Viðskipti erlent

Biðja 3,5 milljarða not­enda af­sökunar og út­skýra á­stæður bilunarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Facebook, Instagram, Messenger og WhatsApp lágu allir niðri milli klukkan 15:30 og um 22:00 í gær.
Facebook, Instagram, Messenger og WhatsApp lágu allir niðri milli klukkan 15:30 og um 22:00 í gær. Getty

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur beðið 3,5 milljarða notendur sína afsökunar á að miðlar fyrirtækisins hafi legið niðri um margra klukkutíma skeið í gær. Var um að ræða mestu truflun á starfsemi Facebook í heil þrettán ár. 

Innanhússbilun leiddi til þess að notendur Facebook, Instagram, Messenger og WhatsApp gátu ekki nýtt sér þjónustuna og urðu því að leita annarra leiða til að eiga í samskiptum við fólk.

Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi tóku notendur samfélagsmiðlanna að taka eftir því að þeir væru farnir að virka á ný.

Facebook hefur nú greint frá því að miðheppnuð tilraun til að stilla netbeina (e. router) Facebook hafi valdið því að síðurnar og forritin lágu niðri í þetta langan tíma.

„Tæknilið okkar hefur komist að því að stillingarbreytingar á netbeinunum, sem samstilla netumferð, hafi valdið vandamálum sem leiddu til truflunar í miðlun,“ segir í bloggfærslu á vef Facebook.

Facebook hafði áður beðið notendur sína afsökunar á meðan unnið var að viðgerð. Líkt og aðrir þurftu starfsmenn Facebook að nýta sér einhvern samskiptamiðil samkeppnisaðilans á meðan unnið var að viðgerðinni, enda gátu tæknimennirnir ekki notast við eigin miðla að þessu sinni.

Stofnandi Facebook-Mark Zuckerberg, bað notendur sömuleiðis afsökunar á þeirri röskun sem varð.

Málið hafði líka áhrif á mörkuðum en gengi Facebook féll um nærri fimm prósent á bandarískum mörkuðum í gær.

Facebook, Instagram, Messenger og WhatsApp lágu allir niðri milli klukkan 15:30 og um 22:00 í gær.


Tengdar fréttir

Þórðar­gleði og þjáningar Face­book-not­enda á Twitter

Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann.

Truflanir hjá Facebook

Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×