Fótbolti

Sterling að ganga í raðir Chelsea

Hjörvar Ólafsson skrifar
Raheem Sterling er að öllum líkindum á leið til Chelsea. 
Raheem Sterling er að öllum líkindum á leið til Chelsea.  Vísir/Getty

Enski landsliðsframherjinn Raheem Sterling, sem leikið hefur með Manchester City síðustu ár, hefur samþykkt kaup og kjör hjá Chelsea.

Það er Skysports sem greinir frá þessu. 

Sterling, sem gekk í raðir Manchester City frá Liverpool árið 2015, er á síðasta ári samnings síns hjá City.  

Félögin eiga nú eftir að ná saman um kaupverð sem talið er að verði í kringum 50 milljónir punda. 

Framherjinn var inn og út úr byrjunarliðinu hjá Manchester City á síðasta keppnistímabili en hann skoraði 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lét hafa eftir sér í vor að hann vildi ekki hafa leikmenn í sínum herbúðum sem væru ekki ánægðir með hlutverk sitt þegar hann var spurður út í stöðu mála hjá Sterling síðastliðið vor. 

Thomas Tuchel er að endurmóta framlínu sína hjá Chelsea en Romelu Lukaku hefur verið lánaður til Inter Milan. 

Sömu sögu má segja um Guardiola hjá Manchester City en hann hefur bætt við sig Erling Braut Haaland en selt Gabriel Jesús til Arsenal og nú líklega Sterling til Chelsea. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×