Innlent

Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellis­heiðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Veðurstofa spáir skammvinnum hvelli nú í morgunsárið og fyrir hádegi.
Veðurstofa spáir skammvinnum hvelli nú í morgunsárið og fyrir hádegi. Vísir/Vilhelm

Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9.

„Gengur í sunnan 20-28 m/s í skamman tíma með slyddu eða snjókomu. Hætt við eldingaveðri. Snýst síðan í suðvestan 15-23 með éljum, fyrst vestantil en eftir hádegi austanlands. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti víða í kringum frostmark, en allt að 5 stigum austast. Vægt frost í kvöld,“ segir í veðurspá frá því klukkan 4 í morgun.

„Suðvestan 8-15 og él á morgun, en bjart norðaustantil. Frost 2 til 9 stig. Norðvestan 10-20 annað kvöld með éljum norðan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina.“

Í athugasemdum veðurfræðings segir að búast megi við skammvinnum sunnan stormi eða roki, fyrst vestanlands. Hætt sé við eldingum. Þá er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast vel með veðurspám.

Vísir verður á vaktinni og greinir frá veðri og færð fram eftir degi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×