá samráðshópi um kjaramál leikskólakennara sem ætlað var að leggja fram tillögur um úrbætur á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudag. Vinnuhópurinn hélt sinn síðasta fund í dag og komst ekki að neinni niðurstöðu. 18.1.2006 18:59 Vilja að deilan fari fyrir Öryggisráðið Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa formlega farið fram á að deilan um kjarnorkuáætlun Írana verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Alls óvíst er að það verði samþykkt hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. 18.1.2006 18:45 Neytendasamtökin harma ákvörðun forsætisráðherra Formaður Neytendasamtakanna harmar að forsætisráðherra hafi ekki séð ástæðu til að verða við ósk samtakanna um fulltrúa í nefnd þeirri sem skipuð var til að kanna hátt matvælaverð hér á landi. Formaður samtakanna vonast til að forsætisráðherra endurskoði þá ákvörðun sína. 18.1.2006 18:08 2,7% atvinnuleysi Á fjórða ársfjórðungi 2005 var atvinnuleysi 2,7% en að meðaltali voru 4.400 manns án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára en það var 7,9%. 18.1.2006 17:59 Engin byrði á samfélaginu Gamalt fólk er ekki byrði á samfélaginu segir Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða. En í dag var undirritaður samningur um rannsókn á framlagi eldra fólks til samfélagsins í húsakynnim Félags eldri borgara. 18.1.2006 17:48 Furðar sig á að skýrslur sé teknar af börnum í dómshúsi Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, lýsti á Alþingi í dag yfir furðu sinni á því að meirihluti skýrslna sem tekinn sé af börnum, sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi, fari fram í dómshúsi en ekki Barnahúsi. 18.1.2006 17:03 Össur kaupir Innovation Sports Össur hf. hefur fest kaup á bandaríska stuðningstækinu Innovation Sports, Inc. og er kaupverðið fyrir 38,4 milljónir Bandaríkjadala eða hátt í 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Össuri vegna kaupanna segir að Innovation Sports sé forystufyrirtæki á sviði þróunar og framleiðslu á liðbandaspelkum. Össur tekur við rekstri Innovation Sports frá og með deginum í dag. 18.1.2006 17:00 Fimm vilja stöðuna Fimm umsækjendur um embætti prests í Laugarnesprestakalli. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra auglýsti eftir umsækjendum í desember og er um hálft starf að ræða. 18.1.2006 16:31 Íslensk verkalýðsfélög hyggja á útrás Íslenska verkalýðsfélög hyggja á útrás í kjölfar íslenskra fyrirtækja þar sem styðja á við uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar Eystrasaltsríkjunum. Verkalýðsforkólfar vonast til þess að íslensk fyrirtæki sem starfa í löndunum taki þátt í verkefninu með þeim. 18.1.2006 16:30 Harma að Arnþóri hafi verið sagt upp Stjórn Blindrafélagsins harmar þau málalok hjá Öryrkjabandalagi Íslands að Arnþóri Helgasyni, félagsmanni Blindrafélagsins, skuli hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri bandalagsins. 18.1.2006 16:01 Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. 18.1.2006 15:55 Mikill áhugi fanga að dvelja í Hegningarhúsinu Það skortir síður en svo áhuga hjá föngum að dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í umræðum um undirbúning nýrrar fangelsisbyggingar á Alþingi á fjórða tímanum. Einnig kom fram í máli ráðherrans að hann gerði ráð fyrir að undanþágan sem Hegningarhúsið hefur verið á verði framlengd, en hún rennur út innan skamms. 18.1.2006 15:52 Sjá næstu 50 fréttir
Blásýra lak í Saxelfi. Vélabilun í efnaverksmiðju í Tékklandi er sögð hafa valdið því að töluvert af blásýru lak í ánna Saxelfi fyrir rúmri viku. Tékkar hafa varað Þjóðverja við mögulegri hættu af völdum blásýrunnar. 19.1.2006 12:42
Allt á uppleið í Kauphöllinni Lækkun á úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í gær, þegar nær öll skráð fyrirtæki þar lækkuðu, virðist hafa verið skot út í loftið, því allt hefur verið aftur á uppleið í morgun. 19.1.2006 12:37
24 hafa látist úr kulda í frosthörkum í Rússlandi Að minnsta kosti 24 hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um 30 stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frost fer allt niður í 50 stig í Síberíu. 19.1.2006 12:32
Ekki jafn kalt í Kína í þrjá áratugi Miklar vetrarhörkur ógna búfé og villtum dýrum í Norðurvestur-Kína. Frost hefur farið alveg niður í 43 gráður og hefur ekki verið jafn kalt í Kína í þrjá áratugi. 19.1.2006 12:26
Stjórnvöld bregðast við hruni rækjuveiða Stjórnvöld reyna nú að draga úr því áfalli að rækjuveiði í íslenskri lögsögu er hrunin og sú litla rækjuvinnsla, sem enn er stunduð í landi, byggir á erlendu hráefni og ber sig varla lengur. 19.1.2006 12:19
Átök um réttmæti Núpsvirkjunar Innansveitarátök eru hafin í Gnúpverjahreppi um réttmæti Núpsvirkjunar. Oddvitinn segir að slík virkjun í sveitinni sé ekkert meira en stór fjósbygging meðan aðrir segja virkjunina óverjandi ósóma. 19.1.2006 12:12
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Kjaradómslög Straumur álitsgjafa hefur legið inn á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í allan morgun, þar sem reynt er að komast til botns í því hvort lagasetning til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi, stangist á við stjórnarskrána. 19.1.2006 12:02
Handteknir á Spáni fyrir að kaupa barnaklám Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra 33 manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC er talið að fólkið hafi greitt fyrir efni á heimasíðum í Hvíta-Rússlandi og Bandaríkjunum, en lögregla hóf rannsókn á málinu eftir ábendingu frá bandarískum yfirvöldum. 19.1.2006 10:30
Hvalshræ fyrir utan Japanska sendiráðið í Berlín Grænfriðungar mótmæltu vísindahvalveiðum Japana með sérstökum hætti í gærkvöld. Þeir lögðu dauðan hval fyrir utan japanska sendiráðið í Berlín. Sendiráðsstarfsmenn reyndu að koma í veg fyrir mótmælin en gátu það ekki þar sem þau brutu ekki gegn þýskum lögum. 19.1.2006 09:46
Sex konum sleppt úr fangelsi í Írak Yfirvöld í Írak hafa ákveðið að láta sex íraskar konur lausar úr fangelsi þar í landi. Talsmaður íraska dómsmálaráðuneytisins segir þetta ekki tengjast máli bandarískrar blaðakonu sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hafa krafist þess að allar konur sem hafi verið fangelsaðar í Írak verði látnar lausar ellegar myrði þeir blaðkonuna. 19.1.2006 09:45
Sigrún Elsa gefur kost á sér í 2.-4. sætið Sigrún Elsa Smáradóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað til fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. og 12. febrúar næstkomandi. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans síðast liðin tvö kjörtímabil og á sæti í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Ennfremur er Sigrún formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Sigrún Elsa er matvælafræðingur að mennt. 19.1.2006 09:45
Barnaklámsmál á Spáni Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra þrjátíu og þriggja manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu. 19.1.2006 09:38
Vilja leyfa lítil vændishús í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hyggst leyfa rekstur lítilla vændishúsa í þeirri viðleitni að tryggja betur öryggi þeirra áttatíu þúsund vændiskvenna sem starfa í landinu. Samkvæmt fyrirætlan stjórnarinnar mun tvær til þrjár vændiskonur geta fengið leyfi til að starfrækja vændishús. Samhliða þessu verður ráðist harðar gegn vændi á götum úti þar sem viðskiptavinir vændiskvenna eiga yfir höfði sér sektir. 19.1.2006 09:30
Nemendur í framhalds- og háskólum aldrei fleiri 42.200 nemar voru skráðir í framhalds- og háskólalandsins í haust samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla. 19.1.2006 09:13
Reyndu að féfletta skyndibitastað Hjón sem lögðu á ráðin um að féfletta skyndibitastað í Bandaríkjunum, með afskornum fingri í skál af chili, hafa verið dæmd í 9 og 12 ára fangelsi fyrir athæfið. Það var fyrir tæpu ári sem Anna Ayala sagðist hafa bitið í fingurinn þegar hún fékk sér af chilinu á skyndibitastaðnum Wendy´s. 19.1.2006 09:00
Fangelsisvist fyrir að selja boli? Forráðamenn dansks fataframleiðslufyrirtækis gætu átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að setja á markað boli með merkjum tveggja skæruliðahreyfinga, en tæpur fjórðungur söluandvirðis bolanna rennur til hreyfinganna. 19.1.2006 09:00
Miklar vetrarhörkur í Rússlandi Að minnsta kosti tuttugu og fjórir hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um þrjátíu stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frostið fer allt niður í fimmtíu stig í Síberíu. 19.1.2006 08:45
Blásýra lak út í Saxelfi Vélabilun í efnaverksmiðju í borginni Kolin í Tékklandi olli því að töluvert af blásýru lak í ána Saxelfi. Mörg tonn af fiski hafa drepist í ánni en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað tjónið er mikið fyrir fiskimenn á svæðinu. 19.1.2006 08:30
Á miklum hraða innanbæjar á Akureyri Ungur ökumaður með aðeins þriggja vikna gamalt ökuskírteini mældist á tæplega hundrað kílómetra hraða innan bæjar á Akureyri í nótt, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Auk þess var fljúgandi hálka á vettvangi. Hann heldur þó skírteininu en þarf að greiða háa sekt og fær punkta í ökuferilsskýrslu sína. 19.1.2006 08:15
Tíu sérfræðingar á fund nefndar vegna kjaradómsmáls Að minnsta kosti tíu sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa verið kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um kjaradómsfrumvarpið, sem hefst klukkan hálfníu. Hefur Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan ellefu, verið frestað til hálftvö vegna þess. 19.1.2006 08:00
Fjórir bílar ultu í einu Engan sakaði þegar fjórir bílar ultu í einu út af þjóðveginum um Norðurárdal í gær. Það gerðist með þeim hætti að ökumaður bílaflutningabíls, sem var með þrjá bíla á pallinum, sveilgði út í kant til að koma í veg fyrir árekstur við bíl sem kom úir gagnstæðri átt, en missti bílinn út af og hann valt, með hina þrjá með sér. Mikið eignatjón varð og tók nokkurn tíma að tína alla bíla upp á veginn aftur. 19.1.2006 07:45
Útvegsmenn halda rækjukvótanum Útvegsmenn, sem eiga rækjukvóta, munu ekki missa hann þótt þeir nýti hann ekki, jafnvel svo nokkrum árum skipti, og ekki verður innheimt veiðigjald af rækjukvótanum. Þeta er gert í ljósi þess að rækjuveiðarnar hafa hrunið á skömmum tíma og engar vísbendingar eru um hvenær rækjustofninn nær sér á ný. 19.1.2006 07:30
Georgía herðir á aðgerðum gegn fuglaflensu Yfirvöld í Georgíu hafa hert á aðgerðum sínum til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu þar í landi. Ákveðið hefur verið að setja á stofn miðstöð þaðan sem reynt verður að hefta útbreiðslu hins hættulega H5N1 afbrigðis sjúkdómsins í öllum héruðum landsins 19.1.2006 07:30
Enn eitt dauðsfallið af völdum fuglaflensu Óttast er að ellefu ára gömul stelpa hafi látist af völdum fuglaflensu í Austur-Tyrklandi í gær. Talið er að stúlkan hafi sýkst af hinu hættulega H5N1 afbrigði veirunnar. Sýni voru send til höfuðborgarinnar Ankara til að fá þetta staðfest. Stúlkan var yngst 10 systkina og eina stelpan. 19.1.2006 07:15
Segja leikskólakennarar upp? Búist er við að margir leikskólakennarar í Reykjavík og eftilvill víðar, muni segja upp eftir að nefndin, sem borgarstjóri skipaði fyrir jól til að móta tillögur um kjör þeirra fyrir launamálaráðstefnu Sveitarfélaganna, sem haldin verður á morgun, komst ekki að neinni niðurstöðu. Vonast var til að tillögurnar yrðu stefnumótandi fyrir sveitarfélög almennt, en á ráðstefnunni verður ekki reynt að leiða til lykta deilur einstakra hópa við einstök sveitarfélög. 19.1.2006 07:12
Geir fundaði með utanríkisráðherra Bretlands Utanríkisráðherra Bretlands telur ekkert knýja á um að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Á fundi með Geir Haarde í morgun lýsti hann jafnframt ánægju með aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. 18.1.2006 22:36
Fimm keppendur komust áfram Forkeppni fyrir Matreiðslumann ársins fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í dag. Keppnin var hörð í ár sem endranær og matreiðslumennirnir töfruðu fram hverja kræsinguna á fætur annarri. 18.1.2006 22:30
Sameining SBK og Kynnisferða SKB í Keflavík og Kynnisferðir ehf. hafa sameinast en um síðustu áramóti keyptu Kynnisferðir 60% hlutafjár í SBK en áttu fyrir 40%. Í fréttatilkynningu frá Kynnisferðum segir að með sameiningu þessara tveggja félaga er þess vænst að sú góða þjónusta sem SBK hefur veitt Suðurnesjabúum hingað til verði ekki minni en hún hefur verið. SBK mun áfram sjá um akstur strætisvagna, skólabíla og sérleyfisbifreiða milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 18.1.2006 22:23
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent. 18.1.2006 21:14
Í gæsluvarðhaldi til 10. mars Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Hérðasdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir 18 ára gömlum pilt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Úrskurðurinn um gæsluvarðhald gildir fram til 10. mars næstkomandi. 18.1.2006 20:05
Kristbjörg Kristinsdóttir staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra Halldór Ásgrímson forsætisráðherra boðaði Kristbjörgu Kristinsdóttur, staðarhaldara á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sinn fund í morgun til að kynna fyrir henni skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum og hugmyndir þeirra um framtíðarstarfsemi. 18.1.2006 20:02
Kjararýrnun hjá 90% þjóðarinnar 90% íslensku þjóðarinnar hafa orðið fyrir kjararýrnun vegna aukinnar skattbyrði á síðustu 10 árum. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands og hann segir að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað hér á landi séu einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga áratugi. 18.1.2006 19:15
Alþingi þarf að fara varlega Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að Alþingi verði að fara varlega í að afgreiða frumvarp um kjaradóm og kjaranefnd sem nú liggur fyrir. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis útilokar ekki að það dragist fram yfir helgi að afgreiða frumvarpið. Rísi dómsmál, ef frumvarpið verður að lögum, verða allir starfandi dómarar vanhæfir til að fjalla um málið. 18.1.2006 19:06
Útlit fyrir að fjölmargir leikskólakennarar segji upp störfum Ekkert samkomulag og engar tillögur koma frá samráðshópi um kjaramál leikskólakennara sem ætlað var að leggja fram tillögur um úrbætur á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudag. Vinnuhópurinn hélt sinn síðasta fund í dag og komst ekki að neinni niðurstöðu. 18.1.2006 18:59
Vilja að deilan fari fyrir Öryggisráðið Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa formlega farið fram á að deilan um kjarnorkuáætlun Írana verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Alls óvíst er að það verði samþykkt hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. 18.1.2006 18:45
Neytendasamtökin harma ákvörðun forsætisráðherra Formaður Neytendasamtakanna harmar að forsætisráðherra hafi ekki séð ástæðu til að verða við ósk samtakanna um fulltrúa í nefnd þeirri sem skipuð var til að kanna hátt matvælaverð hér á landi. Formaður samtakanna vonast til að forsætisráðherra endurskoði þá ákvörðun sína. 18.1.2006 18:08
2,7% atvinnuleysi Á fjórða ársfjórðungi 2005 var atvinnuleysi 2,7% en að meðaltali voru 4.400 manns án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára en það var 7,9%. 18.1.2006 17:59
Engin byrði á samfélaginu Gamalt fólk er ekki byrði á samfélaginu segir Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða. En í dag var undirritaður samningur um rannsókn á framlagi eldra fólks til samfélagsins í húsakynnim Félags eldri borgara. 18.1.2006 17:48
Furðar sig á að skýrslur sé teknar af börnum í dómshúsi Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, lýsti á Alþingi í dag yfir furðu sinni á því að meirihluti skýrslna sem tekinn sé af börnum, sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi, fari fram í dómshúsi en ekki Barnahúsi. 18.1.2006 17:03
Össur kaupir Innovation Sports Össur hf. hefur fest kaup á bandaríska stuðningstækinu Innovation Sports, Inc. og er kaupverðið fyrir 38,4 milljónir Bandaríkjadala eða hátt í 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Össuri vegna kaupanna segir að Innovation Sports sé forystufyrirtæki á sviði þróunar og framleiðslu á liðbandaspelkum. Össur tekur við rekstri Innovation Sports frá og með deginum í dag. 18.1.2006 17:00
Fimm vilja stöðuna Fimm umsækjendur um embætti prests í Laugarnesprestakalli. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra auglýsti eftir umsækjendum í desember og er um hálft starf að ræða. 18.1.2006 16:31
Íslensk verkalýðsfélög hyggja á útrás Íslenska verkalýðsfélög hyggja á útrás í kjölfar íslenskra fyrirtækja þar sem styðja á við uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar Eystrasaltsríkjunum. Verkalýðsforkólfar vonast til þess að íslensk fyrirtæki sem starfa í löndunum taki þátt í verkefninu með þeim. 18.1.2006 16:30
Harma að Arnþóri hafi verið sagt upp Stjórn Blindrafélagsins harmar þau málalok hjá Öryrkjabandalagi Íslands að Arnþóri Helgasyni, félagsmanni Blindrafélagsins, skuli hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri bandalagsins. 18.1.2006 16:01
Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. 18.1.2006 15:55
Mikill áhugi fanga að dvelja í Hegningarhúsinu Það skortir síður en svo áhuga hjá föngum að dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í umræðum um undirbúning nýrrar fangelsisbyggingar á Alþingi á fjórða tímanum. Einnig kom fram í máli ráðherrans að hann gerði ráð fyrir að undanþágan sem Hegningarhúsið hefur verið á verði framlengd, en hún rennur út innan skamms. 18.1.2006 15:52