Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. október 2024 08:02 Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun