Fleiri fréttir Eurovision draumurinn úti Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi. 19.5.2005 00:01 Viðgerð á ljósleiðara lokið um miðnætti Gert er ráð fyrir að búið verði að tryggja net og símasamband viðskiptavina Og Vodafone í Mosfellsbæ upp úr miðnætti. Um svipað leyti verður búið að koma á DSL sambandi að nýju á Akranesi. Ljósleiðari var grafinn í sundur við tengivirki nærri Iðntæknistofnun um klukkan 20 sem hafði áhrif á net- og símasamband í Mosfellsbæ og DSL samband á Akranesi. Viðgerð hefur staðið yfir í kvöld og miðar vel áfram. 19.5.2005 00:01 Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið bannaði að ættleiða barn, kvaðst fyrir dómi í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, líkt og einhleypu fólki sé skylt að gera. 19.5.2005 00:01 Ragnar átelur dómsmálaráðuneytið "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðruvísi en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður konu sem synjað hefur verið um að ættleiða barn frá Kína. 19.5.2005 00:01 Nýr formaður hundaræktenda Aðalfundur Hundaræktunarfélags Íslands fór fram í gær. Jóna Th. Viðarsdóttir var kjörin formaður félagsins eftir að hafa fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 74 prósentum. 19.5.2005 00:01 Skattsvik tengd Lífsstíl Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. 19.5.2005 00:01 Tilraun til líkamsárásar Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 10 mánaða fangelsi, en skilorðsbatt átta mánuði af refsivistinni í þrjú ár. Maðurinn var dæmdur fyrir "tilraun til líkamsárásar með hnífi" á veitingastað í Hafnarstræti í Reykjavík. 19.5.2005 00:01 Þrír mánuðir í fangelsi fyrir árás Dráttur rannsóknar lögreglu á líkamsárás og breytingar til hins betra hjá árásarmanni urðu til þess að 15 mánuðir af 18 mánaða fangelsisdómi voru skilorðsbundnir í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. 19.5.2005 00:01 Íslensk rannsókn vekur athygli Íslensk rannsókn synir að hófdrykkja dregur úr líkum á skýmyndun á auga en reykingar auka þær og sömuleiðis vinna úti undir beru lofti. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli og meðal annars verið kynntar í virtum læknatímaritum austan hafs og vestan. 19.5.2005 00:01 Heimsókn á Kínamúrinn Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun og gengu nokkurn spöl eftir honum í fallegu veðri. Múrinn er alls um 6700 kílómetrar að lengd og talið eitt mesta mannvirki heims. Múrinn á sér 2000 ára gamla sögu en mestur hluti hans sem enn stendur var reistur á 15. öld á tímum Ming keisaraveldisins. 18.5.2005 00:01 Heimsóknir í fyrirtæki Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur lagt mikið uppúr stuðningi við íslensk fyrirtæki í Kínaferð sinni, eins og í mörgum fyrri ferðum. Hann fagnaði í dag undirritun 15 milljóna dollara samnings um viðhald á 11 Boeing 747 flugvélum Atlanta og Avion Group. 18.5.2005 00:01 Ræddi mannréttindi við Hu Jintao Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í Höll alþýðunnar í dag. Ólafur Ragnar sagði í samtali við fréttamenn eftir fundinn að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar. Honum hefði komið á óvart hversu vel forseti Kína hefði verið inni í málum þeirra íslensku fyrirtækja sem bar á góma í viðræðunum. 18.5.2005 00:01 Viðskiptasamningar við Kína Björgólfur Thor Björgólfsson undiritaði samstarfssamning Novator símafyrirtækis við kínverska símtækniframleiðandann Huawei, að viðstöddum forsetum Kína og Íslands, þeim Hu Jintao og Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar í Beijing í dag. 18.5.2005 00:01 Hálfs árs fangelsi fyrir pyntingar Bandarískur herdómstóll dæmdi í gær bandarískan hermann í sex mánaða fangelsi fyrir pyntingar á föngum við Abu Ghraib fangelsið. Hin 27 ára gamla Sabrina Harman tengdi meðal annars rafmangssnúrur við fanga og vöktu myndir af því óhug um alla heimsbyggðina. Saksóknarar kröfðust þriggja ára fangelsis en dómstólnum þótti hálft ár nægileg refsing. 