Helgin hefur verið óvenjugóð hjá sumum. Vísir/vilhelm
Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í kvöld og vann 9.919.800 krónur í fyrsta vinning. Miðinn var seldur í áskrift en annar áskrifandi nældi sér í bónusvinninginn sem var að andvirði 435 þúsund króna í þetta skiptið.
Tveir miðaeigendur voru með annan vinning í Jóker og fengu þeir 100 þúsund hvor í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Krambúðinni í Firði, Hafnarfirði en hinn á lotto.is.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá en vinningstölur kvöldsins voru 4, 5, 13, 16, 39 og bónustalan 29. Jókertölur kvöldsins voru 2, 8, 5, 7 og 9.
Kona á sjötugsaldri vann 41,1 milljón króna þegar hún var ein með allar tölur réttar í Lottó á jóladag. Þá var dreginn út hæsti þrefaldi potturinn hingað til.
Jólin koma snemma hjá sumum í ár en ljónheppinn Íslendingur vann fyrsta vinning í Víkingalottó núna fyrr í kvöld. Vinningurinn hljóðaði upp á 439 milljónir íslenskra króna en hann er með tölurnar sínar í áskrift og á von á skemmtilegu símtali í fyrramálið.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.