Innlent

Á­rekstur á Lamb­haga­vegi í Úlfarsár­dal: Einn fluttur á sjúkra­hús

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nýr sjúkrabíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Nýr sjúkrabíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm

Árekstur varð á Lambhagavegi í Úlfarsárdal um klukkan hálf sex í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var einn fluttur á bráðamóttöku.

Tveir bílar lentu saman og voru tveir sjúkrabílar auk slökkvibíls sendir á vettvang. Hreinsa þurfti veginn í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virtist slysið ekki hafa verið alvarlegt en slasaði gat gengið óstuddur upp í sjúkrabifreiðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×