Fótbolti

Shaqiri komst fram úr Chicharito sem sá launahæsti í MLS-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xherdan Shaqiri í leik með Liverpool liðinu þar sem hann spilaði frá 2018 til 2021.
Xherdan Shaqiri í leik með Liverpool liðinu þar sem hann spilaði frá 2018 til 2021. Getty/Phil Noble

Fyrrum leikmaður Liverpool er nú sá launahæsti í bandarísku deildinni og komst þar upp fyrir fyrrum leikmann Manchester United.

Bandarískir fjölmiðlar segja að Xherdan Shaqiri hafi komist upp fyrir Javier „Chicharito“ Hernandez með nýjum samningi sínum.

Shaqiri er þrítugur og var hjá franska félaginu Lyon á þessu tímabili. Hann var leikmaður Liverpool frá 2018 til 2021 en náði bara að spila 45 deildarleiki á þessum þremur tímabilum sínum á Anfield.

Shaqiri gerði samning við Chicago Fire FC og er öruggur með að fá fyrir það 8,15 milljónir dollara eða yfir milljarð í íslenskum krónum.

Chicharito var áður í efsta sætinu með sex milljónir dollara frá LA Galaxy eða aðeins meira en Gonzalo Higuain sem fékk 5,79 milljónir dollara fyrir sinn samning við Inter Miami.

Þetta gæti breyst því nýr samningur Napoli mannsins Lorenzo Insigne við Toronto FC er ekki inn í þessum tölum en hann kemur ekki inn í deildina fyrr en glugginn opnast aftur 7. júlí.

MLSFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.