Fótbolti

Pellegrini fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum Evrópukeppnunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lorenzo Pellegrini skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Roma í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum þrem Evrópukeppnunum.
Lorenzo Pellegrini skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Roma í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum þrem Evrópukeppnunum. Silvia Lore/Getty Images

Ítalski knattspyrnumaðurinn Lorenzo Pellegrini varð í gær fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum þrem Evrópukeppnunum. 

Pellegrini skoraði fyrsta mark Roma í gær þegar að liðið vann 5-1 sigur á CSKA Sofia í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Hann hefur áður skorað fyrir liðið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni, en nú hefur hann einnig skorað í nýstofnaðri Sambandsdeildinni og er hann sá fyrsti til að skora í öllum þrem stóru Evrópukeppnunum.

Pellegrini hefur farið vel af stað í upphafi tímabilsins með Roma, sem og liðið allt, en félagið hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu undir stjórn José Mourinho og Pellegrini hefur skorað í þeim fimm mörk og lagt upp tvö önnur fyrir liðsfélaga sína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.