Körfubolti

Íslensku stelpurnar fengu stóran skell gegn Spánverjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu. mynd/kkí

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola 66 stiga tap er liðið heimsótti gríðarsterkt lið Spánverja í undankeppni EM í kvöld, 120-54.

Spænska liðið er það evrópska lið sem situr hvað hæst á heimslista FIBA og því var ljóst að verkefnið fyrir íslensku stelpurnar var stórt.

Íslensku stelpurnar sáu í raun aldrei til sólar og Spánverjar leiddu með 43 stiga mun í hálfleik, staðan 59-16.

Íslenska liðið mætti þó betur til leiks eftir hálfleikshléið og skoraði 13 af fystu 18 stigum þriðja leikhluta. Þær spænsku gáfu þó í á nýjan leik og unnu að lokum afar öruggan 66 stiga sigur, 120-54.

Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í ís­lenska liðinu með 16 stig og Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir kom þar næst með 13. Mario Ar­aujo var stiga­hæst í spænska liðinu með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×