Skoðun

Opið bréf til ó­lög­legra stjórn­valda Ís­lands

Einar Viðarsson skrifar

Þið svokölluðu þingmenn þessa lands getið þið útskýrt fyrir mér greinilega fáfróðum manninum hvernig þið getið sagt að þið virðið lýðræði og teljið ykkur lýðræðislega kosna hvernig þið getið samþykkt það að kosningar sem leikur vafi um að hafi farið fram með löglegum hætti? Hefði ekki verið það eina rétta hjá fólki sem þykist vilja virða lög, reglu og lýðræði að boða til endurkosninga eða er embættið orðið mikilvægara þessum hugtökum. Það skiptir engu hvað einhver nefnd sem hefur þar að auki beina hagsmuni af núverandi niðurstöðu skilar, það var ekki fylgt lögum og það eitt hefði dugað sómakæru fólki til að krefjast þess að endurkosning færi fram samdægurs, ekki hvort eða hvenær slík endurkosning færi fram. Hvernig á ég sem borgari í þessu landi að réttlæta það fyrir sjálfum mér að fara eftir lögum frá stofnun sem greinilega metur hagsmuni sína fram yfir hagsmuni þjóðar?

Og þið kæru lögregluþjónar landsins, hvernig getið þið mætt til vinnu og sinnt ykkar starfi og látið greinilega lögbrot um kosningu þeirra sem setja lögin skipta engu máli, hvers vegna fjölmenntu þið ekki á Alþingi og handtókuð þessa glæpamenn fyrir lögbrot þegar þau samþykktu brot á kosningalögum af því það var þeim í hag? Hver ykkar persónulega skoðun á þessu máli er skiptir ekki máli, ykkar lagalega og siðferðilega skylda er að handtaka þá þingmenn sem samþykktu lögbrot, sem betur fer er ennþá tími fyrir ykkur til að bæta úr þessu. Sama á við saksóknara landsins, að þið skylduð ekki gefa strax út ákærur á þingheim er ykkur til skammar og mun vera svartur blettur á sögu ykkar en þið hafið ennþá tíma til að bæta úr, þar að segja ef lög og regla er eitthvað sem skiptir ykkur máli.

Sem borgari í landi þar sem alþingi velur af handahófi hvaða lög það þarf að fara eftir og handhafar ákæruvalds og þeirra sem eiga að framfylgja lögum gera ekkert get ég ekki með góðri samvisku farið eftir lögum alþingis né farið eftir fyrirmælum dómstóla eða lögreglu. Þar að auki mun ég krefja Ríkisskattstjóra um endurgreiðslu á því hlutfalli skatta minna sem fer í Alþingi, ákæruvaldið, lögregluna að ógleymdum þeirri sjálftöku alþingismanna í formi styrkja til eigin flokka. Þessir aðilar hafa sýnt það með gjörðum sínum að þeir hafa lítinn áhuga á lýðræði, lögum og sanngirni. Hvet ég alla samborgara mína til að gera hið sama og Ríkisskattstjóra til að endurgreiða þeim sem óska þess. Ef Ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af því hvort slíkur gjörningur sé löglegur þá vil ég bara benda honum á að æðsta stofnum landsins telur sig yfir lög hafin og að hann mun án efa njóta stuðnings stórs hluta landsmanna þó þeir eigi nú minnsta hlutann af fjármagni landsins. Þeir þingmenn sem eru heiðarlegir segið af ykkur nú þegar og krefist þess að kosningar fari fram nú þegar og að skipuð verði bráðabirgða stjórn úr hópi þeirra sem kusu gegn samþykkt vafasamra kosninga enda ekki hægt að hafa núverandi ríkisstjórn við völd þar sem hún telur lögbrot í lagi svo lengi sem þau eru í hennar hag.

Einnig hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með fjölmiðla og fréttamenn landsins, að það skuli ekki vera ávalt ykkar fyrsta spurning til ráðherra og þingmanna hvernig þeir geti réttlætt setu sína í ólöglegu alþingi sem varð allt ólöglegt þegar þau sem þar sitja samþykktu vafasamar niðurstöður úr kjördæmi? Þið kallið ykkur varðhunda lýðræðis og þið hafið algjörlega brugðist ykkar hlutverki og ykkar samborgurum og ættuð að skammast ykkar og fara að íhuga hvort heitið varðhundar alþingis eigi ekki betur við ykkur.

Vil taka fram að lokum að ég er ekki stuðningsmaður núverandi stjórnar né stjórnarandstöðu, vil bara að stofnanir sem krefja mig um að fara eftir lögum geri hið sama, annars eru lögin einskis virði og ekki vil ég búa í slíku samfélagi.

Með kveðju

Einar Viðarsson.

Höfundur er samborgari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Stanley

Þorsteinn Másson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.