Innlent

Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
1. sæti: Heimrekstur.
1. sæti: Heimrekstur. Matthildur Hjálmarsdóttir

Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni.

Úrslit í keppninni voru kunngjörð í dag en vinningsmyndina tók Matthildur Hjálmarsdóttir af heimrekstri úr Hrútatungurétt, í „dæmigerðri Hrútafjarðarblíðu“ í fyrrahaust.

Myndirnar sem hrepptu 2. til 5. sæti má sjá hér fyrir neðan en dómarar í samkeppninni voru ljósmyndarinn Golli (Kjartan Þorbjörnsson), Eiríkur Sigurðsson og Ágústa Sigurlaug Guðjónsdóttir.

2. sæti: Sólarlag við Hrútafjörð.Alda Sverrisdóttir

3. sæti: Finnur baðar sig í Ormsá.Dýrleif Finnsdóttir

4. sæti: Höfuðstaðurinn Borðeyri.Alda Sverrisdóttir

5. sæti: Tröllakirkja í vetrarsól.Finnur Sigurðsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×