Innlent

Um­­­ferðar­tafir á Miklu­braut og Vestur­lands­vegi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bílaröðin er löng.
Bílaröðin er löng. Aðsend

Talsverðar umferðartafir eru nú á Vesturlandsvegi og Miklubraut til austurs, vegna framkvæmda sem standa þar yfir.

Fréttastofu barst ábending um málið og áætlaði viðmælandi fréttastofu að bílaröðin næði frá mislægum gatnamótum við Elliðaárdal og langleiðina að Skeifunni.

Á vef Vegagerðarinnar er aðeins að finna eina nýlega tilkynningu varðandi framkvæmdir á Miklubraut. Þar kemur fram að í kvöld og nótt, frá klukkan átta til eitt, sé stefnt að því að fræsa akrein á Miklubraut til vesturs, frá gatnamótum við Sæbraut og framyfir gatnamót við Skeiðarvog.

Í samtali við fréttastofu kunni G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, ekki beina skýringu á töfunum. Hann teldi þó líklegt að um væri að ræða einfaldar framkvæmdir þar sem verið væri að fræsa eina akrein.

Tafirnar má rekja til framkvæmda á veginum.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×