18.5.2005 00:01 Hryðjuverkaleiðsögn á heimasíðum Uppreisnarmenn í Írak halda úti heimasíðum þar sem ungum mönnum er leiðbeint hvernig sé auðveldast að fremja hryðjuverk og valda sem mestu manntjóni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska varnarmála ráðuneytisins sem send hefur verið til yfirmanna bandaríska hersins í Írak. 18.5.2005 00:01 Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. 18.5.2005 00:01 Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. 18.5.2005 00:01 150 enn saknað eftir ferjuslys Enn er 150 manns saknað eftir að ferja sökk í Bangladess á þriðjudag en alls voru 200 manns á ferjunni. Miklir vindar hafa verið á svæðinu og þykir björgunarmönnum ólíklegt að einhverjir finnist á lífi. Ferjuslys eru tíð í Bangladess og deyja hundruð manna á hverju ári vegna þeirra en fáar ferjur hafa þann björgunarbúnað sem æskilegur er og virða eigendur ferjanna í fæstum tilfellum veðurspár og reglur. 18.5.2005 00:01 Tveir létust í sjálfsmorðsárás Tveir írakskir lögreglumenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás nærri borginni Baiji í Írak í morgun. Alls hafa um fimm hundruð manns látist í árásum uppreisnarmanna í Írak það sem af er þessum mánuði. 18.5.2005 00:01 Kúbverskur útlagi handtekinn Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið kúbverska útlagann Luis Posada Carriles sem sakaður er um að hafa skipulagt sprengjuárás á flugvél fyrir þremur áratugum, sem varð tæplega áttatíu manns að bana. Ríkisstjórn Fidels Castros hefur undanfarið gagnrýnt stjórnvöld í Bandaríkjunum fyrir tvískinnung í baráttunni gegn hryðjuverkum og krafist framsals Carriles til Kúbu. 18.5.2005 00:01 Fótbrotnaði í göngu á Esjunni Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að bjarga konu úr hlíðum Esju. Konan hafði verið á göngu í fjallinu og fótbrotnað. Sveitirnar voru kallaðar út klukkan rúmlega tíu og fóru tíu menn á staðinn. Búið var að koma konunni niður og í sjúkrabíl liðlega hálftíma síðar og var hún flutt á slysadeild. 18.5.2005 00:01 Mannskætt bílslys á Nýja-Sjálandi Átta manns létust og einn slasaðist alvarlega þegar sendibifreið með alls níu ferðamenn og vörubíll skullu saman á Nýja-Sjálandi í morgun. Ökumaður vörubílsins slasaðist þó ekki og var hann færður á lögreglustöðina þar sem hann var yfirheyrður. Mikil rigning var þegar slysið varð og því hált og segir lögreglan það hafa orsakað slysið. Þetta er alvarlegasta bílslys á Nýja-Sjálandi síðan árið 1995. 18.5.2005 00:01 Enn skjálftar út af Reykjanesi Nokkur skjálftavirkni er enn suður af Reykjanesi, rúmri viku eftir að hún hófst. Síðasta sólarhring hefur verið þar um tugur skjálfta, sá öflugasti 3,2 á Richter. Sem fyrr urðu þeir við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku töldu sérfræðingar á Veðurstofu Íslands þá ekki boða eldgos eða aðrar hamfarir. 18.5.2005 00:01 Fyrsta flug til San Francisco Beint flug frá Keflavík til San Francisco hefst í dag og verða farnar fjórar ferðir í viku fram í október. Langdræg breiðþota verður notuð í þetta flug. Meðal farþega í dag verða forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík en þau taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. 18.5.2005 00:01 Erindrekum hleypt inn í Andijan Stjórnvöld í Úsbekistan leyfðu í dag erlendum erindrekum að heimsækja borgina Andijan þar sem mikið mannfall varð í síðustu viku. Erindrekarnir fengu þó ekki að sjá sjálfan vígvöllinn. Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir að íslamskir öfgamenn beri ábyrgð á drápunum. Sjónarvottar segja hins vegar að stjórnarher landsins hafi skotið á óvopnaða óbreytta borgara sem hafi safnast saman til friðsamlegra mótmæla. 18.5.2005 00:01 Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. 18.5.2005 00:01 Játning liggur ekki enn fyrir Játning mannsins sem stakk annan mann til bana með hnífi í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudag liggur enn ekki fyrir. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, hafa engar yfirheyrslur farið fram í dag, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað. Hann gat ekki sagt fyrir um hvenær yfirheyrslur hæfust en maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 18.5.2005 00:01 Zarqawi hafi viljað fleiri árásir Bandaríska herstjórnin í Írak segir að hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi hafi fyrirskipað aukningu á bílasprengjuárásum á fundi sem haldinn var í Sýrlandi. 18.5.2005 00:01 Meiri afli en minni verðmæti Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Aukningin nemur tæpum 40 prósentum í tonnum talið. Aflaverðmætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði miðað við aflaverðmætið í fyrra. 18.5.2005 00:01 Sagður franskur götutónlistarmaður Pólskur látbragðsleikari segir að dularfulli píanóleikarinn, sem skaut upp kollinum í Bretlandi fyrir mánuði, sé götutónlistarmaður frá Suður-Frakklandi. 18.5.2005 00:01 Ávarpaði stúdenta í Peking Lýðræðið er lykillinn að framþróun, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sem í dag ræddi við nemendur í Pekingháskóla um kosti lýðræðis og einkavæðingar. 18.5.2005 00:01 Ísland beini kröftum að Taívan Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. 18.5.2005 00:01 Viðbúnaður vegna prófaloka Mikill viðbúnaður er í dag, lokadag samræmdra prófa, og hafa lögregla og ýmis samtök tekið saman höndum. Tíundu bekkingum verður m.a. boðið í ferðir og upp á ýmsa aðra afþreyingu til að fagna próflokunum. 18.5.2005 00:01 Sprenging í námu í Síberíu Tveggja námumanna er saknað eftir metangassprengingu í kolanámu í Síberíu í Rússlandi í morgun. Ellefu námuverkamenn voru nærri staðnum þar sem sprengingin varð en níu þeirra tókst að komast út og voru fjórir þeirra slasaðir. Alls voru 132 í kolanámunni og voru allir kallaðir út í kjölfar atvikins. Námuslys eru tíð í Rússlandi en að minnsta kosti 66 náumverkamenn létust í tveimur slysum í Síberíu fyrr á árinu. 18.5.2005 00:01 Freysteinn fær hvatningarverðlaun Dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, fékk í morgun hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Freysteinn er vel þekktur á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eldfjallavöktun. 18.5.2005 00:01 Vara við óheftri stóriðju Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að halda áfram á braut óheftrar stóriðju á landinu. Mælst er til þess að öllum frekari stóriðjuskuldbindingum verði frestað fram yfir næstu kosningar. Vinstri - grænir segja stjórnvöld nú kynda undir hömlulausri útþenslu stóriðju og telja ruðningsáhrifin af þeirri þróun á aðra hluta atvinnulífsins verða alvarleg. 18.5.2005 00:01 ÍE prófar nýtt asmalyf Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við asma og að fyrsti sjúklingurinn hafi þegar hafið lyfjatöku. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsökum asma. Lyfið var upphaflega þróað við öðrum sjúkdómi af öðru lyfjafyrirtæki. 18.5.2005 00:01 Talibanaráðherra í framboð Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn talibana í Afganistan hefur ákveðið að bjóða sig fram til þings í kosningum sem fram fara í september. Wakil Ahmed Muttawakil gegndi embætti utanríkisráðherra Afganistans þegar talibanar fóru með völdin en var handtekinn þegar Bandaríkjamenn réðust inn í landið síðla árs 2001 í kjölfar árásanna 11. september. 18.5.2005 00:01 Stóri draumurinn og launaþróun Bechtel greiðir lægri laun en Impregilo - Mun stóri draumur Austfirðinga snarlækka laun á vinnumarkaði hérlendis? 18.5.2005 00:01 Æ fleiri börn í öryggisbúnaði Á hverju ári slasast 35 til 40 börn 6 ára og yngri sem farþegar í bílum. Í nýrri könnun Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og Umferðarstofu á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum kemur í ljós að ástandið hefur batnað til muna undanfarinn áratug. Árið 1997 voru 32 prósent barna ekki með neinn öryggisbúnað í bílnum þegar þeim var ekið í leikskólann en í ár var þetta hlutfall 5,3 prósent. 18.5.2005 00:01 Dettifossmálið Hver er "ónefndi vitorðsmaðurinn"? - Höfuðpaurar Dettifossmálsins víðsfjarri þegar málið fór í dóm. 18.5.2005 00:01 Meira veitt en í fyrra Umtalsvert meira hefur veiðst af ýsu, ufsa, karfa og steinbít á fyrstu mánuðum þessa árs samanborið við sömu mánuði í fyrra. Nemur aukningin um og yfir 20 prósentum á þessum fjórum tegundum. 18.5.2005 00:01 Málverkum stolið af kaffihúsi Tveimur málverkum sem stolið var af kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði um helgina var skilað í dag. Fyrra málverkinu var stolið á föstudagskvöldið og því seinna á laugardagskvöldið en bæði kvöldin var uppákoma á kaffihúsinu og húsfyllir. Að sögn ráðamanna Langa Manga verður ekki gripið til frekari aðgerða vegna þjófnaðarins þar sem sá sem í hlut á sá að sér og sendi myndirnar til baka í pósti frá Reykjavík. 18.5.2005 00:01 Handsprengja hafi verið virk Bandaríska alríkislögreglan, FBI, greindi frá því í dag að handsprengja, sem kastað hefði verið í átt að George Bush Bandaríkjaforseta við hátíðahöld í Tíblisi í Georgíu í síðustu viku, hefði verið virk en ekki sprungið vegna bilunar. Handsprengjunni var varpað í átt að forsetanum þegar hann hélt ræðu á Frelsistorginu í Tíblisi og lenti hún um 30 metra frá honum. 18.5.2005 00:01 Ítalskur hjálparstarfsmaður á lífi Ítalskur hjálparstarfsmaður, sem rænt var í Kabúl í Afganistan á mánudaginn var, er á lífi. Frá þessu greindu afgönsk yfirvöld í dag. Mannræningjarnir höfðu samband við yfirvöld í gær og fékk hin 32 ára Clementina Cantoni, sem er í Afganistan á vegum alþjóðlegu hjálparsamtakanna CARE, að greina frá því í símann að ekkert amaði að henni. 18.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Eurovision draumurinn úti Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi. 19.5.2005 00:01
Viðgerð á ljósleiðara lokið um miðnætti Gert er ráð fyrir að búið verði að tryggja net og símasamband viðskiptavina Og Vodafone í Mosfellsbæ upp úr miðnætti. Um svipað leyti verður búið að koma á DSL sambandi að nýju á Akranesi. Ljósleiðari var grafinn í sundur við tengivirki nærri Iðntæknistofnun um klukkan 20 sem hafði áhrif á net- og símasamband í Mosfellsbæ og DSL samband á Akranesi. Viðgerð hefur staðið yfir í kvöld og miðar vel áfram. 19.5.2005 00:01
Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið bannaði að ættleiða barn, kvaðst fyrir dómi í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, líkt og einhleypu fólki sé skylt að gera. 19.5.2005 00:01
Ragnar átelur dómsmálaráðuneytið "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðruvísi en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður konu sem synjað hefur verið um að ættleiða barn frá Kína. 19.5.2005 00:01
Nýr formaður hundaræktenda Aðalfundur Hundaræktunarfélags Íslands fór fram í gær. Jóna Th. Viðarsdóttir var kjörin formaður félagsins eftir að hafa fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 74 prósentum. 19.5.2005 00:01
Skattsvik tengd Lífsstíl Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. 19.5.2005 00:01
Tilraun til líkamsárásar Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 10 mánaða fangelsi, en skilorðsbatt átta mánuði af refsivistinni í þrjú ár. Maðurinn var dæmdur fyrir "tilraun til líkamsárásar með hnífi" á veitingastað í Hafnarstræti í Reykjavík. 19.5.2005 00:01
Þrír mánuðir í fangelsi fyrir árás Dráttur rannsóknar lögreglu á líkamsárás og breytingar til hins betra hjá árásarmanni urðu til þess að 15 mánuðir af 18 mánaða fangelsisdómi voru skilorðsbundnir í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. 19.5.2005 00:01
Íslensk rannsókn vekur athygli Íslensk rannsókn synir að hófdrykkja dregur úr líkum á skýmyndun á auga en reykingar auka þær og sömuleiðis vinna úti undir beru lofti. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli og meðal annars verið kynntar í virtum læknatímaritum austan hafs og vestan. 19.5.2005 00:01
Heimsókn á Kínamúrinn Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun og gengu nokkurn spöl eftir honum í fallegu veðri. Múrinn er alls um 6700 kílómetrar að lengd og talið eitt mesta mannvirki heims. Múrinn á sér 2000 ára gamla sögu en mestur hluti hans sem enn stendur var reistur á 15. öld á tímum Ming keisaraveldisins. 18.5.2005 00:01
Heimsóknir í fyrirtæki Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur lagt mikið uppúr stuðningi við íslensk fyrirtæki í Kínaferð sinni, eins og í mörgum fyrri ferðum. Hann fagnaði í dag undirritun 15 milljóna dollara samnings um viðhald á 11 Boeing 747 flugvélum Atlanta og Avion Group. 18.5.2005 00:01
Ræddi mannréttindi við Hu Jintao Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í Höll alþýðunnar í dag. Ólafur Ragnar sagði í samtali við fréttamenn eftir fundinn að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar. Honum hefði komið á óvart hversu vel forseti Kína hefði verið inni í málum þeirra íslensku fyrirtækja sem bar á góma í viðræðunum. 18.5.2005 00:01
Viðskiptasamningar við Kína Björgólfur Thor Björgólfsson undiritaði samstarfssamning Novator símafyrirtækis við kínverska símtækniframleiðandann Huawei, að viðstöddum forsetum Kína og Íslands, þeim Hu Jintao og Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar í Beijing í dag. 18.5.2005 00:01
Hálfs árs fangelsi fyrir pyntingar Bandarískur herdómstóll dæmdi í gær bandarískan hermann í sex mánaða fangelsi fyrir pyntingar á föngum við Abu Ghraib fangelsið. Hin 27 ára gamla Sabrina Harman tengdi meðal annars rafmangssnúrur við fanga og vöktu myndir af því óhug um alla heimsbyggðina. Saksóknarar kröfðust þriggja ára fangelsis en dómstólnum þótti hálft ár nægileg refsing. 18.5.2005 00:01
Hryðjuverkaleiðsögn á heimasíðum Uppreisnarmenn í Írak halda úti heimasíðum þar sem ungum mönnum er leiðbeint hvernig sé auðveldast að fremja hryðjuverk og valda sem mestu manntjóni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska varnarmála ráðuneytisins sem send hefur verið til yfirmanna bandaríska hersins í Írak. 18.5.2005 00:01
Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. 18.5.2005 00:01
Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. 18.5.2005 00:01
150 enn saknað eftir ferjuslys Enn er 150 manns saknað eftir að ferja sökk í Bangladess á þriðjudag en alls voru 200 manns á ferjunni. Miklir vindar hafa verið á svæðinu og þykir björgunarmönnum ólíklegt að einhverjir finnist á lífi. Ferjuslys eru tíð í Bangladess og deyja hundruð manna á hverju ári vegna þeirra en fáar ferjur hafa þann björgunarbúnað sem æskilegur er og virða eigendur ferjanna í fæstum tilfellum veðurspár og reglur. 18.5.2005 00:01
Tveir létust í sjálfsmorðsárás Tveir írakskir lögreglumenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás nærri borginni Baiji í Írak í morgun. Alls hafa um fimm hundruð manns látist í árásum uppreisnarmanna í Írak það sem af er þessum mánuði. 18.5.2005 00:01
Kúbverskur útlagi handtekinn Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið kúbverska útlagann Luis Posada Carriles sem sakaður er um að hafa skipulagt sprengjuárás á flugvél fyrir þremur áratugum, sem varð tæplega áttatíu manns að bana. Ríkisstjórn Fidels Castros hefur undanfarið gagnrýnt stjórnvöld í Bandaríkjunum fyrir tvískinnung í baráttunni gegn hryðjuverkum og krafist framsals Carriles til Kúbu. 18.5.2005 00:01
Fótbrotnaði í göngu á Esjunni Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að bjarga konu úr hlíðum Esju. Konan hafði verið á göngu í fjallinu og fótbrotnað. Sveitirnar voru kallaðar út klukkan rúmlega tíu og fóru tíu menn á staðinn. Búið var að koma konunni niður og í sjúkrabíl liðlega hálftíma síðar og var hún flutt á slysadeild. 18.5.2005 00:01
Mannskætt bílslys á Nýja-Sjálandi Átta manns létust og einn slasaðist alvarlega þegar sendibifreið með alls níu ferðamenn og vörubíll skullu saman á Nýja-Sjálandi í morgun. Ökumaður vörubílsins slasaðist þó ekki og var hann færður á lögreglustöðina þar sem hann var yfirheyrður. Mikil rigning var þegar slysið varð og því hált og segir lögreglan það hafa orsakað slysið. Þetta er alvarlegasta bílslys á Nýja-Sjálandi síðan árið 1995. 18.5.2005 00:01
Enn skjálftar út af Reykjanesi Nokkur skjálftavirkni er enn suður af Reykjanesi, rúmri viku eftir að hún hófst. Síðasta sólarhring hefur verið þar um tugur skjálfta, sá öflugasti 3,2 á Richter. Sem fyrr urðu þeir við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku töldu sérfræðingar á Veðurstofu Íslands þá ekki boða eldgos eða aðrar hamfarir. 18.5.2005 00:01
Fyrsta flug til San Francisco Beint flug frá Keflavík til San Francisco hefst í dag og verða farnar fjórar ferðir í viku fram í október. Langdræg breiðþota verður notuð í þetta flug. Meðal farþega í dag verða forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík en þau taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. 18.5.2005 00:01
Erindrekum hleypt inn í Andijan Stjórnvöld í Úsbekistan leyfðu í dag erlendum erindrekum að heimsækja borgina Andijan þar sem mikið mannfall varð í síðustu viku. Erindrekarnir fengu þó ekki að sjá sjálfan vígvöllinn. Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir að íslamskir öfgamenn beri ábyrgð á drápunum. Sjónarvottar segja hins vegar að stjórnarher landsins hafi skotið á óvopnaða óbreytta borgara sem hafi safnast saman til friðsamlegra mótmæla. 18.5.2005 00:01
Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. 18.5.2005 00:01
Játning liggur ekki enn fyrir Játning mannsins sem stakk annan mann til bana með hnífi í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudag liggur enn ekki fyrir. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, hafa engar yfirheyrslur farið fram í dag, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað. Hann gat ekki sagt fyrir um hvenær yfirheyrslur hæfust en maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 18.5.2005 00:01
Zarqawi hafi viljað fleiri árásir Bandaríska herstjórnin í Írak segir að hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi hafi fyrirskipað aukningu á bílasprengjuárásum á fundi sem haldinn var í Sýrlandi. 18.5.2005 00:01
Meiri afli en minni verðmæti Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Aukningin nemur tæpum 40 prósentum í tonnum talið. Aflaverðmætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði miðað við aflaverðmætið í fyrra. 18.5.2005 00:01
Sagður franskur götutónlistarmaður Pólskur látbragðsleikari segir að dularfulli píanóleikarinn, sem skaut upp kollinum í Bretlandi fyrir mánuði, sé götutónlistarmaður frá Suður-Frakklandi. 18.5.2005 00:01
Ávarpaði stúdenta í Peking Lýðræðið er lykillinn að framþróun, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sem í dag ræddi við nemendur í Pekingháskóla um kosti lýðræðis og einkavæðingar. 18.5.2005 00:01
Ísland beini kröftum að Taívan Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. 18.5.2005 00:01
Viðbúnaður vegna prófaloka Mikill viðbúnaður er í dag, lokadag samræmdra prófa, og hafa lögregla og ýmis samtök tekið saman höndum. Tíundu bekkingum verður m.a. boðið í ferðir og upp á ýmsa aðra afþreyingu til að fagna próflokunum. 18.5.2005 00:01
Sprenging í námu í Síberíu Tveggja námumanna er saknað eftir metangassprengingu í kolanámu í Síberíu í Rússlandi í morgun. Ellefu námuverkamenn voru nærri staðnum þar sem sprengingin varð en níu þeirra tókst að komast út og voru fjórir þeirra slasaðir. Alls voru 132 í kolanámunni og voru allir kallaðir út í kjölfar atvikins. Námuslys eru tíð í Rússlandi en að minnsta kosti 66 náumverkamenn létust í tveimur slysum í Síberíu fyrr á árinu. 18.5.2005 00:01
Freysteinn fær hvatningarverðlaun Dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, fékk í morgun hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Freysteinn er vel þekktur á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eldfjallavöktun. 18.5.2005 00:01
Vara við óheftri stóriðju Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að halda áfram á braut óheftrar stóriðju á landinu. Mælst er til þess að öllum frekari stóriðjuskuldbindingum verði frestað fram yfir næstu kosningar. Vinstri - grænir segja stjórnvöld nú kynda undir hömlulausri útþenslu stóriðju og telja ruðningsáhrifin af þeirri þróun á aðra hluta atvinnulífsins verða alvarleg. 18.5.2005 00:01
ÍE prófar nýtt asmalyf Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við asma og að fyrsti sjúklingurinn hafi þegar hafið lyfjatöku. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsökum asma. Lyfið var upphaflega þróað við öðrum sjúkdómi af öðru lyfjafyrirtæki. 18.5.2005 00:01
Talibanaráðherra í framboð Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn talibana í Afganistan hefur ákveðið að bjóða sig fram til þings í kosningum sem fram fara í september. Wakil Ahmed Muttawakil gegndi embætti utanríkisráðherra Afganistans þegar talibanar fóru með völdin en var handtekinn þegar Bandaríkjamenn réðust inn í landið síðla árs 2001 í kjölfar árásanna 11. september. 18.5.2005 00:01
Stóri draumurinn og launaþróun Bechtel greiðir lægri laun en Impregilo - Mun stóri draumur Austfirðinga snarlækka laun á vinnumarkaði hérlendis? 18.5.2005 00:01
Æ fleiri börn í öryggisbúnaði Á hverju ári slasast 35 til 40 börn 6 ára og yngri sem farþegar í bílum. Í nýrri könnun Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og Umferðarstofu á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum kemur í ljós að ástandið hefur batnað til muna undanfarinn áratug. Árið 1997 voru 32 prósent barna ekki með neinn öryggisbúnað í bílnum þegar þeim var ekið í leikskólann en í ár var þetta hlutfall 5,3 prósent. 18.5.2005 00:01
Dettifossmálið Hver er "ónefndi vitorðsmaðurinn"? - Höfuðpaurar Dettifossmálsins víðsfjarri þegar málið fór í dóm. 18.5.2005 00:01
Meira veitt en í fyrra Umtalsvert meira hefur veiðst af ýsu, ufsa, karfa og steinbít á fyrstu mánuðum þessa árs samanborið við sömu mánuði í fyrra. Nemur aukningin um og yfir 20 prósentum á þessum fjórum tegundum. 18.5.2005 00:01
Málverkum stolið af kaffihúsi Tveimur málverkum sem stolið var af kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði um helgina var skilað í dag. Fyrra málverkinu var stolið á föstudagskvöldið og því seinna á laugardagskvöldið en bæði kvöldin var uppákoma á kaffihúsinu og húsfyllir. Að sögn ráðamanna Langa Manga verður ekki gripið til frekari aðgerða vegna þjófnaðarins þar sem sá sem í hlut á sá að sér og sendi myndirnar til baka í pósti frá Reykjavík. 18.5.2005 00:01
Handsprengja hafi verið virk Bandaríska alríkislögreglan, FBI, greindi frá því í dag að handsprengja, sem kastað hefði verið í átt að George Bush Bandaríkjaforseta við hátíðahöld í Tíblisi í Georgíu í síðustu viku, hefði verið virk en ekki sprungið vegna bilunar. Handsprengjunni var varpað í átt að forsetanum þegar hann hélt ræðu á Frelsistorginu í Tíblisi og lenti hún um 30 metra frá honum. 18.5.2005 00:01
Ítalskur hjálparstarfsmaður á lífi Ítalskur hjálparstarfsmaður, sem rænt var í Kabúl í Afganistan á mánudaginn var, er á lífi. Frá þessu greindu afgönsk yfirvöld í dag. Mannræningjarnir höfðu samband við yfirvöld í gær og fékk hin 32 ára Clementina Cantoni, sem er í Afganistan á vegum alþjóðlegu hjálparsamtakanna CARE, að greina frá því í símann að ekkert amaði að henni. 18.5.2005 00:01