Innlent

Björguðu manni úr sjónum við Garð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn fannst heill á húfi.
Maðurinn fannst heill á húfi. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Útkallið barst klukkan hálf ellefu í morgun og fóru björgunarsveitarmenn samstundis á staðinn. 

Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður Ægis, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið settur í sjúkrabíl eftir komuna á land og ekið á HHS.

Frekari upplýsingar um útkallið var ekki að fá hjá björgunarsveitinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×