Innlent

Linda stýrir Kvennaathvarfinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Linda Dröfn Gunnarsdóttir er ný framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Linda Dröfn Gunnarsdóttir er ný framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Mynd/Ásta Kristjáns

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf. Hún tekur við starfinu af Sigþrúði Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur athvarfinu síðastliðin sextán ár.

Linda er með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Árósarháskóla og B.A. í spænsku frá Háskóla Íslands. Auk þess er Linda með kennsluréttindi og hefur einnig lokið rekstrar- og fjármálanámi frá Opna Háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.

Í tilkynningu frá Samtökum um kvennaathvarf kemur fram að Linda hefur umfangsmikla reynslu af starfi í fjölmenningarsamfélagi og með fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Hún hefur starfað lengi í alþjóðamálum og málefnum flóttamanna en hún gegndi stöðu verkefnastjóra vegna komu flóttafólks hjá Ísafjarðarbæ og starfar í dag sem verkefnastjóri þróunarverkefna og staðgengill forstöðumanns hjá Fjölmenningarsetri.  .

„Þetta eru mjög spennandi tímamót fyrir nýja framkvæmdastýru að koma inn í Kvennaathvarfið. Það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á rekstri athvarfsins á síðustu árum, bygging og rekstur áfangaheimilis fyrir 18 konur og athvarf á Akureyri hafa nýlega bæst við. Auk þess er undirbúningur fyrir byggingu nýs athvarfs í fullum gangi. Þessi nýju verkefni til viðbótar við rekstur neyðarathvarfsins í Reykjavík eru talsvert mikil áskorun. Það er því mikilvægt að fá inn hæfan stjórnanda sem býr yfir þeim persónuleika og reynslu sem Linda Dröfn hefur og við hlökkum til að fá hana til liðs við Kvennaathvarfið." er haft eftir Huldu Ragnheiði Árnadóttur,  stjórnarformaður Kvennaathvarfsins í tilkynningunniAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.