Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. september 2025 08:31 Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun