Fleiri fréttir Þrettán fórust með herflugvél Þrettán fórust þegar herflugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í suðurhluta Sambíu í dag. Vélin hafði flogið með mat og aðrar nauðþurftir til bæjarins Mongu, þar sem mikli þurrkar hafa verið, en stuttu eftir að hún hafði tekið á loft frá flugvelli bæjarins missti hún hæð og hrapaði til jarðar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli slysinu. 18.5.2005 00:01 Framtíðarhópur fái nýtt umboð Nýjar tillögur framtíðarhóps Samfylkingarinnar eingöngu kynntar á landsfundi en ekki teknar til afgreiðslu. Óskað eftir endurnýjuðu umboði hópsins til að starfa áfram að framtíðarstefnumótun flokksins. 18.5.2005 00:01 Erlendum körlum fjölgar eystra Íbúum Austurlands fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og er það meiri fjölgun en í nokkrum öðrum landshluta, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Næst mest fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3 af hundraði. 18.5.2005 00:01 Matur hefur lækkað um þriðjung Vöruverð hefur lækkað umtalsvert hjá Krónunni, Bónus og í Fjarðarkaupum síðan um áramótin en mun minna hjá öðrum verslunum samkvæmt þriðju verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í gær. Er þetta þriðja könnun samtakanna á þessu ári og vekur athygli að vöruverð hefur hvergi hækkað síðan síðasta könnun var gerð um miðjan mars. 18.5.2005 00:01 Al-Kaídaliðar ákærðir Spænskur dómari hefur ákært 13 múslima fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Kaída en auk þess er sumum þeirra gefið að sök að eiga aðild að sprengjutilræðunum í Madrid í mars í fyrra sem kostuðu 191 mannslíf. 18.5.2005 00:01 Ebóla í Vestur-Kongó Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Vestur-Kongó staðfestu í gær að níu manns hefðu að undanförnu dáið úr ebóla-veikinni og tveir til viðbótar væru smitaðir. 18.5.2005 00:01 Al-Zarqawi kyndir undir ófriðarbál Uppreisnarmenn skutu undirhershöfðingja í íraska innanríkisráðuneytinu til bana í gær. Hátt settir bandarískir erindrekar í landinu segja að ofbeldisalda undanfarinna vikna sé hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi að kenna. 18.5.2005 00:01 Dæmd fyrir pyntingar Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003. 18.5.2005 00:01 Ebola-veirunnar vart í V-Kongó Ebola-veirunnar hefur aftur orðið vart í Vestur-Kongó og hafa níu manns látist af hennar völdum frá apríllokum. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í dag. Veiran fannst í norðvesturhluta landsins en þar létust um 150 manns af sömu orsökum fyrir tveimur árum. 18.5.2005 00:01 Valdahlutföllin að breytast Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. 18.5.2005 00:01 Urðu við óskum Castro Eftir áeggjan Kúbverja hafa Bandaríkjamenn handtekið kúbverskan mann sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. 18.5.2005 00:01 Gerðu 240 kíló af heróíni upptæk Afganska lögreglan gerði rúmlega 240 kíló af heróíni upptæk og eyðilagði nokkrar tilraunastofur þar sem eiturlyf vour búin til í áhlaupi á nokkra staði í Nangahar-héraði í austurhluta landsins. Þá lögðu fíkniefnalögreglumenn einnig hald á töluvert af efnum til eiturlyfjagerðar. 18.5.2005 00:01 Niðurskurðarstofnun skorin niður Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp. 18.5.2005 00:01 Ólafur Ragnar í Kína "Það var auðvitað ekki tilviljun að ég skildi velja Háskólann í Peking til þess að flytja þennan boðskap og til þess að vísa til reynslu okkar á vettvangi lýðræðis og vísa í lýðræðisþróun í Evrópu, þróun mannréttinda og þær hugmyndir sem þessu eru tengdar." 18.5.2005 00:01 Amnesty fagnar "Íslandsdeild Amnesty International fagnar undirskrift Íslands á nýjum samningi gegn mansali." Svo segir í fréttatilkynningu frá ÍAI. Davíð Oddsson skrifaði nýverið undir samning Evrópuráðsins fyrir hönd Íslands þar sem lögð er áhersla á að mansal sé brot á mannréttindum og árás á mannlega reisn. 18.5.2005 00:01 Skotinn eftir árás með öxi Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða. 18.5.2005 00:01 Kyrkislanga étur gæluhunda Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi. 18.5.2005 00:01 Ég sakna mannsins míns svo sárt Það ríkir mikil sorg á heimili Than Viet Mac, ungu konunnar sem missti manninn sinn af völdum sára eftir hnífsstungu um hvítasunnuna. Hún á þriggja ára dóttur og er nýlega orðin ófrísk aftur. Framtíðin var björt en er nú í rúst. </font /></b /> 18.5.2005 00:01 Reynir á stefnumótun spítalans "Meginmálið er að það reynir á hvort þessi stefnumótun spítalans sé lagalega réttmæt eða ekki," sagði Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss um málshöfðun fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði LSH á hendur spítalanum. 18.5.2005 00:01 Sögð of þung til að ættleiða barn Kona hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna þess að dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína. Synjunin byggði meðal annars á því að konan væri of þung. Í stefnunni er ráðuneytið sakað um geðþóttaákvarðanir og fordóma. </font /></b /> 18.5.2005 00:01 Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. 18.5.2005 00:01 Grunaður um skipulagða þrælasölu Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. 18.5.2005 00:01 Kjarnorka gegn gróðurhúsaáhrifum Kjarnorka heyrist æ oftar nefnd sem góður kostur í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Umhverfissinnum er ekki skemmt. 18.5.2005 00:01 Blair heitir þjóðaratkvæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið. 18.5.2005 00:01 Rannsóknar krafist á skothríð Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, talsmenn fleiri alþjóðastofnana og ráðamenn ýmissa ríkja heims kölluðu eftir því í gær að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka ásakanir um að hermenn í Úsbekistan hefðu skotið til bana hundruð mótmælenda í óeirðum þar í lok síðustu viku. 18.5.2005 00:01 Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. 18.5.2005 00:01 Reknir og vikið af vinnustaðnum Þeir eru að vinna eftir einhverri mannauðsstefnu þar sem allir eiga að falla svo vel inn í liðið að þeir sem ekki falla alveg inn í þetta eru bara látnir fara," segir Gylfi Ingvason, trúnaðarmaður starfsmanna ALCAN í álverinu við Straumsvík. 18.5.2005 00:01 Sandgerði tælir til sín íbúa Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar ýtti úr vör markaðsátaki í gær með það að markmiði að fjölga íbúum bæjarins. Nú búa fjórtánhundruð manns í Sandgerði og setur bæjarstjórnin sér það markmið að fjölga íbúum um fjögurhundruð á næstu misserum og að íbúarnir verði orðnir tvöþúsund innan fimm ára. 18.5.2005 00:01 Kosningar boðaðar í Póllandi Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að þingkosningar færu fram í landinu hinn 25. september næstkomandi. 18.5.2005 00:01 Banaslysum barna fækkar Dauðsföllum barna í umferðarslysum hefur fækkað stórlega á síðustu árum að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnisstjóra hjá Umferðarstofu. 18.5.2005 00:01 Faxaflóasvæðið mengist mikið Faxaflóasvæðið verður eitt mengaðasta svæði Evrópu ef allar stóriðjuframkvæmdir á svæðinu verða að veruleika. Því heldur prófessor við Háskóla Íslands fram. 18.5.2005 00:01 Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. 18.5.2005 00:01 Leysigeislar umhverfis Washington Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur umkringt Washington-borg með leysigeislum til þess að hindra að flugvélar fljúgi án leyfis yfir höfuðborgina. 18.5.2005 00:01 Fögnuðu próflokum uppi í sveit Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 18.5.2005 00:01 Formannsslagur og framtíðarsýn Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. 18.5.2005 00:01 Húsvíkingar vongóðir um álver Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu,," segir Reinard Reynisson bæjarstjóri. 18.5.2005 00:01 Kolmunnaafli yfir 100 þúsund tonn Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæpum tvö þúsund tonnum á Eskifirði. 18.5.2005 00:01 Þeir tekjuminnstu græða ekkert Skerðingarhlutfall námslána lækkar en frítekjumark er lagt niður samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt. Grunnframfærsla námsmanna hækkar jafnframt úr 79.500 krónum í 82.500 krónur. 18.5.2005 00:01 Borgi 66 milljarða í skaðabætur Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 milljarða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998. 18.5.2005 00:01 Hvetja Gunnar til afsagnar Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi segja Gunnar Örlygsson hafa fyrirgert því trausti sem þeir báru til hans, með því að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálsynda flokksins hvetja Gunnar til til að sýna af sér þann drengskap að segja sig frá þingmennsku. 18.5.2005 00:01 Eldur á Broadway Slökkvilið var kallað að skemmtistaðnum Broadway á fimmta tímanum í morgun eftir að eldur kom þar upp. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá rafmagni en slökkvikerfi í húsinu slökkti eldinn. Litlar skemmdir urðu vegna elds en töluverður reykur var í húsinu. 17.5.2005 00:01 Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. 17.5.2005 00:01 Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. 17.5.2005 00:01 Ísland í 3. sæti í jafnréttismálum Norðurlöndin eru þau staður í heiminum sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna og er Ísland í þriðja sæti listans. Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin World Economic Forum birti í gær. 17.5.2005 00:01 Enn skotið að fólki í Úsbekistan Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans. 17.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Þrettán fórust með herflugvél Þrettán fórust þegar herflugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í suðurhluta Sambíu í dag. Vélin hafði flogið með mat og aðrar nauðþurftir til bæjarins Mongu, þar sem mikli þurrkar hafa verið, en stuttu eftir að hún hafði tekið á loft frá flugvelli bæjarins missti hún hæð og hrapaði til jarðar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli slysinu. 18.5.2005 00:01
Framtíðarhópur fái nýtt umboð Nýjar tillögur framtíðarhóps Samfylkingarinnar eingöngu kynntar á landsfundi en ekki teknar til afgreiðslu. Óskað eftir endurnýjuðu umboði hópsins til að starfa áfram að framtíðarstefnumótun flokksins. 18.5.2005 00:01
Erlendum körlum fjölgar eystra Íbúum Austurlands fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og er það meiri fjölgun en í nokkrum öðrum landshluta, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Næst mest fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3 af hundraði. 18.5.2005 00:01
Matur hefur lækkað um þriðjung Vöruverð hefur lækkað umtalsvert hjá Krónunni, Bónus og í Fjarðarkaupum síðan um áramótin en mun minna hjá öðrum verslunum samkvæmt þriðju verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í gær. Er þetta þriðja könnun samtakanna á þessu ári og vekur athygli að vöruverð hefur hvergi hækkað síðan síðasta könnun var gerð um miðjan mars. 18.5.2005 00:01
Al-Kaídaliðar ákærðir Spænskur dómari hefur ákært 13 múslima fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Kaída en auk þess er sumum þeirra gefið að sök að eiga aðild að sprengjutilræðunum í Madrid í mars í fyrra sem kostuðu 191 mannslíf. 18.5.2005 00:01
Ebóla í Vestur-Kongó Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Vestur-Kongó staðfestu í gær að níu manns hefðu að undanförnu dáið úr ebóla-veikinni og tveir til viðbótar væru smitaðir. 18.5.2005 00:01
Al-Zarqawi kyndir undir ófriðarbál Uppreisnarmenn skutu undirhershöfðingja í íraska innanríkisráðuneytinu til bana í gær. Hátt settir bandarískir erindrekar í landinu segja að ofbeldisalda undanfarinna vikna sé hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi að kenna. 18.5.2005 00:01
Dæmd fyrir pyntingar Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003. 18.5.2005 00:01
Ebola-veirunnar vart í V-Kongó Ebola-veirunnar hefur aftur orðið vart í Vestur-Kongó og hafa níu manns látist af hennar völdum frá apríllokum. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í dag. Veiran fannst í norðvesturhluta landsins en þar létust um 150 manns af sömu orsökum fyrir tveimur árum. 18.5.2005 00:01
Valdahlutföllin að breytast Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. 18.5.2005 00:01
Urðu við óskum Castro Eftir áeggjan Kúbverja hafa Bandaríkjamenn handtekið kúbverskan mann sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. 18.5.2005 00:01
Gerðu 240 kíló af heróíni upptæk Afganska lögreglan gerði rúmlega 240 kíló af heróíni upptæk og eyðilagði nokkrar tilraunastofur þar sem eiturlyf vour búin til í áhlaupi á nokkra staði í Nangahar-héraði í austurhluta landsins. Þá lögðu fíkniefnalögreglumenn einnig hald á töluvert af efnum til eiturlyfjagerðar. 18.5.2005 00:01
Niðurskurðarstofnun skorin niður Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp. 18.5.2005 00:01
Ólafur Ragnar í Kína "Það var auðvitað ekki tilviljun að ég skildi velja Háskólann í Peking til þess að flytja þennan boðskap og til þess að vísa til reynslu okkar á vettvangi lýðræðis og vísa í lýðræðisþróun í Evrópu, þróun mannréttinda og þær hugmyndir sem þessu eru tengdar." 18.5.2005 00:01
Amnesty fagnar "Íslandsdeild Amnesty International fagnar undirskrift Íslands á nýjum samningi gegn mansali." Svo segir í fréttatilkynningu frá ÍAI. Davíð Oddsson skrifaði nýverið undir samning Evrópuráðsins fyrir hönd Íslands þar sem lögð er áhersla á að mansal sé brot á mannréttindum og árás á mannlega reisn. 18.5.2005 00:01
Skotinn eftir árás með öxi Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða. 18.5.2005 00:01
Kyrkislanga étur gæluhunda Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi. 18.5.2005 00:01
Ég sakna mannsins míns svo sárt Það ríkir mikil sorg á heimili Than Viet Mac, ungu konunnar sem missti manninn sinn af völdum sára eftir hnífsstungu um hvítasunnuna. Hún á þriggja ára dóttur og er nýlega orðin ófrísk aftur. Framtíðin var björt en er nú í rúst. </font /></b /> 18.5.2005 00:01
Reynir á stefnumótun spítalans "Meginmálið er að það reynir á hvort þessi stefnumótun spítalans sé lagalega réttmæt eða ekki," sagði Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss um málshöfðun fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði LSH á hendur spítalanum. 18.5.2005 00:01
Sögð of þung til að ættleiða barn Kona hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna þess að dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína. Synjunin byggði meðal annars á því að konan væri of þung. Í stefnunni er ráðuneytið sakað um geðþóttaákvarðanir og fordóma. </font /></b /> 18.5.2005 00:01
Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. 18.5.2005 00:01
Grunaður um skipulagða þrælasölu Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. 18.5.2005 00:01
Kjarnorka gegn gróðurhúsaáhrifum Kjarnorka heyrist æ oftar nefnd sem góður kostur í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Umhverfissinnum er ekki skemmt. 18.5.2005 00:01
Blair heitir þjóðaratkvæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið. 18.5.2005 00:01
Rannsóknar krafist á skothríð Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, talsmenn fleiri alþjóðastofnana og ráðamenn ýmissa ríkja heims kölluðu eftir því í gær að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka ásakanir um að hermenn í Úsbekistan hefðu skotið til bana hundruð mótmælenda í óeirðum þar í lok síðustu viku. 18.5.2005 00:01
Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. 18.5.2005 00:01
Reknir og vikið af vinnustaðnum Þeir eru að vinna eftir einhverri mannauðsstefnu þar sem allir eiga að falla svo vel inn í liðið að þeir sem ekki falla alveg inn í þetta eru bara látnir fara," segir Gylfi Ingvason, trúnaðarmaður starfsmanna ALCAN í álverinu við Straumsvík. 18.5.2005 00:01
Sandgerði tælir til sín íbúa Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar ýtti úr vör markaðsátaki í gær með það að markmiði að fjölga íbúum bæjarins. Nú búa fjórtánhundruð manns í Sandgerði og setur bæjarstjórnin sér það markmið að fjölga íbúum um fjögurhundruð á næstu misserum og að íbúarnir verði orðnir tvöþúsund innan fimm ára. 18.5.2005 00:01
Kosningar boðaðar í Póllandi Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að þingkosningar færu fram í landinu hinn 25. september næstkomandi. 18.5.2005 00:01
Banaslysum barna fækkar Dauðsföllum barna í umferðarslysum hefur fækkað stórlega á síðustu árum að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnisstjóra hjá Umferðarstofu. 18.5.2005 00:01
Faxaflóasvæðið mengist mikið Faxaflóasvæðið verður eitt mengaðasta svæði Evrópu ef allar stóriðjuframkvæmdir á svæðinu verða að veruleika. Því heldur prófessor við Háskóla Íslands fram. 18.5.2005 00:01
Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. 18.5.2005 00:01
Leysigeislar umhverfis Washington Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur umkringt Washington-borg með leysigeislum til þess að hindra að flugvélar fljúgi án leyfis yfir höfuðborgina. 18.5.2005 00:01
Fögnuðu próflokum uppi í sveit Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 18.5.2005 00:01
Formannsslagur og framtíðarsýn Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. 18.5.2005 00:01
Húsvíkingar vongóðir um álver Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu,," segir Reinard Reynisson bæjarstjóri. 18.5.2005 00:01
Kolmunnaafli yfir 100 þúsund tonn Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæpum tvö þúsund tonnum á Eskifirði. 18.5.2005 00:01
Þeir tekjuminnstu græða ekkert Skerðingarhlutfall námslána lækkar en frítekjumark er lagt niður samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt. Grunnframfærsla námsmanna hækkar jafnframt úr 79.500 krónum í 82.500 krónur. 18.5.2005 00:01
Borgi 66 milljarða í skaðabætur Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 milljarða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998. 18.5.2005 00:01
Hvetja Gunnar til afsagnar Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi segja Gunnar Örlygsson hafa fyrirgert því trausti sem þeir báru til hans, með því að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálsynda flokksins hvetja Gunnar til til að sýna af sér þann drengskap að segja sig frá þingmennsku. 18.5.2005 00:01
Eldur á Broadway Slökkvilið var kallað að skemmtistaðnum Broadway á fimmta tímanum í morgun eftir að eldur kom þar upp. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá rafmagni en slökkvikerfi í húsinu slökkti eldinn. Litlar skemmdir urðu vegna elds en töluverður reykur var í húsinu. 17.5.2005 00:01
Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. 17.5.2005 00:01
Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. 17.5.2005 00:01
Ísland í 3. sæti í jafnréttismálum Norðurlöndin eru þau staður í heiminum sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna og er Ísland í þriðja sæti listans. Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin World Economic Forum birti í gær. 17.5.2005 00:01
Enn skotið að fólki í Úsbekistan Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans. 17.5.2005 00:01