Innlent

Ó­lík­legast að kjós­endur Vinstri grænna myndu fá sér húð­flúr

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Færri af þeim sem eru með húðflúr eru aðeins með eitt.
Færri af þeim sem eru með húðflúr eru aðeins með eitt. Getty/Helen King

Nýr þjóðarpúls Gallup hefur leitt í ljós að nærri þrír af hverjum tíu Íslendingum eru með húðflúr. Flúrin séu algengust hjá þeim sem kysu Flokk fólksins, Viðreisn eða Pírata.

Þjóðarpúlsinn var framkvæmdur 1. til 11. september síðastliðinn, heildarúrtaksstærð var 1.694 og var svarhlutfall 49,6 prósent.

Þjóðarpúlsinn varpar ljósi á þróun vinsælda húðflúra á Íslandi en síðan 2018 hefur hlutfall þeirra sem eru með húðflúr hækkað í 29 prósent frá 20 prósentum. Þar að auki sé þriðjungur kvenna með húðflúr á móti fjórðungi karla.

Algengast sé að þau sem myndu kjósa Flokk fólksins, Viðreisn og Pírata myndu fá sér húðflúr en 38 prósent þeirra svöruðu spurningunni játandi. Ólíklegast sé að þau sem myndu kjósa Vinstri Græn fengi sér húðflúr eða aðeins 12 prósent. Þar að auki séu þau sem eru með húðflúr og kysu Samfylkingu, Pírata eða Vinstri græn að jafnaði með fleiri flúr en þau sem kysu aðra flokka.

Yngra fólk er sagt líklegra til þess að vera með húðflúr en hlutfall fólks undir þrítugu og á milli fimmtugs og sextugs með slík hefur hækkað um 17 prósent á milli mælinga.

Af þeim sem eru ekki með húðflúr geti þó fleiri karlmenn hugsað sér að fá sér slík, það er að segja 25 prósent karla og 19 prósent kvenna. Athygli vekur að færri eru aðeins með eitt húðflúr en þegar þessar mælingar voru birtar árið 2018, hlutfallið lækkaði úr 39 prósent í 33 prósent. Einnig hækkaði fjöldi þeirra sem er með fjögur húðflúr eða fleiri úr 27 prósentum í 33 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.