Innlent

Bein útsending: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Oddsdóttir er fundarstjóri á viðburðinum.
Katrín Oddsdóttir er fundarstjóri á viðburðinum.

Viðburðurinn Heilbrigð jörð – heilbrigt líf er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni sem Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður í beinu streymi hér að neðan.

Á viðburðinum tengjum við saman heilbrigði vistkerfa við heilsu og vellíðan manna með áhugaverðum og fræðandi erindum frá helstu sérfræðingum á þessu sviði. Leitum verður svara við hvað felst í því að vera raunverulega í liði með náttúrunni og um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu. 

Einnig verður kafað ofan í undraveröld örveranna og áhrifum þeirra á heilsu fólks og jarðvegs. Að lokum fáum við listræna hugvekju frá Mannyrkjustöðinni.

Dagskrá:

16:00 Opnun málþings, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, HÍ

16:10 Hvað felst í því að vera raunverulega í liði með náttúrunni? Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafns Íslands

16:25 Náttúran og sálarheill. Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði

16:40 Gerlar og geðheilsa, hver stjórnar? Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands

16:55 Nærum jarðveginn en ekki landfyllingar! Félagslegur og umhverfislegur ávinningur bokashi-gerjunar, Björk Brynjarsdóttir, framkvæmdarstjóri Jarðgerðarfélagsins og samfélagshönnuður

17:10 Pallborðsumræður

17:40 Listræn hugvekja frá Mannyrkjustöðinni

17.55 Lokaorð frá Sæunni Júlíu Sigurjónsdóttur líffræðingi og ungum umhverfissinna

Fundarstjóri: Katrín OddsdóttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.