Sport

Val­garð tryggði sér sæti á HM 2022

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgarð fer á HM.
Valgarð fer á HM. Fimleikasamband Íslands

Valgarð Reinhardsson, Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, stóð sig frábærlega á Evrópumótinu sem fram fór í München nýverið. Árangurinn þar þýðir að Valgarð er nú búinn að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Liverpool í Englandi frá 29. október til 6. nóvember.

Alþjóðafimleikasambandið, FIG, staðfesti sæti Valgarðs nú dag, mánudag.

Valgarð sankaði alls að sér 77.098 stigum á Evrópumótinu sem þýddi að hann lauk leik í 42. sæti í fjölþrautarkeppninni. Hann er þar með 12. fjölþrautarkeppandinn sem vinnur sér inn sæti á HM.

Áður höfðu þær Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir tryggt sér sæti á HM með góðum árangri á EM.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.