Handbolti

Rakel Dögg hætt með Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rakel Dögg hefur þjálfað Stjörnuna frá 2020.
Rakel Dögg hefur þjálfað Stjörnuna frá 2020. Vísir/Hulda Margrét

Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Rakel Dögg tók við Stjörnunni árið 2020. Endaði liðið í 5. sæti Olís-deildar kvenna á síðustu leiktíð.

„Rakel hefur eins og við vitum átt frábæran feril sem leikmaður og hefur unnið fjöldan allan af titlum! Starfsfólk félagsins, stjórnarmenn, leikmenn, stuðningsmenn og sjálfboðaliða þakka Rakel fyrir sín störf og óska henni góðs gengis í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan er sem stendur í 5. sæti með 10 stig að loknum 12 leikjum, fimm þeirra hafa unnið en sjö hafa tapast. Aðeins eru þrjú stig upp í 3. sætið þar sem Haukar sitja en Hafnfirðingar eiga þó leik til góða.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.