Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Snædís Sunna Thorlacius skrifa 5. september 2025 14:03 Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar