Viðskipti innlent

Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri Íslands.
Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri Íslands. vísir/vilhelm

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017.

Hagsjá Landsbankans greinir frá og segir evruna í lok júní hafa staðið í 146,5 krónum í samanburði við 147,6 í lok maí. Bandaríkjadalur stóð í 123,2 krónum í lok júní samanborið við 121,0 í lok maí.

Velta á gjaldeyrismarkaði nam 41,4 milljörðum króna í júní og jókst um 17 prósent á milli mánaða. Hlutdeild Seðlabankans var 18,2 milljarðar eða 44 prósent. Af 18,2 milljarða króna kaupum á evrum voru 12,7 milljarðar næstu tvo daga eftir að hlutafjárútboði Íslandsbanka lauk. Voru þau kaup að öllum líkindum í tengslum við þátttöku erlendra fjárfesta því útboði.

Þetta eru mestu nettó kaup Seðlabankans í einum mánuði síðan í febrúar 2017. Þrátt fyrir þessi kaup er nettó sala Seðlabankans á gjaldeyri síðan byrjun Covid-19 faraldursins 152 milljarðar króna eða sem nemur um 18 prósentum af forðanum í upphafi faraldursins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.