Fótbolti

Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Migno­let lík­legur að verja“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason var með fyrirliðabandið í kvöld.
Birkir Bjarnason var með fyrirliðabandið í kvöld. vísir/vilhelm

Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 2-1.

Belgarnir komust yfir með marki Romelu Lukaku snemma leiks áður en Birkir Már Sævarsson skoraði eftir stórkostlega sendingu Rúnars Más Sigurjónssonar.

Lukaku kom þó Belgum aftur yfir hlé og staðan 2-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik gerðist fátt markvert og lokatölur 2-1 sigur besta landslið heims, samkvæmt heimslista FIFA.

Twitter var vel með á nótunum og lét landinn vel í sér heyra í kvöld. Brot af umræðunni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×