Innlent

Stór skjálfti að stærð 5,4 við Fagradalsfjall

Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð.

Fréttastofu hafa borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Telja verður líklegt að skjálftinn eigi upptök sín á því svæði, enda hefur stór jarðskjálftahrina riðið yfir svæðið að undanförnu.

Þá hefur Vísir fengið ábendingar þess efnis að skjálftinn hafi fundist vel í Borgarfirði, Akranesi, Hvolsvelli, Bláskógabyggð og víðar.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að skjálftinn hefði verið 5,2 að stærð, síðan var sú stærð uppfærð í 4,7 samkvæmt uppfærðum tölum Veðurstofunnar og nú eftir að Veðurstofan hefur yfirfarið gögn sín hefur stærð skjálftans verið uppfærð í 5,4.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×