Gasmengun helsta hættan í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2024 19:50 Úlfar Lúðviksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Einar Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03