Innlent

„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón

Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa.

Í gær beindi Farsóttarnefnd Landspítalans þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar faraldurinn er í veldisvexti. Var starfsfólk hvatt til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ með sínum nánustu.

Sjá einnig: Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu

Þessi tilmæli hafa verið umræðuefni á Twitter þar sem heilbrigðisstarfsmenn lýsa misjöfnum skoðunum á þeim.

Hjúkrunarfræðingar staðið vaktina

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist skilja þreytu kollega sinna. Þeir hafi staðið vaktina svo um muni og farið í hálfgerða einangrun til að geta stundað sína vinnu. 

„Þetta er hápunktur sumarfrísins. Hjúkrunarfræðingar eru eins og aðrir landsmenn þreyttir á veirunni. Maður skilur það svo sannarlega. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo um munar og farið í hálfgerða einangrun til þess að geta stundað sína vinna. Núna er hásumar og auðvitað er fólk lítið spennt fyrir þessu. En þetta er bara staðan og við breytum þessu ekki nema nú þarf bara að fara í það sem við kunnum vel,“segir Gubjörg og vísar til sóttvarna.

Hvetur fólk til að sameinast í því að fara varlega

Sumarkúla er ekki einsdæmi. Í faraldri kórónuveirunnar hefur heilbrigðisstarfsfólk þurft að huga að jólakúlum og páskakúlum.

Guðbjörg segir um fórnarkostnað að ræða sem ekki sé metinn til launa og hvetur landsmenn til þess að sameinast í því að fara varlega á svo viðkvæmum tímum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti notið sumarfrís líkt og aðrir.

„Ég hvet alla landsmenn til þess að fara varlega og sameinast í því. Leggjumst öll á eitt og gerum það saman. Þannig að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái líka frí.“


Tengdar fréttir

Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima

Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar.

Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni

Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar.

Leggur til takmarkanir innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×