Sport

Tiger snýr aftur: „Er að spila sem faðir og gæti ekki verið spenntari“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Charlie og Tiger Woods.
Charlie og Tiger Woods. Ben Jared/Getty Images

Kylfingurinn Tiger Woods mun snúa aftur til keppni í næstu viku þegar hann tekur þátt í PNC-meistaramótinu ásamt syni sínum Charlie. Tilkynning þess efnis barst aðeins 288 dögum eftir að Woods lenti í bílslysi sem var talið nær öruggt að myndi enda feril hans.

Í febrúar á þessu ári lenti Tiger Woods, einn albesti kylfingur sögunnar, í skelfilegu bílslysi. Hann margbraut á sér hægri fótinn og var talið að ferli hans sem kylfings væri lokið.

Fyrir ekki svo löngu bárust fregnir af því að Woods væri farinn að slá á nýjan leik. Kylfingurinn setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli.

Fjölmiðlar ytra hafa nú greint frá að Tiger og Charlie Woods muni taka þátt í PNC-meistaramótinu en þar keppa feður og synir saman.

„Ég er að spila sem faðir og gæti ekki verið stoltari né spenntari,“ sagði Woods um endurkomu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×