Fleiri fréttir Dómsuppkvaðningu enn frestað Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur. 17.5.2005 00:01 Tjáir sig aðeins með tónlist Óþekktur maður, sem fannst ráfandi um götur Kent í Englandi fyrir nærri einum og hálfum mánuði síðan, hefur eingöngu tjáð sig með tónlist síðan. Maðurinn hefur ekki sagt orð síðan hann fannst blautur og kaldur í byrjun apríl. 17.5.2005 00:01 Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi? Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 17.5.2005 00:01 Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. 17.5.2005 00:01 Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan í Keflavík hefur sleppt karlmanni sem handtekinn var, grunaður um að nauðga ungri konu á salerni skemmtistaðar í Keflavík. Starfsmenn skemmtistaðarins komu konunni til hjálpar en talið er að maðurinn hafi nýtt sér ölvunarástand hennar. 17.5.2005 00:01 Fyrir rétti vegna Beslan-árásar Réttarhöld hófust í dag yfir tsjetsjenskum skæruliða sem tók þátt í árásinni á grunnskólann í Beslan á síðasta ári þar sem 330 manns létust, aðallega konur og börn. 17.5.2005 00:01 Ástand jafnréttismála samt slæmt Þótt Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna er ástandið þó ekkert til að hrópa húrra fyrir, að mati framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. 17.5.2005 00:01 Boða hertar innflytjendareglur Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins. 17.5.2005 00:01 Sinubruni í Breiðholti Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út rétt eftir klukkan eitt í dag vegna sinubruna við Erluhóla í Reykjavík. Vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill að þessu sinni. 17.5.2005 00:01 7-10 þúsund atkvæði í húsi Á bilinu sjö til tíu þúsund atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar eru komin í hús en tæplega tuttugu þúsund félagsmenn í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út á fimmtudag. 17.5.2005 00:01 Nýtt fangelsi fyrir árslok 2008 Fangelsismálastofnun vill endurbætur á fangelsum landsins og í framkvæmdaáætlun hennar er gert ráð fyrir byggingu nýs fangelsis fyrir lok ársins 2008. Þá er gert ráð fyrir að endurbótum á þremur fangelsum verði lokið á sama tíma. 17.5.2005 00:01 Dettifossmálið þingfest Dettifossmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi. Fimm eru ákærð í málinu. Þremur þeirra er gefið að sök stórfelld brot gegn lögum um fíkniefni,með því að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, flutt inn tæp átta kíló af amfetamíni. 17.5.2005 00:01 Fóru naktar að heimili forsetans Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt. 17.5.2005 00:01 Vill fleiri íslenskar sendinefndir Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 17.5.2005 00:01 Eldri borgarar krefjast kjarabóta Landssamband eldri borgara vill að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til þess að bæta kjör eldri borgara og krefst þess að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. Þá er farið fram á að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk. 17.5.2005 00:01 169 látnir samkvæmt yfirvöldum Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið. 17.5.2005 00:01 Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“. 17.5.2005 00:01 Danskir fréttamenn í verkfalli Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 17.5.2005 00:01 Dönsk börn hætt að hreyfa sig Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 17.5.2005 00:01 Skuggaleg skuldaauking borgarinnar "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar. 17.5.2005 00:01 Farsímar hættulegri úti á landi Sænsk rannsókn leiðir í ljós að mun hættulegra er að tala í farsíma í dreifbýli en þéttbýli. Farsímanotendur í dreifbýli eru þrisvar sinnum líklegri til að fá illkynja heilaæxli en þeir sem nota farsíma í þéttbýli. 17.5.2005 00:01 Lést eftir stökk úr Eiffelturninum Norskur ofurhugi lést eftir misheppnað fallhlífarstökk úr Eiffel-turninum í París í fyrrakvöld. 17.5.2005 00:01 Dregið úr matardreifingu í Afríku? Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í dag að draga verði verulega úr matvæladreifingu í Afríku á þessu ári, ef fjárframlög muni ekki aukast umtalsvert á næstunni. Samtökin segja að þau hafi aðeins fengið tæplega helming þess fjármagns sem lofað hafi verið fyrir þetta ár. 17.5.2005 00:01 Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. 17.5.2005 00:01 Lúðvík í varaformanninn Lúðvík Bergvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. Ágúst Ólafur Ágústsson hafði áður lýst yfir framboði til varaformanns. 17.5.2005 00:01 Svíar íhuguðu innrás í Noreg Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð. 17.5.2005 00:01 Hundaræktendur takast á "Fráfarandi formaður tilkynnti mér á fulltrúafundi að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur, en taldi ekki þörf á því að tilkynna það neinum nema stjórninni," segir Guðmundur Helgi Guðmundsson, annar frambjóðandi til formanns Hundaræktarfélags Íslands um vinnubrögð Þórhildar Bjartmarz, fráfarandi formanns félagsins. 17.5.2005 00:01 Hlýddu kalli Castro Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela. 17.5.2005 00:01 Vill reisa álver á Norðurlandi Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. 17.5.2005 00:01 Fullur á traktor í Víkurskarði Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 130 þúsund króna sektar fyrir að aka dráttarvél ölvaður um miðjan desember þannig að hún endaði utan vegar í Víkurskarði. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár. 17.5.2005 00:01 Einn játar meðan annar neitar öllu Seinni hluti eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm sæta ákæru í þessum hluta, þar af eru fjórir í gæsluvarðhaldi. Ákært er fyrir tæp átta kíló af amfetamíni og nokkur þúsund skammta af LSD. 17.5.2005 00:01 Deildar meiningar um mannfall Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug. 17.5.2005 00:01 Réttað yfir Kulayev Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. 17.5.2005 00:01 Gengið gegn hryðjuverkum Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag. 17.5.2005 00:01 Stjórnin segist hafa haldið velli Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. 17.5.2005 00:01 Newsweek sæti ábyrgð Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka. 17.5.2005 00:01 Ákærður fyrir skopmyndateikningu Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. 17.5.2005 00:01 Ástæðan brot á siðvenjum Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. 17.5.2005 00:01 Verst ásökunum þingnefndar Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl. 17.5.2005 00:01 Konungur fjarri þjóðhátíð Norðmenn héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í gær, en þann 17. maí minnast þeir þess er fyrsta norska stjórnarskráin var samþykkt á Eiðsvelli árið 1814. Tugþúsundir Óslóarbúa tóku þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í tilefni dagsins. 17.5.2005 00:01 Senda Pútín langt nef Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós". 17.5.2005 00:01 Khodorkovskí-dóms beðið enn Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag. 17.5.2005 00:01 Blair boðar lagaskriðu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í gær áform um uppstokkun á breska velferðarkerfinu, virka baráttu gegn hryðjuverkum og upptöku persónuskilríkja sem Bretar hafa verið án frá því í síðari heimsstyrjöld, í löggjafaráætlun ríkisstjórnar hans við upphaf þriðja kjörtímabilsins. 17.5.2005 00:01 Forseti hjálpar viðskiptamönnum Það er óhætt að fullyrða að Ólafur Ragnar Grímsson, forsti Íslands, hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að veita íslenskum viðskiptamönnum brautargengi í Kína. Kínverjar bera mikla virðingu fyrir ráðamönnum og því líta menn á það sem verðmæti að taka þátt í viðskiptasendinefndinni. 17.5.2005 00:01 Hæstu styrkir nema hálfri milljón Menningarsjóður hefur úthlutað 17,5 milljónum króna í styrki til 69 verkefna. Færri fengu en sóttu um því alls sóttu 109 einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög um styrki að andvirði 123 milljóna króna. 17.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dómsuppkvaðningu enn frestað Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur. 17.5.2005 00:01
Tjáir sig aðeins með tónlist Óþekktur maður, sem fannst ráfandi um götur Kent í Englandi fyrir nærri einum og hálfum mánuði síðan, hefur eingöngu tjáð sig með tónlist síðan. Maðurinn hefur ekki sagt orð síðan hann fannst blautur og kaldur í byrjun apríl. 17.5.2005 00:01
Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi? Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina. 17.5.2005 00:01
Vanvirðing og heiðursvörn ástæðan Vanvirðing og heiðursvörn virðast hafa verið ástæða átakanna í Hlíðarhjalla á sunnudagskvöld sem leiddu til dauða tæplega þrítugs karlmanns frá Víetnam. 17.5.2005 00:01
Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan í Keflavík hefur sleppt karlmanni sem handtekinn var, grunaður um að nauðga ungri konu á salerni skemmtistaðar í Keflavík. Starfsmenn skemmtistaðarins komu konunni til hjálpar en talið er að maðurinn hafi nýtt sér ölvunarástand hennar. 17.5.2005 00:01
Fyrir rétti vegna Beslan-árásar Réttarhöld hófust í dag yfir tsjetsjenskum skæruliða sem tók þátt í árásinni á grunnskólann í Beslan á síðasta ári þar sem 330 manns létust, aðallega konur og börn. 17.5.2005 00:01
Ástand jafnréttismála samt slæmt Þótt Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna er ástandið þó ekkert til að hrópa húrra fyrir, að mati framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. 17.5.2005 00:01
Boða hertar innflytjendareglur Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins. 17.5.2005 00:01
Sinubruni í Breiðholti Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út rétt eftir klukkan eitt í dag vegna sinubruna við Erluhóla í Reykjavík. Vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill að þessu sinni. 17.5.2005 00:01
7-10 þúsund atkvæði í húsi Á bilinu sjö til tíu þúsund atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar eru komin í hús en tæplega tuttugu þúsund félagsmenn í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út á fimmtudag. 17.5.2005 00:01
Nýtt fangelsi fyrir árslok 2008 Fangelsismálastofnun vill endurbætur á fangelsum landsins og í framkvæmdaáætlun hennar er gert ráð fyrir byggingu nýs fangelsis fyrir lok ársins 2008. Þá er gert ráð fyrir að endurbótum á þremur fangelsum verði lokið á sama tíma. 17.5.2005 00:01
Dettifossmálið þingfest Dettifossmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi. Fimm eru ákærð í málinu. Þremur þeirra er gefið að sök stórfelld brot gegn lögum um fíkniefni,með því að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, flutt inn tæp átta kíló af amfetamíni. 17.5.2005 00:01
Fóru naktar að heimili forsetans Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt. 17.5.2005 00:01
Vill fleiri íslenskar sendinefndir Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína. 17.5.2005 00:01
Eldri borgarar krefjast kjarabóta Landssamband eldri borgara vill að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til þess að bæta kjör eldri borgara og krefst þess að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. Þá er farið fram á að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk. 17.5.2005 00:01
169 látnir samkvæmt yfirvöldum Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið. 17.5.2005 00:01
Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“. 17.5.2005 00:01
Danskir fréttamenn í verkfalli Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 17.5.2005 00:01
Dönsk börn hætt að hreyfa sig Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 17.5.2005 00:01
Skuggaleg skuldaauking borgarinnar "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar. 17.5.2005 00:01
Farsímar hættulegri úti á landi Sænsk rannsókn leiðir í ljós að mun hættulegra er að tala í farsíma í dreifbýli en þéttbýli. Farsímanotendur í dreifbýli eru þrisvar sinnum líklegri til að fá illkynja heilaæxli en þeir sem nota farsíma í þéttbýli. 17.5.2005 00:01
Lést eftir stökk úr Eiffelturninum Norskur ofurhugi lést eftir misheppnað fallhlífarstökk úr Eiffel-turninum í París í fyrrakvöld. 17.5.2005 00:01
Dregið úr matardreifingu í Afríku? Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í dag að draga verði verulega úr matvæladreifingu í Afríku á þessu ári, ef fjárframlög muni ekki aukast umtalsvert á næstunni. Samtökin segja að þau hafi aðeins fengið tæplega helming þess fjármagns sem lofað hafi verið fyrir þetta ár. 17.5.2005 00:01
Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. 17.5.2005 00:01
Lúðvík í varaformanninn Lúðvík Bergvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. Ágúst Ólafur Ágústsson hafði áður lýst yfir framboði til varaformanns. 17.5.2005 00:01
Svíar íhuguðu innrás í Noreg Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð. 17.5.2005 00:01
Hundaræktendur takast á "Fráfarandi formaður tilkynnti mér á fulltrúafundi að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur, en taldi ekki þörf á því að tilkynna það neinum nema stjórninni," segir Guðmundur Helgi Guðmundsson, annar frambjóðandi til formanns Hundaræktarfélags Íslands um vinnubrögð Þórhildar Bjartmarz, fráfarandi formanns félagsins. 17.5.2005 00:01
Hlýddu kalli Castro Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela. 17.5.2005 00:01
Vill reisa álver á Norðurlandi Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. 17.5.2005 00:01
Fullur á traktor í Víkurskarði Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 130 þúsund króna sektar fyrir að aka dráttarvél ölvaður um miðjan desember þannig að hún endaði utan vegar í Víkurskarði. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár. 17.5.2005 00:01
Einn játar meðan annar neitar öllu Seinni hluti eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm sæta ákæru í þessum hluta, þar af eru fjórir í gæsluvarðhaldi. Ákært er fyrir tæp átta kíló af amfetamíni og nokkur þúsund skammta af LSD. 17.5.2005 00:01
Deildar meiningar um mannfall Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug. 17.5.2005 00:01
Réttað yfir Kulayev Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. 17.5.2005 00:01
Gengið gegn hryðjuverkum Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag. 17.5.2005 00:01
Stjórnin segist hafa haldið velli Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. 17.5.2005 00:01
Newsweek sæti ábyrgð Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka. 17.5.2005 00:01
Ákærður fyrir skopmyndateikningu Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. 17.5.2005 00:01
Ástæðan brot á siðvenjum Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. 17.5.2005 00:01
Verst ásökunum þingnefndar Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl. 17.5.2005 00:01
Konungur fjarri þjóðhátíð Norðmenn héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í gær, en þann 17. maí minnast þeir þess er fyrsta norska stjórnarskráin var samþykkt á Eiðsvelli árið 1814. Tugþúsundir Óslóarbúa tóku þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í tilefni dagsins. 17.5.2005 00:01
Senda Pútín langt nef Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós". 17.5.2005 00:01
Khodorkovskí-dóms beðið enn Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag. 17.5.2005 00:01
Blair boðar lagaskriðu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í gær áform um uppstokkun á breska velferðarkerfinu, virka baráttu gegn hryðjuverkum og upptöku persónuskilríkja sem Bretar hafa verið án frá því í síðari heimsstyrjöld, í löggjafaráætlun ríkisstjórnar hans við upphaf þriðja kjörtímabilsins. 17.5.2005 00:01
Forseti hjálpar viðskiptamönnum Það er óhætt að fullyrða að Ólafur Ragnar Grímsson, forsti Íslands, hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að veita íslenskum viðskiptamönnum brautargengi í Kína. Kínverjar bera mikla virðingu fyrir ráðamönnum og því líta menn á það sem verðmæti að taka þátt í viðskiptasendinefndinni. 17.5.2005 00:01
Hæstu styrkir nema hálfri milljón Menningarsjóður hefur úthlutað 17,5 milljónum króna í styrki til 69 verkefna. Færri fengu en sóttu um því alls sóttu 109 einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög um styrki að andvirði 123 milljóna króna. 17.5.2005 00:01