Handbolti

Sjáðu mark ársins í Olís-deild karla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Darri Þórsson snýr sér í loftinu. Skömmu síðar lá boltinn í netinu.
Stefán Darri Þórsson snýr sér í loftinu. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. stöð 2 sport

Stefán Darri Þórsson skoraði líklega mark ársins í leik Fram og Hauka í Olís-deild karla í handbolta í gær.

Haukar unnu leikinn, 29-35, en þurftu að hafa mikið fyrir því að slíta sig frá Frömmurum.

Stefán Darri átti tilþrif leiksins og sennilega tilþrif tímabilsins þegar hann jafnaði í 23-23 um miðjan seinni hálfleik.

Hann stökk þá upp á punktalínu, sneri sér í loftinu og skoraði með föstu skoti framhjá Andra Sigmarssyni Scheving í marki Hauka.

„Í alvöru talað, þarna er leikurinn jafn. Þetta er eitthvert rosalegasta mark sem hefur verið skorað á Íslandi í áratugi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær.

„Manni var svolítið brugðið. Það býst enginn við þessu, eðlilega. Þetta er frábærlega vel gert. Þetta er alveg ótrúlegt. Ég man ekki eftir að hafa séð svona,“ sagði Einar Andri Einarsson.

Markið ótrúlega má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Mark ársins í Olís-deild karla

Stefán Darri skoraði alls fjögur mörk í leiknum úr sex skotum. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með átján stig, einu stigi á eftir næstu liðum.

Fram sækir Selfoss heim í 20. umferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.