Innlent

Al­var­legt slys á Baróns­stíg: Ekið á veg­faranda á hlaupahjóli

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg fyrr í kvöld en götunni var lokað vegna slyssins.
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg fyrr í kvöld en götunni var lokað vegna slyssins. Vísir/Mariam

Alvarlegt slys varð á Barónsstíg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan átta í kvöld þegar ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli. Dælubíll slökkviliðs, sjúkrabíll og lögregla mættu á staðinn.

Aðal­steinn Guð­munds­son, varð­stjóri í um­ferða­deild lög­reglunnar, tjáði Fréttablaðinu að ekið hefði verið á vegfaranda á hlaupahjóli á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu. Hann gat ekki veitt upplýsingar um líðan hins slasaða að svo stöddu.

Í samtali við fréttastofu staðfesti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að slysið hefði verið af alvarlegum toga og vænta mætti tilkynningar vegna málsins bráðlega. 

Lokað var fyrir alla umferð um Barónstíg á milli Hverfisgötu og Bergþórugötu eftir að slysið varð. Opnað hafði verið aftur fyrir umferð á ellefta tímanum þegar fulltrúi fréttastofu átti leið þar hjá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×