Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2025 15:02 Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun