Verndum Yazan og Barnasáttmálann Askur Hrafn Hannesson og Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir skrifa 20. júlí 2024 08:32 Yazan er 11 ára drengur á flótta. Hann er greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er einn ágengasti og alvarlegasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru 19 ár. Nú eru aðeins 10 dagar til stefnu þangað til Yazan verður brottvísað frá Íslandi. Mál á borð við brottvísun Yazan eru einmitt ástæðan fyrir því að á Íslandi er lögfestur Barnasáttmáli sem skyldar alla ákvarðanatöku stjórnvalda til að virða réttindi barna. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir stjórnsýslulegri meðferð málsins vera lokið og að ekki sé þörf á endurskoðun þess. Þó það sé skiljanlegt að fólki finnist það þæginleg tilhugsun að kerfið geti ekki brugðist og að allar ákvarðanir ríkisvaldsins hljóti að vera byggðar á því sem er barninu fyrir bestu þá er alls ekki hægt að treysta á það. Þetta virðist vera eitt stærsta brot Barnasáttmálans frá lögfestingu hans. Það að flytja dauðvona barn, upp í flugvél og til Spánar, þar sem hann verður á götunni, án dvalarleyfis og læknisþjónustu, er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð. Ef að íslenskir ráðamenn hafa brugðist skyldu sinni gagnvart Yazan og Barnasáttmálanum þá er það undir okkur, íslenskum almenningi komið að grípa til okkar ráða, með hvaða úrræðum sem er og sama hvað það kostar. Þetta kemur ekki til greina. Höfundar eru aðgerðasinnar og vinir Yazan og fjölskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Palestína Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Yazan er 11 ára drengur á flótta. Hann er greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er einn ágengasti og alvarlegasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru 19 ár. Nú eru aðeins 10 dagar til stefnu þangað til Yazan verður brottvísað frá Íslandi. Mál á borð við brottvísun Yazan eru einmitt ástæðan fyrir því að á Íslandi er lögfestur Barnasáttmáli sem skyldar alla ákvarðanatöku stjórnvalda til að virða réttindi barna. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir stjórnsýslulegri meðferð málsins vera lokið og að ekki sé þörf á endurskoðun þess. Þó það sé skiljanlegt að fólki finnist það þæginleg tilhugsun að kerfið geti ekki brugðist og að allar ákvarðanir ríkisvaldsins hljóti að vera byggðar á því sem er barninu fyrir bestu þá er alls ekki hægt að treysta á það. Þetta virðist vera eitt stærsta brot Barnasáttmálans frá lögfestingu hans. Það að flytja dauðvona barn, upp í flugvél og til Spánar, þar sem hann verður á götunni, án dvalarleyfis og læknisþjónustu, er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð. Ef að íslenskir ráðamenn hafa brugðist skyldu sinni gagnvart Yazan og Barnasáttmálanum þá er það undir okkur, íslenskum almenningi komið að grípa til okkar ráða, með hvaða úrræðum sem er og sama hvað það kostar. Þetta kemur ekki til greina. Höfundar eru aðgerðasinnar og vinir Yazan og fjölskyldu.