Fleiri fréttir

Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld

Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein.

Lagt á ráðin um að ræna syni Blairs

Bresk lögregla hefur komið upp um ráðabrugg um að ræna Leo, yngsta syni Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands. Breska götublaðið Sun greindi frá þessu í morgun.

Fílabeinsströndin rambar á barmi borgarastyrjaldar

Fílabeinsströndin rambar á barmi borgarastyrjaldar. Þetta segja uppreisnarmenn í landinu en töluvert hefur verið um mótmæli og árásir á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna þar í landi síðustu dag.

Gazprom dregur úr gassölu til Evrópu

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hefur minnkað gasflæði til Ungverjalands og Bosníu-Hersegóvínu svo fyrirtækið geti annað innlendri eftirspurn en afar kalt er í Rússlandi þessa dagana.

Milosevic óskar eftir læknisaðstoð frá Moskvu

Stjórnvöld í Moskvu skoða nú hvort þau geti orðið við beiðni frá Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, þess efnis að hann fái að leita til rússneskra lækna vegna hjartveiki sinnar.

Staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra

Kristbjörg Kristinsdóttir, staðarhaldari á Hótel Valhöll á Þingvöllum, gekk á fund forsætisráðherra fyrir hádegi vegna þeirra hugmynda um að Hótel Valhöll skuli verða rifið að hluta eða öllu leyti. Áform eru uppi um að halda samkeppni um hönnun nýs húss ef ákvörðun um niðurrif verður tekin.

Steingrímur J. Sigfússon boðar til blaðamannafundar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur boðað til blaðamannafundar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi klukkan 15 í dag. NFS mun senda beint út frá fundinum.

Engin þörf fyrir Norðlingaölduveitu

Engin þörf er fyrir Norðlingaölduveitu til að fullnægja raforkuþörf stækkaðs álvers í Straumsvík. Þrjár til fjórar nýjar virkjanir í Þjórsá, sem þegar hafa fengið umhverfismat, gætu fullnægt orkuþörf fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík.

Dómarafélagið gæti farið í mál við ríkið

Dómarafélagið tekur ákvörðun um það hvort farið verði í mál við ríkið vegna laga á Kjaradóm, eftir að Alþingi hefur afgreitt málið frá sér. Dómarar líta það alvarlegum augum ef framkvæmdavaldið, og eftir atvikum löggjafarvaldið, fari að hlutast til um laun sem óháðir aðilar hafa ákveðið.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Vilhjálm Egilsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Vilhjálmur er ráðinn í stað Ara Edwald sem senn tekur við stöðu forstjóra 365 miðla.

Kauphöllinni í Tokyo lokað fyrr en vanalega

Kauphöllinni í Tokyo var lokað í morgun tuttugu mínútum fyrr en venja er. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert en óttast var að tölvukerfið í kauphöllinni kynni að hrynja vegna mikilla viðskipta.

Japönum fækkar

Japönum fækkaði í fyrra, í frysta sinn síðan árið 1945.Fæðingatíðni í landinu fer ört lækkandi og er talið að hún fari allt niður í eitt og eitt fjórða barn á konu á þessu ári, en til samanburðar eignast hver íslensk kona að meðaltali rúmlega tvö börn á ævi sinni.

Hóta að drepa bandarískan blaðamann

Uppreisnarmenn í Írak hafa hótað að taka bandarískan blaðamann sem þeir hafa í haldi af lífi ef ekki verður orðið við kröfum þeirra um að öllum konum í írökskum fangelsum verði sleppt innan þriggja sólarhringa. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi frá þessu í gær og birti myndband af konunni en gaf ekki upp hvernig það hefði borist stöðinni.

Japönum fækkar í fyrsta sinn í rúm 60 ár

Japönum fækkaði í fyrra, í fyrsta sinn síðan árið 1945. Fæðingatíðni í landinu fer ört lækkandi og er talið að hún fari allt niður í 1,25 börn á konu á þessu ári, en til samanburðar eignast hver íslensk kona að meðaltali rúmlega tvö börn á ævi sinni.

Uppreisnarmenn handteknir í Írak

Danskar og írakskar hersveitir handtóku þrjátíu og sex uppreisnarmenn í víðtæku áhlaupi á vígi uppreisnarmanna norðan við borgina Basra í Írak á mánudaginn.

Hjálparstarf í Kasmír lamað

Dynjandi úrkoma og aurskriður hafa lamað hjálparstarf í fjöllum Kasmír síðan um helgina. Eftirlifendur jarðskálftans sem hafast við hátt uppi í fjöllum eru algerlega afskiptir.

Fuglaflensufaraldur getur dregið milljónir til dauða

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims.

Mannfall og mannrán í Írak

Íraskir byssumenn myrtu í morgun tíu lífverði og rændu verkfræðingi frá Malawi í höfuðborginni Baghdad.

Friðargæsluliðar drepnir í Haítí

Tveir jórdanskir friðargæsluliðar voru skotnir til bana og sá þriðji særðist í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær. Ráðist var á þá á varðstöð í borginni en þar hefur verið róstursamt að undanförnu.

Grýlukerti hættuleg

Grýlukerti eru algeng sjón um þessar mundir enda kalt í verði og aðstæður kjörnar til myndunar þeirra. Grýlukerti myndast á húsum sem eru illa einöngruð og oftast við sperrur og þök. Þau myndast þegar nægjanlega hlýtt loft streymir út og bræðir snjó í dropa sem svo falla.

Snjóflóð féllu í Óshlíð

Ófært er um Óshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóða eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður, ófært og stórhríð á fjallvegum, þungfært og stórhríð með ströndinni.

Bandarísk blaðakona í haldi andspyrnumanna

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gærkvöldi myndband sem sýnir bandaríska blaðakonu sem er í haldi andspyrnumanna í Írak. Ekkert hafði heyrst til Jill Carroll síðan henni var rænt 7. janúar síðastliðinn í Bagdað. Myndbandið er um 20 sekúndur. Með því fylgdu þau skilaboð að bandarísk stjórnvöld hefðu 3 sólahringa til að láta lausar þær írösku konur sem væru í fangelsi í Írak ellegar yrði blaðakonan myrt.

Fuglaflensa hugsanlega komin upp í Írak

Grunur leikur á að mannskæði stofn fuglaflensunnar sé kominn upp í norðurhluta Íraks. Embættismaður úr röðum Kúrda sagði í morgun að verið væri að rannsaka hvort rekja mætti nýlegt dauðsdall í Norður-Írak til fuglaflensunnar.

Blint í éljum á Reykjanesbrautinni

Mjög blint er í éljum á Reykjanesbrautinni og hafa ökumenn lent í vandræðum nú undir morgun. Einn bíll fór út af á sjöunda tímanum og björgunarsveit var kölluð út til að hjálpa fólki í bíl, sem lenti útaf á Sandgerðisvegi. Þá hefur fólk lenti í vandræðum vegna ófærðar við Grindavík. Þá gátu snjóruðningsmenn ekkert aðhafst á norðaustanveðrinu í gærkvöldi vegna óveðurs og er þar víða ófært

Eyða kókaplöntum í Kólombíu

Þúsundir hermanna voru sendir í þjóðgarð í Mið-Kólumbíu í gær til að eyða kóka plöntum sem þar eru að finna og notaðar eru til kókaínframleiðslu. Svæðið þar sem plönturnar er að finna er 4.600 hektarar og ráða FARC skæruliðar þar lögum og lofum.

Dómstóll í Tælandi dæmir tvo menn

Dómstóll í Tælandi hefur sakfellt tvo þarlenda fiskimenn fyrir að hafa nauðgað og myrt breskum ferðamanni. Mennirnir, sem eru báðir á þrítugsaldri, réðust á rétt rúmlega tvítuga konu á ferðamannaströnd á eyjunni Koh Samui. Mennirnir eiga yfir höfði sér dauðadóm og hefur Tahksin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, hvatt til þess að þeir hljóti þyngstu refsingu fyrir ódæðið. Glæpurinn hafi skaðað ímynd landsins og kunni að hafa afar slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Tælandi.

Varað við fuglaflensufaraldri í heiminum

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til þess að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims.

Leyfa líknardráp

Hæstiréttur í Bandaríkjunum staðfesti í gær lög sem leyfa læknum í Oregon ríki að aðstoða dauðvona sjúklingum að deyja. Þar með hafnaði rétturinn tilraunum Bush Bandaríkjaforseta til að refsa læknunum og banna þeim að fremja líknardráp. Sex dómarar af níu staðfestu lögin en meðal þeirra þriggja sem voru í minnihluta var John Roberts, nýskipaður forseti réttarins. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta

Hagnaður eykst um 135%

Hagnaður 16 helstu félaganna í Kauphöll Íslands, fyrir utan KB banka, eykst um 135% á milli áranna 2004 og 2005 að mati Greiningadeildar KB banka. Í spá bankans er gert ráð fyrir mun minni aukningu á árinu 2006.

Tómas Zoega segir hugsanlega upp á Landspítalanum

Tómas Zoega geðlæknir mun hugsanlega segja upp störfum hjá Landspítalanum ef Hæstiréttur staðfestir ekki dóm héraðsdóms í máli hans gegn spítalanum. Hann segir yfirstjórn spítalans hafa farið offari í málinu.

Dynjandi úrkoma og aurskriður í fjöllum Kasmírs

Dynjandi úrkoma og aurskriður hafa lamað hjálparstarf í fjöllum Kasmír-héraðs síðan um helgina. Eftirlifendur jarðskálftans sem hafast við hátt uppi í fjöllum eru algerlega afskiptir.

Styrktartónleikar skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum

Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum. Tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ 29. desember síðastliðinn. Auk þess voru lagðar tvöhundruð og áttatíu þúsund inn á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana.

Eru nagladekk óþörf?

Sérfræðingar Framkvæmda- og Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vilja leggja gjald á notkun nagladekkja.

Stormviðvörun á Norðausturlandi fram á kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir norðaustanvert landið fram á kvöld með 18-25 m/s, snjókomu og skafrenning. Seinna í kvöld á svo að lægja og rofa til.

Sjá næstu 50 fréttir