Innlent

Njörður kveður og Ólína tekur við starfinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er nýr deildarforseti við Háskólann á Bifröst. 
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er nýr deildarforseti við Háskólann á Bifröst.  Aðsend

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og borgarfulltrúi, hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Ólína tekur við af Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu tvö ár.

Ólína er með BA-gráðu í íslenskum bókmenntum og heimspeki frá Háskóla Íslands. Þá er hún með magisterpróf og doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum en doktorsverkefni sitt byggði hún á þjóðfræðilegri og bókmenntafræðilegri rannsókn á galdratrú í málskjölum og munnmælum 17. aldar.

Ólína sat á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi á árunum 2009 til 2013 og 2015 til 2016. Þar var hún meðal annars formaður umhverfisnefndar, varaformaður atvinnuveganefndar, forseti Vestnorrænna ráðsins og varaforseti Norðurlandaráðs. Þá var hún borgarfulltrúi Nýs vettvangs á árunum 1990 til 1994.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×