Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar 16. september 2025 09:30 Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Að deila og drottna Sesar fullkomnaði listina að deila og drottna. Machiavelli festi aðferðafræðina í sessi. Breska heimsveldið beitti henni á heimsvísu með því að kynda undir átök á milli trúar- og þjóðernishópa til að stjórna gríðarstórum þjóðum með tiltölulega fáum hermönnum. Meginreglan var alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Í dag hafa tæknirisarnir sjálfvirknivætt sundrungina. Þar sem heimsveldi fyrri tíma þurftu að dreifa áróðri handvirkt, gera algrím samfélagsmiðla það nú hraðar, skilvirkar og sérsniðnar en nokkrum einræðisherra sögunar hefði dreymt um að væri mögulegt. Algrím hneykslunar Samfélagsmiðlar eru ekki hannaðir til að upplýsa okkur eða tengja okkur saman. Þeir eru hannaðir til að hámarka athygli. Og ekkert heldur athygli betur en hneykslan og átök. Hver smellur, deiling og reið athugasemd þjálfar vélina í að mata okkur með meira af því sama. Við erum ekki bara neytendur heldur grunlausir kennarar gervigreindarinnar í því hvernig best er að stýra hegðun okkar. Þegar milljarðamæringur eins og Elon Musk nýtir áhrif sín til að magna upp orðræðu öfgahreyfinga víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum, þá snýst það ekki um stjórnmálaskoðanir heldur um peninga og völd. Miðillinn hans, X, verðlaunar ögrandi efni með mestri dreifingu vegna þess að Musk hagnast á því að halda athygli okkar. Þetta á þó ekki bara við um X. Facebook, TikTok, YouTube og fleiri virka á sama hátt. Rannsóknir sýna að efni sem vekur sterkar tilfinningar, einkum reiði og hneykslan, fær margfalt meiri dreifingu en hlutlausar staðreyndir. Vald og áhrif Þessi fyrirtæki hafa ekki aðeins áhrif á það sem við sjáum heldur hafa þau einnig bein áhrif á pólitík og samfélag. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims hafa veitt milljónir dollara til stjórnmálamanna. Þeir sátu allir í fremstu röð við seinustu innsetningarathöfn Donald Trump. Í Bretlandi kemur eitt af hverjum tíu pundum sem renna til stjórnmálaflokka frá óþekktum aðilum.Áhyggjur fara vaxandi af því, þrátt fyrir lög gegn erlendum áhrifum, að bandarísk tæknifyrirtæki noti glufur í löggjöf til að hafa áhrif á stjórnmálin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Mynstrið er alþjóðlegt: valdið er að færast í auknum mæli frá almenningi til fámenns hóps auðmanna með tæknina að vopni. Lýðræði eða fámennisstjórn Það sem við erum að upplifa er eins konar stafræn nýlendustefna: við framleiðum efnið sem heldur miðlunum gangandi, athygli okkar og tilfinningar eru söluvaran, og á meðan við rífumst um innflytjendamál, sjálfsmynd og menningu, safna þessir fáu milljarðamæringar að sér pólitískum völdum og nýta þau til að móta stjórnmálakerfi okkar til að viðhalda þessari hringrás. Viltu veikburða regluverk um gervigreind? Fjármagnaðu stjórnmálamenn sem snúa umræðunni að málefnum jaðarhópa. Viltu borga minni skatta? Haltu kjósendum einbeittum að menningarstríði frekar en efnahagslegum ójöfnuði. Viltu forðast aðgerðir gegn einokun? Gakktu úr skugga um að almenningur sé of upptekinn við að berjast innbyrðis til að taka eftir samþjöppun valds. Þetta snýst ekki um vinstri gegn hægri lengur. Þetta snýst um lýðræði gegn fámennisstjórn. Þetta snýst um áframhaldandi rányrkju eða endurnýjun, stjórnun eða frelsi, einangrun eða tengsl. Að þekkja leikinn Fyrsta skrefið í átt að andspyrnu er að átta sig á leiknum. Í hvert skipti sem við finnum fyrir reiði yfir færslu á samfélagsmiðlum ættum við að spyrja okkur: hver hagnast á þessari reiði? Þegar við búum til óvini úr þeim sem eru okkur ósammála ættum við að velta fyrir okkur: hverra erinda er ég að ganga? Það eru engir óvinir. Flestir telja sig vera að gera það sem er rétt og gott – mótaðir af eigin sögu, áföllum og aðstæðum. Við erum flest hetjur í eigin sögu. Verum frekar forvitin en reið. Með því að spyrja: „Hvaðan kemur þessi skoðun? Hver er saga þessarar manneskju?“, getum við öðlast skilning. Úr skilningi sprettur traust. Úr trausti samstaða. Og úr samstöðu nýr möguleiki. Ef við látum algrímin stjórna, missum við tökin á lýðræðinu. En ef við áttum okkur á því hvernig verið er að spila með okkur, getum við hafið uppbyggingu á ný. Við getum endurbyggt tengsl, virkjað samtakamátt og unnið okkur í átt að framtíð sem er ekki söluvara fárra heldur sameign allra. Valið er okkar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Að deila og drottna Sesar fullkomnaði listina að deila og drottna. Machiavelli festi aðferðafræðina í sessi. Breska heimsveldið beitti henni á heimsvísu með því að kynda undir átök á milli trúar- og þjóðernishópa til að stjórna gríðarstórum þjóðum með tiltölulega fáum hermönnum. Meginreglan var alltaf sú sama: Látið fólkið berjast innbyrðis svo það sameinist aldrei gegn þér. Í dag hafa tæknirisarnir sjálfvirknivætt sundrungina. Þar sem heimsveldi fyrri tíma þurftu að dreifa áróðri handvirkt, gera algrím samfélagsmiðla það nú hraðar, skilvirkar og sérsniðnar en nokkrum einræðisherra sögunar hefði dreymt um að væri mögulegt. Algrím hneykslunar Samfélagsmiðlar eru ekki hannaðir til að upplýsa okkur eða tengja okkur saman. Þeir eru hannaðir til að hámarka athygli. Og ekkert heldur athygli betur en hneykslan og átök. Hver smellur, deiling og reið athugasemd þjálfar vélina í að mata okkur með meira af því sama. Við erum ekki bara neytendur heldur grunlausir kennarar gervigreindarinnar í því hvernig best er að stýra hegðun okkar. Þegar milljarðamæringur eins og Elon Musk nýtir áhrif sín til að magna upp orðræðu öfgahreyfinga víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum, þá snýst það ekki um stjórnmálaskoðanir heldur um peninga og völd. Miðillinn hans, X, verðlaunar ögrandi efni með mestri dreifingu vegna þess að Musk hagnast á því að halda athygli okkar. Þetta á þó ekki bara við um X. Facebook, TikTok, YouTube og fleiri virka á sama hátt. Rannsóknir sýna að efni sem vekur sterkar tilfinningar, einkum reiði og hneykslan, fær margfalt meiri dreifingu en hlutlausar staðreyndir. Vald og áhrif Þessi fyrirtæki hafa ekki aðeins áhrif á það sem við sjáum heldur hafa þau einnig bein áhrif á pólitík og samfélag. Forstjórar stærstu tæknifyrirtækja heims hafa veitt milljónir dollara til stjórnmálamanna. Þeir sátu allir í fremstu röð við seinustu innsetningarathöfn Donald Trump. Í Bretlandi kemur eitt af hverjum tíu pundum sem renna til stjórnmálaflokka frá óþekktum aðilum.Áhyggjur fara vaxandi af því, þrátt fyrir lög gegn erlendum áhrifum, að bandarísk tæknifyrirtæki noti glufur í löggjöf til að hafa áhrif á stjórnmálin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Mynstrið er alþjóðlegt: valdið er að færast í auknum mæli frá almenningi til fámenns hóps auðmanna með tæknina að vopni. Lýðræði eða fámennisstjórn Það sem við erum að upplifa er eins konar stafræn nýlendustefna: við framleiðum efnið sem heldur miðlunum gangandi, athygli okkar og tilfinningar eru söluvaran, og á meðan við rífumst um innflytjendamál, sjálfsmynd og menningu, safna þessir fáu milljarðamæringar að sér pólitískum völdum og nýta þau til að móta stjórnmálakerfi okkar til að viðhalda þessari hringrás. Viltu veikburða regluverk um gervigreind? Fjármagnaðu stjórnmálamenn sem snúa umræðunni að málefnum jaðarhópa. Viltu borga minni skatta? Haltu kjósendum einbeittum að menningarstríði frekar en efnahagslegum ójöfnuði. Viltu forðast aðgerðir gegn einokun? Gakktu úr skugga um að almenningur sé of upptekinn við að berjast innbyrðis til að taka eftir samþjöppun valds. Þetta snýst ekki um vinstri gegn hægri lengur. Þetta snýst um lýðræði gegn fámennisstjórn. Þetta snýst um áframhaldandi rányrkju eða endurnýjun, stjórnun eða frelsi, einangrun eða tengsl. Að þekkja leikinn Fyrsta skrefið í átt að andspyrnu er að átta sig á leiknum. Í hvert skipti sem við finnum fyrir reiði yfir færslu á samfélagsmiðlum ættum við að spyrja okkur: hver hagnast á þessari reiði? Þegar við búum til óvini úr þeim sem eru okkur ósammála ættum við að velta fyrir okkur: hverra erinda er ég að ganga? Það eru engir óvinir. Flestir telja sig vera að gera það sem er rétt og gott – mótaðir af eigin sögu, áföllum og aðstæðum. Við erum flest hetjur í eigin sögu. Verum frekar forvitin en reið. Með því að spyrja: „Hvaðan kemur þessi skoðun? Hver er saga þessarar manneskju?“, getum við öðlast skilning. Úr skilningi sprettur traust. Úr trausti samstaða. Og úr samstöðu nýr möguleiki. Ef við látum algrímin stjórna, missum við tökin á lýðræðinu. En ef við áttum okkur á því hvernig verið er að spila með okkur, getum við hafið uppbyggingu á ný. Við getum endurbyggt tengsl, virkjað samtakamátt og unnið okkur í átt að framtíð sem er ekki söluvara fárra heldur sameign allra. Valið er okkar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun