Innlent

Arna McClure ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Arna Bryn­dís Bald­vins McClure fyrir miðju og fleiri Samherjamenn fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Arna Bryn­dís Bald­vins McClure fyrir miðju og fleiri Samherjamenn fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. vísir/vilhelm

Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning þar um 2. júní síðastliðinn að aðallögfræðingur Samherja væri ekki lengur ræðismaður Kýpur.

„Þá fengum við tilkynningu frá stjórnvöldum á Kýpur, að Arna Bryn­dís Bald­vins McClure hafi látið af störfum frá og með þeim degi, sem kjörræðismaður á Íslandi. Og engar frekari skýringar gefnar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur í sjálfu sér ekkert með ræðismenn að gera annað en að halda utan um skráningu á þeim og Arna Bryndís er nú ekki lengur skrá sem slík. Arna McClure hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í tengslum við hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja“. Kjarninn og Stundin birtu fréttir þess efnis, eftir að hafa komist yfir gögn úr síma Páls Steingrímssonar skipsstjóra, að þar hafi fámennur hópur, í samráði við yfirstjórn, lagt á ráðin um hvernig best væri að gera meinta andstæðinga fyrirtæksins að ómerkingum.

Í því sambandi var greint frá því að Arna Bryndís væri ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur en í frétt Stundarinnar af því segir að „mútugreiðslur til Dubai-félags Namibíumanna fóru fram í gegnum dótturfélag Samherja, Esja Seafood, sem er til heimilis á Kýpur.“

Sveinn segir að ekki séu lengur neinar tiltækar upplýsingar um kjörræðismenn Kýpur á Íslandi, einfaldlega vegna þess að það er enginn ræðismaður Kýpur skráður eins og sakir standa.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.