Falsfréttir um áhrif hvalveiða Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 17:00 „Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Fjölmiðlar Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
„Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar