Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, hefur verið ráðinn sem hugmynda- og textasmiður og ráðgjafi í almannatengslum hjá auglýsingastofunni Tvist.
Hann hefur starfað hjá Strætó frá árinu 2017 þar sem hann hefur sinnt almannatengslum, markaðs- og kynningarmálum.
Guðmundur Heiðar er með MA gráðu í almannatengslum frá University of Westminster í London og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Gert er ráð fyrir að Guðmundur hefji störf hjá Tvist í lok sumars.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira