Fleiri fréttir Gunnar býður sig fram á landsfundi Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. "Ég hef ákveðið að taka þessari áskorun og miðla þeirri reynslu sem til staðar er og ég bý yfir, meðal annars vegna starfa minna innan jafnaðarmannahreyfingarinnar síðastliðna áratugi," segir Gunnar. 17.5.2005 00:01 Faðerni fæst ekki sannað Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. 17.5.2005 00:01 Mæður og ömmur grétu Mæður og ömmur grétu í dómsal í Suður-Ossetíu í dag þegar eini eftirlifandi tsjetsjenski skæruliðinn, sem gerði árás á grunnskólann í Beslan á síðasta ári, var leiddur fyrir dómara. 330 létust í árásinni, helmingurinn börn. 17.5.2005 00:01 Árekstur við Hringbraut Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. 17.5.2005 00:01 Jói var okkar stoð og stytta "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. 17.5.2005 00:01 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. 17.5.2005 00:01 Buðu bara fjölskyldu áfallahjálp Matargestum í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef undanskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreiddist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni. 17.5.2005 00:01 Áframhaldandi mannréttindaviðræður Íslendingar munu eiga opnar viðræður um mannréttindi við Kínverja, byggðar á gagnvirkum skilningi, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem átti fund með Kínaforseta í dag. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 17.5.2005 00:01 Alcoa vill álver fyrir norðan Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðulandi. 17.5.2005 00:01 Tilfinningalegt svigrúm við Múrinn Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun. Forsetinn þurfti sitt tilfinningalega svigrúm til að upplifa múrinn, eitt af sjö undrum veraldarinnar. Forsetafrúin virtist hins vegar haldin heimþrá. Eva Bergþóra er í Kína. 17.5.2005 00:01 Las þingmönnum pistilinn Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. 17.5.2005 00:01 Maður lést í átökum Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök nokkurra manna í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Annar maður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka en hann mun ekki vera í lífshættu. 16.5.2005 00:01 Khodorkovsky fundinn sekur Rússneski olíujöfurinn Mikhail Khodorkovsky hefur verið fundinn sekur um a.m.k. fjögur atriði af þeim sjö sem hann er ákærður fyrir. Hann var fundinn sekur um þjófnað, skattsvik, brot á eignarétti og fyrir að hunsa dómsúrskurð. 16.5.2005 00:01 Kærði nauðgun á skemmtistað Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Keflavík í nótt. Konan sagði mann hafa nauðgað sér á salerni á skemmtistað. Maðurinn var handtekinn á staðnum og gistir nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík. 16.5.2005 00:01 Högnuðust á viðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd, sem rannsakar spillingamál í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna, sakar rússneska stjórnmálamenn um að hafa hagnast um tugmilljónir dollara í olíuviðskiptum við Saddam Hussein. 16.5.2005 00:01 Áfengi hættulegra konum Konur eru í meiri hættu á að verða háðar áfengi en karlar. Það er niðurstaða rannsóknar vísindamanna í Þýskalandi sem rannsökuðu 158 sjálfboðaliða. Niðurstöðurnar sýna einnig að konur geta fengið heilaskemmdir og hjarta- og lifrarsjúkdóma vegna áfengisdrykkju mun fyrr en karlar og þótt þær neyti minna magns. 16.5.2005 00:01 Dómsuppsögunni frestað Dómarinn í málinu gegn Mikhail Khodorkovsky mun ljúka dómsuppsögu í málinu á morgun. Hann kvað upp dóm í fjórum atriðum af þeim sjö sem Khodorkovsky er ákærður fyrir í morgun og fann olíujöfurinn sekan af öllum ákæruatriðum. 16.5.2005 00:01 Lýsa yfir yfirburðasigri Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Eþíópíu lýsti í morgun yfir yfirburðasigri í kjördæmi höfuðborgar landsins, Addis Ababa, í þingkosningunum í gær. Flokkurinn segist hafa fengið 20 af 23 sætum í kjördæminu. 16.5.2005 00:01 Mannbjörg á Patreksfjarðarflóa Mannbjörg varð þegar kviknaði í fiskibátnum Hrund BA í nótt. Einn var um borð og var honum bjargað, allþrekuðumum, um borð í fiskibátinn Ljúf nokkru eftir að eldurinn kviknaði. 