Þar verður mikið í gangi, DJ DE LA ROSA þeytir skífum, andlitsmálun í boði, lukkuhjól með vinningum fyrir alla sem taka þátt á meðan birgðir endast þar sem í boði eru Subway gjafabréf, körfubolta bolir, Egils Kristall og körfuboltar. Allir krakkar sem mæta í „stelpur í körfu“ bol fá frítt á leikinn.
Leikið er í núna í nóvember og aftur í febrúar 2023 og þar með klárast þessi undankeppni fyrir EM. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía.
Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu ytra og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir ári síðan og tapaði báðum leikjum sínum. Núna er leikið hér heima og að heiman að nýju en efsta liðið úr riðlinum í lok febrúar fer beint á EM 2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið, fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu fara á EM.
Undakeppni EM í körfubolta
Ísland – Rúmenía sunnudaginn 27. nóvember klukkan 16:30 í Laugardalshöll:
Ert þú með konu leiksins á kristaltæru?
Kjóstu Kristalsleikmanninn, þann leikmann íslenska landsliðsins sem þér finnst hafa staðið sig best í leiknum.
Þessi grein er gerð í samstarfi við KKÍ og Ölgerðina.