Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:02 Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun