Íslenski boltinn

Dregið í átta liða úr­slitin í Mjólkur­bikar­mörkunum í beinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar hafa verið bikarmeistarar karla í 698 daga eða síðan þeir unnu bikarúrslitaleikinn 14. september 2019. Ekki var spilað til úrslita í bikarkeppninni á síðasta tímabili vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Víkingar hafa verið bikarmeistarar karla í 698 daga eða síðan þeir unnu bikarúrslitaleikinn 14. september 2019. Ekki var spilað til úrslita í bikarkeppninni á síðasta tímabili vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós.

Sjö lið hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta og í kvöld ræðst það hvort það verði Víkingur eða KR sem verða áttunda liðið.

Tveir leikir fóru fram í Mjólkurbikarnum á þriðjudagskvöldið og fimm leikir voru spilaðir í gærkvöldi.

Mjólkurbikarmörkin fara yfir allt það helsta í þessum leikjum en þau eru á dagskrá á Stöð 2Sport í kvöld, strax á eftir beinni útsendingu frá leik Víkings og KR sem hefst klukkan 19.15.

Henry Birgir Gunnarsson fer þá yfir alla leikina í sextán liða úrslitunum í Mjólkurbikarnum ásamt Þorkatli Mána Péturssyni.

Í lok þáttarins verður síðan dregið í átta liða úrslitin sem munu fara fram strax eftir landsleikjahléið í septembermánuði.

Í pottinum í kvöld verða eftirtalin lið:

Liðin í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla 2021:

 • - Úr Pepsi Max deild karla -
 • Víkingur R. eða KR
 • ÍA
 • HK
 • Valur
 • Fylkir
 • Keflavík
 • - Úr Lengjudeild karla -
 • Vestri
 • - Úr 2. deild karla -
 • ÍRFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.