Fótbolti

For­sætis­ráð­herra Bret­lands eyddi hundruðum þúsunda af opin­beru fé í Norwich City

Atli Arason skrifar
Liz Truss á úrslitaleik Englands og Þýskalands á EM í sumar.
Liz Truss á úrslitaleik Englands og Þýskalands á EM í sumar. EPA-EFE/Neil Hall

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, mætir nú harðri gagnrýni heima fyrir eftir að upp komst að hún eyddi opinberu fé breska ríkisins til að versla varning í netverslun Norwich City, knattspyrnufélagsins sem Truss styður á Englandi.

Truss var utanríkisráðherra Bretlands áður en Boris Johnsson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér. Á hennar tíma í utanríkisráðuneytinu hækkuðu útgjöld ráðuneytisins um 45% í hinum ýmsu málaflokkum. Það sem vekur mikla athygli eru tvær greiðslur upp á rúm 1.800 pund, sem jafngildir tæpum 300 þúsund íslenskum krónum, í netverslun knattspyrnufélagsins Norwich City.

Ásamt netverslun Norwich var m.a. eytt 900 pundum í fullorðins litabækur, 1.850 pund í smáforrit og 4.000 pundum í hárgreiðslur.

Emily Thornberry, þingmaður verkamannaflokksins, vakti athygli á málinu og gagnrýnir nýja forsætisráðherrann harðlega. Verðbólga er nú í hæstu hæðum í Bretlandi en verðbólgan hefur ekki mælst eins mikill og hún er nú í nær 40 ár.

„Þetta er hneyksli og algjörlega fáránlegt. Af hverju á almenningur að borga fyrir þau allskonar lúxus matvörur, gæða vín, húsgögn og skreytingar,“ spyr Thornberry áður en hún bætir við. 

„Við erum að biðja skólana að fjármagna sjálf 40 pund fyrir hitt og þetta því peningurinn er ekki til. Samt á sama tíma eru þau að eyða opinberu fjármagni í allt þetta.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.