Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2025 11:02 Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun