Innlent

Andrew Dou­glas fyrstur í mark í Lauga­vegs­hlaupinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Feginn að vera kominn í mark, og það fyrstur allra.
Feginn að vera kominn í mark, og það fyrstur allra. Skjáskot

Breski hlauparinn Andrew Douglas kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 4:10:38 nú um klukkan hálf tvö í dag.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Laugavegshlaupsins. Ef marka má yfirlit yfir bestu tíma hlaupsins frá upphafi sést að tíminn sem Andrew hljóp á fer þar í þriðja sæti. Besta tímann frá upphafi á Þorbergur Ingi Jónsson, þegar hann fór hlaupið á 3:59:13 árið 2015.

Í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu hlaupsins sést þegar Andrew kemur í mark, og virtist hann nokkuð feginn því að nánast óslitnum hlaupum í meira en fjóra klukkutíma væri lokið. 

Þó er Andrew nokkuð reyndur hlaupari, en til marks um það má nefna að hann hampaði heimsmeistaratitlinum í utanvegahlaupum árið 2019. Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar, en Andrew var fyrstur að 38 kílómetra markinu í Emstrum. Hann kom þangað á tímanum 2:53:45.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×