Viðskipti innlent

Hleðslustöðvarnar mögulega opnaðar á næstunni ef „kærunefndin er samkvæm sjálfri sér“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá stöðvarnar opnaðar aftur,“ segir Kristján.
„Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá stöðvarnar opnaðar aftur,“ segir Kristján. Vísir

Það er mögulegt að kveikt verði aftur á hleðslustöðvum Orku náttúrunnar á næstunni, að því gefnu að kærunefnd útboðsmála sé „samkvæm sjálfri sér“. Þetta segir Kristján Már Atlason, forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar hjá ON.

Orka náttúrunnar hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála um samning ON og borgarinnar um rafhleðslustöðvar fellda úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni ON um flýtimeðferð í málinu. 

Að sögn Kristjáns telja forsvarsmenn ON kærunefndina hafa farið út fyrir valdheimildir sínar í úrskurði sínum, þar sem ákvörðun nefndarinnar hafi í raun fjallað um allt annað en kvörtun Ísorku.

Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði haft rangt við með því að bjóða ekki umrætt verkefni út á Evrópska efnahagssvæðinu en borgin ákvað í kjölfarið að biðja ON að slökkva á stöðvunum til að forðast dagsektir.

Reykjavíkurborg og Orka náttúrunnar fóru fram á að kærunefndin tæki málið upp að nýju og frestaði áhrifum úrskurðarins. Báðu var hafnað. Ísorka setti sig ekki upp á móti frestun í stuttan tíma en kvaðst ekki telja nefndina hafa heimild til að veita frestinn.

Í ákvörðun kærunefndarinnar um frestun réttaráhrifa sagði meðal annars að það væri ekki hægt að veita frest á meðan málið væri útkljáð fyrir dómstólum, þar sem aðilar hefðu ekki lýst því ótvírætt yfir að því yrði sannarlega skotið til dómstóla.

„Við höfum aftur óskað eftir frestun réttaráhrifa,“ segir Kristján nú. „Og erum að vonast til þess að kærunefndin verði samkvæm sjálfri sér.“

Spurður að því hvort ON hafi ekki átt samtal við Reykjavíkurborg um að kveikja aftur á hleðslustöðvunum og láta reyna á dagsektirnar í ljósi afstöðu Ísorku, svarar Kristján neitandi. 

Dagsektirnar hefðu getað orðið afturvirkar og rétt sé að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. „Úr því sem komið er er bara ágætt að bíða eftir niðurstöðunni og sjá hvað setur.“


Tengdar fréttir

Ísorka minnti kæru­nefnd á sektar­heimildir vegna hleðslu­stöðva

Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.