16.5.2005 00:01 Gæsluvarðhalds krafist Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök við annan mann í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir í nótt en tveimur hefur nú verið sleppt. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum grunaða í dag. 16.5.2005 00:01 Ljósmynd getur skipt öllu Ljósmynd getur skilið milli feigs og ófeigs í kínversku viðskiptalífi. Tengsl við háttsetta menn skipta öllu máli. Fjölmenn viðskiptanefnd frá Íslandi er komin til Kína til að kynna sér það hagkerfi sem innan fárra ára verður stærra en nokkuð annað í veröldinni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 16.5.2005 00:01 Refsing ákveðin síðar Rússneski olíuauðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur, meðal annars um þjófnað og skattsvik. Málið hefur skaðað orðspor Pútíns Rússlandsforseta enda hefur allur málareksturinn gegn Khodorkovsky sætt mikilli gagnrýni á Vesturlöndum. Refsing yfir honum verður ákveðin síðar. 16.5.2005 00:01 Útilokar allar friðarviðræður Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin. 16.5.2005 00:01 Gæsluvarðhalds ekki verið óskað Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt. 16.5.2005 00:01 70 enn saknað eftir ferjuslys Meira en sjötíu manns er enn saknað eftir að ferja sökk í fljótasiglingu í Bangladess í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir og er talið nánast öruggt að allir þeir sem saknað er séu látnir. 16.5.2005 00:01 Þyrlan sækir slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt nú á fjórða tímanum. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru einnig kallaðar út. Hjálparbeiðni vegna slyssins barst um eittleytið í dag en grunur leikur á að maðurinn hafi fótbrotnað. 16.5.2005 00:01 Sprautuðu viagra í veðhlaupahesta Trú manna á stinningarlyfinu viagra virðist fá takmörk sett. Lögeglan á Ítalíu hefur handtekið hóp manna, sem taldir eru tangjast mafíunni þar í landi, fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit veðreiða með því að sprauta keppnishross með viagra. 16.5.2005 00:01 Kúveiskar konur fá kosningarétt Konur munu fá að taka þátt í kosningum í Kúveit í framtíðinni. Það er, þær geta bæði kosið og boðið sig fram. Tillaga um að konur fengju að taka þátt í kosningunum hefur verið til umræðu innan kúveiska þingsins undanfarnar vikur og hefur ekki gengið þrautalaust að fá hana samþykkta. 16.5.2005 00:01 Umferð hefur gengið vel Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. 16.5.2005 00:01 Vélsleðamaðurinn með opið fótbrot Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt, á móts við Hrauntinda, á fjórða tímanum í dag. Maðurinn reyndist vera með opið fótbrot eftir að hafa ekið fram af snjóhengju. 16.5.2005 00:01 Ítala rænt í Afganistan Ítölskum ríkisborgara var rænt í Afganistan í dag. Talsmaður í ítalska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, staðfesti þetta fyrir stundu. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið, t.a.m. kyn, aldur og starf þess sem rænt var. 16.5.2005 00:01 Gæsluvarðhald til 14. júlí Maður um þrítugt lést af sárum sem hann hlaut í átökum við annan mann í Kópavogi í gærkvöld. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. júlí. 16.5.2005 00:01 Venjulegir Danir gera út á vændi Millistéttarfólk í Danmörku, sem aldrei hefur komist í kast við lögin, er í auknum mæli farið að flytja erlendar konur til Danmerkur og gera þær út sem vændiskonur. 16.5.2005 00:01 Í haldi grunaður um nauðgun Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um nauðgun á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nótt. 16.5.2005 00:01 Misréttis minnst á Norðurlöndum Efnahagslegt kynjamisrétti er minnst á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslu samtakanna World Economic Forum (WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamisréttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Danmörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrklandi og Pakistan. 16.5.2005 00:01 Khodorkovskí sakfelldur Rússneskir dómstólar fundu auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dómsuppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg. 16.5.2005 00:01 Írakar sagðir hafa mútað Rússum Menn úr ríkisstjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmálamanna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 16.5.2005 00:01 Ofdrykkja fer verr með konur Konur eru mun líklegri til að verða fyrir skaða af völdum áfengis en karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi. BBC greinir frá þessu. 16.5.2005 00:01 Réttarhöld í Beslan hefjast Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag. 16.5.2005 00:01 Formúlubíll í Smáralind Mark Webber ökumaður BMW Williams liðsins dvaldi hér á landi yfir helgina. Keppnisbíll hans er til sýnis í Smáralind og hefur verið vinsæll meðal gesta í Smáralindinni. Hann verður sendur af landi brott í kvöld. 16.5.2005 00:01 Níkaragvamenn óvelkomnir til BNA Dagblað í Managua greindi frá því að Bandaríkin hefðu bannað 89 stjórnmálamönnum frá Níkaragva að koma til landsins á þeim forsendum að þeir væru spilltir og hefðu stutt við bakið á hryðjuverkamönnum. 16.5.2005 00:01 Móðir hengdi son sinn Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja 4 ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum á laugardag fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það. 16.5.2005 00:01 Uppreisn í Úsbekistan Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undanfarna daga í mótmælum gegn ríkisstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisnarmenn réðust í fangelsi í borginni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga. 16.5.2005 00:01 Alcan hefur ekki fengið leyfi Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út. 16.5.2005 00:01 Þáðu mútur frá Saddam? Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Pútíns Rússlandsforseta og þjóðernisöfgamaðurinn Zhirinovsky eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Saddam Hussein. Í staðinn áttu þeir að tala máli Íraksstjórnar, bæði í Moskvu og á alþjóðavettvangi. 16.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gunnar býður sig fram á landsfundi Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. "Ég hef ákveðið að taka þessari áskorun og miðla þeirri reynslu sem til staðar er og ég bý yfir, meðal annars vegna starfa minna innan jafnaðarmannahreyfingarinnar síðastliðna áratugi," segir Gunnar. 17.5.2005 00:01
Faðerni fæst ekki sannað Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins. 17.5.2005 00:01
Mæður og ömmur grétu Mæður og ömmur grétu í dómsal í Suður-Ossetíu í dag þegar eini eftirlifandi tsjetsjenski skæruliðinn, sem gerði árás á grunnskólann í Beslan á síðasta ári, var leiddur fyrir dómara. 330 létust í árásinni, helmingurinn börn. 17.5.2005 00:01
Árekstur við Hringbraut Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. 17.5.2005 00:01
Jói var okkar stoð og stytta "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. 17.5.2005 00:01
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. 17.5.2005 00:01
Buðu bara fjölskyldu áfallahjálp Matargestum í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef undanskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreiddist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni. 17.5.2005 00:01
Áframhaldandi mannréttindaviðræður Íslendingar munu eiga opnar viðræður um mannréttindi við Kínverja, byggðar á gagnvirkum skilningi, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem átti fund með Kínaforseta í dag. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 17.5.2005 00:01
Alcoa vill álver fyrir norðan Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðulandi. 17.5.2005 00:01
Tilfinningalegt svigrúm við Múrinn Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun. Forsetinn þurfti sitt tilfinningalega svigrúm til að upplifa múrinn, eitt af sjö undrum veraldarinnar. Forsetafrúin virtist hins vegar haldin heimþrá. Eva Bergþóra er í Kína. 17.5.2005 00:01
Las þingmönnum pistilinn Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. 17.5.2005 00:01
Maður lést í átökum Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök nokkurra manna í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Annar maður var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna áverka en hann mun ekki vera í lífshættu. 16.5.2005 00:01
Khodorkovsky fundinn sekur Rússneski olíujöfurinn Mikhail Khodorkovsky hefur verið fundinn sekur um a.m.k. fjögur atriði af þeim sjö sem hann er ákærður fyrir. Hann var fundinn sekur um þjófnað, skattsvik, brot á eignarétti og fyrir að hunsa dómsúrskurð. 16.5.2005 00:01
Kærði nauðgun á skemmtistað Kona á þrítugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Keflavík í nótt. Konan sagði mann hafa nauðgað sér á salerni á skemmtistað. Maðurinn var handtekinn á staðnum og gistir nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík. 16.5.2005 00:01
Högnuðust á viðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd, sem rannsakar spillingamál í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna, sakar rússneska stjórnmálamenn um að hafa hagnast um tugmilljónir dollara í olíuviðskiptum við Saddam Hussein. 16.5.2005 00:01
Áfengi hættulegra konum Konur eru í meiri hættu á að verða háðar áfengi en karlar. Það er niðurstaða rannsóknar vísindamanna í Þýskalandi sem rannsökuðu 158 sjálfboðaliða. Niðurstöðurnar sýna einnig að konur geta fengið heilaskemmdir og hjarta- og lifrarsjúkdóma vegna áfengisdrykkju mun fyrr en karlar og þótt þær neyti minna magns. 16.5.2005 00:01
Dómsuppsögunni frestað Dómarinn í málinu gegn Mikhail Khodorkovsky mun ljúka dómsuppsögu í málinu á morgun. Hann kvað upp dóm í fjórum atriðum af þeim sjö sem Khodorkovsky er ákærður fyrir í morgun og fann olíujöfurinn sekan af öllum ákæruatriðum. 16.5.2005 00:01
Lýsa yfir yfirburðasigri Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Eþíópíu lýsti í morgun yfir yfirburðasigri í kjördæmi höfuðborgar landsins, Addis Ababa, í þingkosningunum í gær. Flokkurinn segist hafa fengið 20 af 23 sætum í kjördæminu. 16.5.2005 00:01
Mannbjörg á Patreksfjarðarflóa Mannbjörg varð þegar kviknaði í fiskibátnum Hrund BA í nótt. Einn var um borð og var honum bjargað, allþrekuðumum, um borð í fiskibátinn Ljúf nokkru eftir að eldurinn kviknaði. 16.5.2005 00:01
Gæsluvarðhalds krafist Tuttugu og níu ára karlmaður lést eftir átök við annan mann í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir í nótt en tveimur hefur nú verið sleppt. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum grunaða í dag. 16.5.2005 00:01
Ljósmynd getur skipt öllu Ljósmynd getur skilið milli feigs og ófeigs í kínversku viðskiptalífi. Tengsl við háttsetta menn skipta öllu máli. Fjölmenn viðskiptanefnd frá Íslandi er komin til Kína til að kynna sér það hagkerfi sem innan fárra ára verður stærra en nokkuð annað í veröldinni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 16.5.2005 00:01
Refsing ákveðin síðar Rússneski olíuauðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur, meðal annars um þjófnað og skattsvik. Málið hefur skaðað orðspor Pútíns Rússlandsforseta enda hefur allur málareksturinn gegn Khodorkovsky sætt mikilli gagnrýni á Vesturlöndum. Refsing yfir honum verður ákveðin síðar. 16.5.2005 00:01
Útilokar allar friðarviðræður Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin. 16.5.2005 00:01
Gæsluvarðhalds ekki verið óskað Dómari hefur ekki fengið beiðni um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en tveimur hefur nú verið sleppt. 16.5.2005 00:01
70 enn saknað eftir ferjuslys Meira en sjötíu manns er enn saknað eftir að ferja sökk í fljótasiglingu í Bangladess í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir og er talið nánast öruggt að allir þeir sem saknað er séu látnir. 16.5.2005 00:01
Þyrlan sækir slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt nú á fjórða tímanum. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru einnig kallaðar út. Hjálparbeiðni vegna slyssins barst um eittleytið í dag en grunur leikur á að maðurinn hafi fótbrotnað. 16.5.2005 00:01
Sprautuðu viagra í veðhlaupahesta Trú manna á stinningarlyfinu viagra virðist fá takmörk sett. Lögeglan á Ítalíu hefur handtekið hóp manna, sem taldir eru tangjast mafíunni þar í landi, fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit veðreiða með því að sprauta keppnishross með viagra. 16.5.2005 00:01
Kúveiskar konur fá kosningarétt Konur munu fá að taka þátt í kosningum í Kúveit í framtíðinni. Það er, þær geta bæði kosið og boðið sig fram. Tillaga um að konur fengju að taka þátt í kosningunum hefur verið til umræðu innan kúveiska þingsins undanfarnar vikur og hefur ekki gengið þrautalaust að fá hana samþykkta. 16.5.2005 00:01
Umferð hefur gengið vel Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. 16.5.2005 00:01
Vélsleðamaðurinn með opið fótbrot Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt, á móts við Hrauntinda, á fjórða tímanum í dag. Maðurinn reyndist vera með opið fótbrot eftir að hafa ekið fram af snjóhengju. 16.5.2005 00:01
Ítala rænt í Afganistan Ítölskum ríkisborgara var rænt í Afganistan í dag. Talsmaður í ítalska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, staðfesti þetta fyrir stundu. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið, t.a.m. kyn, aldur og starf þess sem rænt var. 16.5.2005 00:01
Gæsluvarðhald til 14. júlí Maður um þrítugt lést af sárum sem hann hlaut í átökum við annan mann í Kópavogi í gærkvöld. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. júlí. 16.5.2005 00:01
Venjulegir Danir gera út á vændi Millistéttarfólk í Danmörku, sem aldrei hefur komist í kast við lögin, er í auknum mæli farið að flytja erlendar konur til Danmerkur og gera þær út sem vændiskonur. 16.5.2005 00:01
Í haldi grunaður um nauðgun Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um nauðgun á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nótt. 16.5.2005 00:01
Misréttis minnst á Norðurlöndum Efnahagslegt kynjamisrétti er minnst á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslu samtakanna World Economic Forum (WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamisréttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Danmörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrklandi og Pakistan. 16.5.2005 00:01
Khodorkovskí sakfelldur Rússneskir dómstólar fundu auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dómsuppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg. 16.5.2005 00:01
Írakar sagðir hafa mútað Rússum Menn úr ríkisstjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmálamanna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 16.5.2005 00:01
Ofdrykkja fer verr með konur Konur eru mun líklegri til að verða fyrir skaða af völdum áfengis en karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi. BBC greinir frá þessu. 16.5.2005 00:01
Réttarhöld í Beslan hefjast Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag. 16.5.2005 00:01
Formúlubíll í Smáralind Mark Webber ökumaður BMW Williams liðsins dvaldi hér á landi yfir helgina. Keppnisbíll hans er til sýnis í Smáralind og hefur verið vinsæll meðal gesta í Smáralindinni. Hann verður sendur af landi brott í kvöld. 16.5.2005 00:01
Níkaragvamenn óvelkomnir til BNA Dagblað í Managua greindi frá því að Bandaríkin hefðu bannað 89 stjórnmálamönnum frá Níkaragva að koma til landsins á þeim forsendum að þeir væru spilltir og hefðu stutt við bakið á hryðjuverkamönnum. 16.5.2005 00:01
Móðir hengdi son sinn Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja 4 ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum á laugardag fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það. 16.5.2005 00:01
Uppreisn í Úsbekistan Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undanfarna daga í mótmælum gegn ríkisstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisnarmenn réðust í fangelsi í borginni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga. 16.5.2005 00:01
Alcan hefur ekki fengið leyfi Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn veitt Alcan framkvæmdaleyfi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Talsmaður iðnaðarráðuneytsins sagði í fréttum um helgina að búið væri að láta gera mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun álversins, stjórnendur þess ættu einungis ætti eftir að taka endanlega ákvörðun og bjóða verkið út. 16.5.2005 00:01
Þáðu mútur frá Saddam? Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Pútíns Rússlandsforseta og þjóðernisöfgamaðurinn Zhirinovsky eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Saddam Hussein. Í staðinn áttu þeir að tala máli Íraksstjórnar, bæði í Moskvu og á alþjóðavettvangi. 16.5.2005 00:01